Fréttablaðið - 12.07.2006, Síða 18
12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti
Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF
Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
FRÁ DEGI TIL DAGS
Ekki hætt
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra
sækist nú eftir varaformannsembætti
Framsóknarflokksins öðru sinni. Á
útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í
embættið en þá var flokksþing haldið á
Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði,
Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Har-
aldsson. Guðni fór með sigur af hólmi
og það með nokkrum yfirburðum, hlaut
63 prósent atkvæða en Jónína fékk um
30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með
fimm prósent atkvæða. Eftir að niður-
stöðurnar lágu ljósar fyrir
sagðist Jónína líta á úrslitin
sem ákveðna traustsyfir-
lýsingu og bætti við að
hún væri ekki hætt. Eru
það orð að sönnu því nú,
fimm árum síðar, er Jónína
aftur komin í framboð
til embættis varafor-
manns Framsóknarflokksins. Raunar
var lengi talið að Jónína hefði hug á að
verða formaður flokksins en hún styður
Jón Sigurðsson til þess starfa.
Upphafið?
Eins og gengur birtist löng grein í Morg-
unblaðinu eftir flokksþing Framsóknar
2001. Greint var frá niðurstöðum kosn-
inga, þeim ályktunum sem samþykktar
voru og rætt við Halldór Ásgrímsson
formann sem var hinn hróðugasti eftir
þingið og sagði það hið glæsilegasta
síðan hann tók við formennsku. Björn
Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann
var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og
skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu
ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmað-
ur Framsóknarflokksins og má vera að
dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif
á hann að hann langaði að slást í hóp
framsóknarmanna.
Aðdáun?
Andrés Magnússon blaðamaður skrifar
um skrif Björns Bjarnasonar um skrif
Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blað-
inu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni
á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar,
einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks
Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga
á tónlist og þykir hann vita sínu viti
þegar kemur að sögu, stíl og stefnum
í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki
Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en
læðist nú upp á yfirborðið.
Það er í það minnsta
skýring heimildarmanna
á þessari meinlausu og
skemmtilegu hugsanavillu
Andrésar. Mönnum ber
þó ekki saman um hvort
Drýsill eða Módel höfði
betur til Andrésar.
bjorn@frettabladid.is
Fá viðfangsefni eru mikilvægari nú um stundir en skólinn. Fjárfesting í menntun skilar ekki aðeins góðum arði held-ur er hún forsenda framfara í landinu.
Skólamálin munu þannig ráða miklu um samkeppnisstöðu
Íslands á komandi árum. Hagsæld þjóðarinnar mun enn fremur
ráðast mjög af því á hvern veg menntamálin þróast í bráð og
lengd.
Á þessu sviði hefur ýmislegt verið í deiglu. Í henni eru að mót-
ast margir áhugaverðir hlutir. Nýr metnaður í háskólasamfélag-
inu er gott dæmi þar um. Að vísu er það svo að á sama tíma gætir
einnig einhvers konar útvötnunarhugsunarháttar á því sviði.
Hitt skiptir ekki síður máli hvernig framhaldsskólarnir þró-
ast. Þar liggur ekki einasta grundvöllurinn að æðra námi heldur
einnig almenn starfsmenntun sem ekki hefur svo lítið að segja.
Nú hafa verið settar fram og birtar býsna róttækar hugmynd-
ir um það sem sérstök nefnd menntamálaráðherra kallar nýjan
framhaldsskóla. Gildi nýju hugmyndanna er ekki hvað síst í því
fólgið að þar er tekið á hlutum sem lengi hafa verið fastir í viðj-
um vanans.
Þó að festa sé mikilvæg í skólastarfi mega viðjarnar ekki
verða til þess að hefta framþróun. Aukið sjálfstæði framhalds-
skólanna er því æskilegt. Það eykur líkurnar á að unnt verði að
mæta fjölbreytilegri markmiðum en áður. Það er kall nýrra
tíma.
Sú nefnd sem hér á hlut að máli fékk það verkefni í byrjun
þessa árs að kanna hvernig auka mætti aðsókn að starfsnámi,
einfalda skipulag, tryggja fjölbreytni og sveigjanleika í skóla-
starfinu. Sannarlega ærið verkefni.
Eftir aðeins hálft ár liggja fyrir tillögur og hugmyndir sem
reyndar taka til alls framhaldsskólakerfisins, brjóta upp hluti og
opna nýjar leiðir. Í raun og veru eru hér á ferðinni hugmyndir
um nýjan framhaldsskóla. Það er réttnefni.
