Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. júlí 2006 15 Margt nýtt hefur komið í ljós varð- andi einkalíf Alberts Einstein eftir að Hebreski háskólinn í Jerúsal- em hófst handa við að rannsaka gríðarstórt bréfasafn hans, en Einstein var einn af stofnendum skólans. Bréfin eru 1.300 talsins og voru skrifuð á árunum milli 1912 og 1955, en sett hafði verið sem skil- yrði fyrir aðgangi að bréfasafn- inu að það yrði lokað almenningi í tuttugu ár eftir andlát Margot Einstein, stjúpdóttur nóbelsverð- launahafans. Einstein var tvígiftur en átti tíu ástkonur. Ein þeirra, hin þýska Ethel Michanowski, ofsótti hann og elti milli landa, samkvæmt umkvörtunum Einsteins í bréfi til stjúpdóttur sinnar. Það vekur ekki minnsta athygli hversu berorður Einstein er um framhjáhöld sín í bréfum til fjölskyldu sinnar, en samband hans við fyrstu eigin- konu sína hefur á stundum verið álitið „grimmilegt“. Hinar nýju uppgötvanir sýna áður óþekkta og mýkri hlið á Einstein og tók hann til að mynda mun virkari þátt í uppeldi barna sinna en áður var talið. Á einum stað lýsir Einstein því dapurlega að brátt verði hann leið- ur á afstæðiskenningunni, jafnvel slíkt viðfangsefni gangi til þurrð- ar á endanum. - kóþ Bréfasafn rannsakað: Einstein átti tíu ástkonur FRÁ SÝNINGU HEBRESKA HÁSKÓLANS Þrettán hundruð bréfa Einsteins eru nú til rannsóknar hjá Hebreska háskólanum í Jerúsalem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LAGT Í SJÓINN Nýfædd leðurskjald- baka leggur hér af stað í Karíbahafið. Vísindamenn gleðjast mjög yfir því að skjaldbökustofninn á svæðinu sé í vexti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Verðmæti áritaðra fána Garðars Sævarssonar og Ólafs Arnar Helgasonar jókst til muna um helgina þegar Ítalir lögðu Frakka í úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Fánar félaganna eru áritaðir af nokkrum af helstu stjörnum ítölsku heimsmeistar- anna. „Á meðan á vítaspyrnukeppn- inni stóð horfði ég eiginlega bara á fánann,“ segir Garðar, sem var búinn að koma honum fyrir upp á veggnum hjá sér. Hann velti fyrir sér á þessum spennuþrungnu augnablikum hvers virði fáninn yrði ef Ítalir myndu vinna bikar- inn. „Ég sagði einmitt við pabba að ég myndi nú að minnsta kosti ramma fánann inn ef þeir myndu vinna þetta og núna verð ég að fara út í búð og kaupa einn ramma.“ Hann ætlar því ekki að selja fánann, jafnvel þótt hann sé viss um að hægt sé að selja hann fyrir einhverja peninga. Garðar og Ólafur Örn fengu fánana hjá ítalska landsliðinu árið 2004. „Ítalirnir voru hérna hjá okkur á Sögu og gistu þegar þeir spiluðu landsleikinn við Íslendinga um árið. Þeir gáfu okkur þessa fána og ég bað nokkra af aðal- stjörnunum þeirra um áritun.“ Þeir sem árituðu fánana voru leik- menn eins og Alessandro Nesta, Genarro Gattuso, Gianluigi Buff- on og Luca Toni, ásamt þjálfara liðsins, Marcello Lippi. „Reyndar voru ekki nema sjö leikmenn sem árituðu fánann, enda voru svo margir pappakassar sem komu með liðinu á þessum tíma.“ Í úrslitaleiknum hélt Garðar vitaskuld með Ítölum þótt hann hafi reyndar ekki gert það alla keppnina. „Hjartað hefur alltaf slegið með Englendingum út af enska boltanum en Ítalir hafa allt- af verið skemmtilegir. Eftir að ég fékk fánann fór ég náttúrulega að halda aðeins meira með þeim.“ ■ Ætlar ekki að selja fánann Góðir farþegar Við minnum á að framkvæmdir standa yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hvetjum því farþega til að gefa sér góðan tíma fyrir flug. Ókeypis sætaferðir frá BSÍ kl. 4.30 í boði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Finnið rúturnar með okkar merki Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að sýna farseðil FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Gefðu þér tíma í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Innritun hefst kl. 5.00 eða 2 tímum fyrir brottför Tilboðið gildir til 31. ágúst 2006 Njótið ferðarinnar, mætið tímanlega VERÐMÆTUR FÁNI ÁRITAÐUR AF ÍTALSKA LANDSLIÐINU Garðari Sævarssyni og Ólafi Erni Helgasyni datt ekki í hug að þeir myndu eiga fána áritaðan af heimsmeist- urunum í knattspyrnu þegar þeir sóttu eiginhandaráritanir hjá ítalska landsliðinu árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR 1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.