Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 20

Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 20
[ ]Bílar geta heillað alla aldurshópa Takið leikbílinn með í göngutúrinn og leyfið barninu að fá smá útrás. Þeim sem stunda motocross og enduro hefur fjölgað gríðar- lega á síðustu árum. Mikið er að gerast í íþróttinni hér á landi en því miður er lítið um sérmerkt svæði og slóða til að stunda sportið. „Vélhjólaíþróttaklúbburinn er hagsmunasamtök fyrir þá sem keppa og ferðast á torfæruvél- hjólum. Það er helst hægt að kalla þetta íþróttafélag en félagsmönn- um hefur fjölgað gífurlega á síð- ustu árum. Í dag eru um sjö hund- ruð félagar á öllum aldri,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, formað- ur klúbbsins. „Það hefur fjölgað mikið í þess- ari íþrótt og síðustu fimm árin höfum við tekið inn hátt í fjögur þúsund hjól. Það er mikill áhugi og nú erum við komin með gott svæði hjá Litlu kaffistofunni þannig að það hvetur mann af stað,“ segir Hrafnkell en hingað til hafa þeir sem hafa gaman af að þeysast um á motocross og end- uro hjólum hafa ekki átt um marga staði að velja. „Það er stóra vandamálið. Flestir af okkar félagsmönnum eru í Reykjavík og við erum með tvö svæði á höfuð- borgarsvæðinu. Annað er upp við Litlu kaffistofu sem er reyndar í landi Ölfuss. Það er nokkuð gott. Okkur var úthlutað því í fyrra en svæðið var eiginlega ekki opnað fyrr en í sumar og það er enn verið að byggja það upp. Inni á heimasíðunni okkar er hægt að finna mjög ítarlegt kort af svæð- inu og við predikum fyrir mönn- um að nota þetta svæði í staðinn fyrir að láta grípa sig utan slóða. Hitt svæðið er mjög erfitt en það er uppi í Ásnesi fyrir ofan Mos- fellsbæ. Það er í raun og veru fúa- mýri og hefur nánast verið ófært í allt sumar vegna rigningar. Það þjónar tiltölulega litlum hluta af íþróttinni, helst keppnishlutan- um.“ „Annars vegar verða að vera svæði á stöðum þar sem flestir eru og hins vegar skilgreiningar á ákveðnum slóðum á hálendinu þar sem hjólin mega vera. Þetta er ekki til en við hjá klúbbnum erum byrjuð að hafa samband við Umhverfisstofnun og umhverfis- ráðuneytið til að reyna að útfæra hugmyndir sem ganga út á svip- aða hluti eins og hugmyndir reið- veganefndar hjá hestamönnum. Við viljum merkja og búa til slóða sem þessi hjól geta notað,“ segir Hrafnkell sem er alls ekki nógu sáttur við skort á svæðum. „Okkur finnst þetta rosalega einfalt – þetta snýst bara um skipulag. Ef menn eru að hjóla utan vega þá hlýtur það að vera út af því að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Ef svæðið í Ásnesi hefði ekki opnað þá værum við í raun og veru ekki með eitt einasta svæði í sumar.“ „Klúbburinn var stofnaður árið 1978 og höfum við fengið hátt í tuttugu svæðum úthlutað til skamms tíma á þessum tæplega þrjátíu árum. Þá höfum við farið af stað með jarðýtur og byggt braut og vonast til að halda svæð- inu en þá kemur eitthvað upp á og við verðum að færa okkur,“ segir Hrafnkell en félagið fær lítinn styrk frá hinu opinbera. „Gjöldin af hjólunum og göllum sem fara í þjóðarbúið eru gríðarleg og nema um tveim til þremur milljörðum á síðustu fimm árum. Við höfum hins vegar fengið styrki upp á 2,2 milljónir á þessum tíma. Við höfum sem sagt þurft að borga hverja einustu krónu til að halda íþróttinni gangandi, svæði, jarð- ýtuvinnu og starfsmannalaun í fullu starfi. Þetta allt þurfa félags- menn að borga.“ Þrátt fyrir svæðisskort er nóg að gerast í motocrossi og enduro og er næsta keppni í Ásnesi á laugardaginn og hefst hún klukk- an 10. „Það eru keppnir nánast á tveggja vikna fresti yfir sumarið. Það mæta um hundrað manns í hverja keppni en stærsta keppnin fer fram á Kirkjubæjarklaustri í maí. Þangað mæta um fjögur hundruð manns þannig að þetta er ein stærsta einstaklingskeppni sem haldin er á landinu.“ Hrafnkell keppir ekki mikið í motocrossi en er liðtækur í endur- o-keppnum. „Ég hef verið á mót- orhjólum síðan ég var sextán ára, en ég er fertugur í dag. Sonur minn er líka á kafi í þessu. Núna eru þessir gömlu komnir með krakkana á bólakaf í þetta líka,“ segir Hrafnkell og fer mikið af frítíma hans í íþróttina. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Vélhjóla- íþróttaklúbbinn, VÍK, á heimasíðu þeirra, motorcross.is. Sárvantar sérmerkta slóða og svæði Hrafnkell keppir í enduro og hefur ekið um á mótorhjólum síðan hann var sextán ára. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Motocross er kappakstur þar sem ekin er stutt hringlaga keppnisbraut með manngerðum stökkpöllum og beygjum. Enduro er eins konar þolaksturs- keppni þar sem ekið er á mun stærra svæði í náttúrulegu landslagi, á vegum og á slóðum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.