Svo er að sjá sem fersk og frjó hugsun liggi að baki þessari
nýju skýrslu. Og framar öðru ber hún vott um röskleg vinnu-
brögð.
Ein af lykilhugmyndum nefndarinnar er að afnema aðgrein-
ingu milli bóknáms og starfsnáms í framhaldsskólunum. Nýr
framhaldsskóli verður þannig ein heild með fjölmörgum mis-
munandi námsleiðum.
Sameiginlegur kjarni verður nám í íslensku, stærðfræði og
ensku. Á þeirri meginstoð verða skólarnir hins vegar æði frjáls-
ir að því að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir og
óskir nemenda sem helgast geta af þörfum frekara náms eða
kalli atvinnulífsins.
Ekki verður annað ráðið af þessum tillögum en að þær gætu
leyst þann hnút sem umræðurnar um styttingu framhaldsskóla-
námsins hafa verið í. Skólarnir sýnast einfaldlega geta farið
ólíkar leiðir í þeim efnum.
Það er góð hugsun að losa skólana með þessum hætti undan
stífri miðstýringu. Ákveðin heildaryfirsýn er vitaskuld nauð-
synleg varðandi skipulag framhaldsnáms. Eigi að síður er ljóst
að skólarnir eiga að vera þekkingarlega og stjórnunarlega nægi-
lega öflugir til þess að móta námið í ríkara mæli en verið hefur
upp á eigin spýtur.
Almenn pólitísk umræða um menntastefnu hefur verið af
skornum skammti þó að hún sé mikilvægasta viðfangsefni
hverrar ríkisstjórnar. Hér er fengið gott efni til umræðna. Mestu
máli skiptir þó að þær leiði til rösklegra og skynsamlegra ákvarð-
ana. Það er verk að vinna.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Róttækar hugmyndir um nýjan framhaldsskóla:
Jöfnuður og frelsi
Talsverð umræða hefur farið fram
í fjölmiðlum upp á síðkastið um
það sem ritstjóri Fréttablaðsins
kallar í leiðara 7. júlí sl. „hags-
munaáreksturinn milli orkufreks
iðnaðar og náttúruverndar“. Bæði
stjórnarformaður Landsvirkjunar
og varaformaður hafa verið virkir
í þessari umfjöllun, sem og almenn-
ir stjórnarmenn úr röðum stjórn-
arandstöðuflokkanna, þau Álfheið-
ur Ingadóttir og Helgi Hjörvar, að
ógleymdum nýjum iðnaðarráð-
herra, sem nýverið geystist fram á
sjónarsviðið með þær yfirlýsingar
að stóriðjustefna ríkisstjórnarinn-
ar heyrði sögunni til, henni hafi
verið hætt 2003 þegar innleidd var
samkeppni í framleiðslu og sölu
raforku á Íslandi.
Ég er sammála Þorsteini Páls-
syni, sem kemst að þeirri niður-
stöðu í fyrrgreindum leiðara, að
átökin milli náttúruverndar og
stóriðjustefnu verði ekki leyst með
„afturvirkri breytingu á hugtaka-
notkun“ og tel útspil hins nýja iðn-
aðarráðherra aumkunarvert. Á
hinn bóginn tel ég langt í land með
að átökunum milli þessara ólíku
hagsmuna ljúki.
Breytt viðhorf
Það sem er athyglisvert við
umræðuna núna er það hversu
annt hörðustu stóriðjupostulum er
allt í einu um náttúru Íslands og
hversu mikla þörf þeir hafa fyrir
að segjast bera hag hennar fyrir
brjósti. Fjöldi stjórnmálamanna,
úr þeim flokkum sem við, Vinstri-
græn, höfum kallað „stóriðju-
flokkana“, kveður sér nú hljóðs til
að lýsa yfir stuðningi við að
friðlandið í Þjórsárverum verði
stækkað, jafnvel að hætt verði við
Skaftárveitu svo vernda megi
svæðið umhverfis Langasjó. Í
mínum huga eru þessi breyttu við-
horf fagnaðarefni og til marks um
það að áralöng barátta náttúru-
verndarsinna sé nú loksins að
skila einhverjum árangri. Þar tel
ég baráttu okkar Vinstri-grænna
vega mjög þungt og er stolt af því
að hafa staðið í fararbroddi þeirr-
ar baráttu sem háð hefur verið á
Alþingi Íslendinga fyrir sjónar-
miðum náttúruverndar.
Tillöguflutningur VG
Í því sambandi má rifja upp mál-
flutning okkar þingmanna VG,
meðal annars tillögur um stækkun
friðlandsins í Þjórsárverum, frið-
lýsingu Jökulsár á Fjöllum, þjóð-
aratkvæðagreiðslu um Kárahnjúka-
virkjun, þjóðaratkvæðagreiðslu
um áframhaldandi uppbyggingu
stóriðju og raunar stöðvun slíkrar
uppbyggingar fram til 2012, for-
ræði rammaáætlunar um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma verði feng-
ið umhverfisráðherra, að ógleymd-
um tillögum um tafarlausa upp-
byggingu Náttúruminjasafns
Íslands. Raunar má bæta hér við
efnismiklum tillögum um sjálf-
bæra atvinnustefnu, sjálfbæra
orkustefnu og aðgerðir til að end-
urheimta efnahagslegan stöðug-
leika sem hefur verið ógnað með
stóriðjuframkvæmdum, eins og
alþjóð þekkir. Eftir að hafa talað
fyrir daufum eyrum á Alþingi
Íslendinga, verðum við nú vitni að
því að kjósendur gera í auknum
mæli kröfu á hina stjórnmála-
flokkana að vakna til vitundar um
umhverfismálin. Það er ánægju-
legt að skynja breytt viðhorf for-
ystumanna flokkanna, en um leið
verður að gera kröfu um að þau
séu trúverðug og risti nægilega
djúpt til að vænta megi alvöru
stefnubreytinga.
Hver er hin raunverulega stefna?
Eða eru forystumenn ríkisstjórn-
arinnar uggandi vegna hinnar
gríðarlegu ásóknar orkufyrir-
tækjanna í að fá að bora rann-
sóknarholur á öllum helstu
háhitasvæðum landsins, hvort
sem þau eru friðlýst eða ekki?
Ekki hef ég merkt það, einungis
áhyggjur af því með hvaða hætti
skuli velja milli fyrirtækjanna
þegar fleiri en einn umsækjandi
eru um hvert svæði. Eða er Fram-
sóknar-forystan eitthvað að linast
í afstöðu sinni til Kýótó-bókunar-
innar? Ekki hef ég heyrt á nýjum
umhverfisráðherra að hún ætli að
hverfa frá núverandi stefnu um
frekari undanþágur frá losun
gróðurhúsalofttegunda vegna
stóriðju.
Og hvað eru stjórnarmenn
Landsvirkjunar, sem þar sitja í
skjóli ríkisstjórnarflokkanna, að
hugsa? Ætla þeir að lýsa því form-
lega yfir að hætt verði við Norð-
lingaölduveitu? Eða að leynd verði
létt af orkusölusamningum til
stóriðju svo almenningur eigi
aðgang að öllum upplýsingum um
þetta fyrirtæki sem er í almanna-
eigu? Eða er stefnan sú að hluta-
félagavæða Landsvirkjun og
önnur opinber orkufyrirtæki, svo
auðvelda megi sölu þeirra í nán-
ustu framtíð? Já, stefnan í stór-
iðjumálunum helst nefnilega þétt
í hendur við einkavæðingarstefn-
una, sem ég hef ekki heyrt nýjan
iðnaðarráðherra afneita, hvað
sem síðar verður.
Stóriðja og náttúruvernd fara
ekki saman
Í mínum huga er það lykilatriði að
snúið verði af braut stóriðjustefn-
unnar. Það verður einungis gert
með uppbyggingu sjálfbærrar
orku- og atvinnustefnu sem viður-
kennir vægi umhverfis og náttúru
í allri ákvarðanatöku. Samspil
manns og náttúru er vandmeðfar-
ið og það verður einungis tryggt
með því að maðurinn láti af yfir-
gangi sínum gagnvart náttúrunni.
Maðurinn er ekki herra jarðarinn-
ar heldur þjónn hennar. Einungis
með auknum skilningi á mikilvægi
hinna ólíku vistkerfa jarðar og
virðingu fyrir þeim náum við
sannfærandi niðurstöðu í átökin
milli náttúruverndar og orku-
frekju. Um leið og merkja má
skilning af þessu tagi hjá þeim
sem samþykkt hafa stóriðjustefn-
una hingað til, má vænta stefnu-
breytingar. Sá tími er því miður
ekki kominn.
Af náttúruvernd og orkufrekju
Í DAG
STÓRIÐJA
KOLBRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
ALÞINGISMAÐUR
Það sem er athyglisvert við
umræðuna núna er það hversu
annt hörðustu stóriðjupostul-
um er allt í einu um náttúru
Íslands og hversu mikla þörf
þeir hafa fyrir að segjast bera
hag hennar fyrir brjósti.