Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 22

Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 22
[ ]Prófið að vera túristar í eigin landi. Heimsækið söfn sem þið hafið aldrei gefið ykkur tíma til að skoða og prófið eitthvert skemmtilegt kaffihús. Mílanó hefur upp á allt að bjóða fyrir ferðamenn. Hún er áhugaverð heim að sækja, þar er góður matur og skemmtilegt að versla. Mílanó er höfuðborg Langbarða- lands sem er strjálbýlasta hérað Ítalíu en jafnframt það hérað sem er lengst þróað fjárhagslega. Íbúar Mílanó eru 1,3 milljónir en þá eru ekki taldir með allir þeir sem á síðustu árum hafa flust í úthverfi borgarinnar og sækja vinnu og þjónustu til Mílanó. Staðsetningin Staðsetning Mílanó í norðurhluta landsins leiðir til þess að hún verð- ur miðstöð og tengiborg fyrir Ítalíu, hvort sem er í viðskipta- legu tilliti eða þegar litið er til ferðamannastraums. Frá Mílanó liggja leiðir í allar áttir. Stutt er að fara upp til Alpine-vatnasvæð- anna; til Maggiore og Como og örlítið lengra er að fara upp að Garda-vatninu. En fyrir þá sem vilja ferðast suður á bóginn, til Flórens og Toscana, jafnvel enn lengar suður, allt til Rómar eða niður á Amalfi-ströndina þá er ein- falt að finna réttu lestina og leggja af stað. Sem dæmi má nefna að ferð frá Mílanó til Rómar með Eurostar-hraðlestinni tekur fjóra og hálfan tíma. Yfirbragðið Þótt Mílanó sé stórborg er hún samt sem áður tiltölulega lítil miðað við aðrar slíkar. Borgin er byggð í hring og skiptist upp í hverfi eins og klukkan þar sem hin einstaka dómkirkja, Duomo, er miðjan á skífunni. Það er hins vegar gömul klisja að Mílanó sé óspennandi iðnaðarborg og jafnist ekki á við aðrar borgir á Ítalíu. Staðreyndin er sú að hún á sér mikla og merkilega sögu og ríku- lega menningu. Þrátt fyrir að gamla borgin beri ekki með sér jafn sterk einkenni í arkitektúr og yfirbragði og t.d. Flórens og Róm, þá er hún senni- lega fjölbreyttari í útliti en aðrar borgir. Söfn og gallerí eru með þeim fínustu á landinu og margir af leiðandi aðilum á sviði lista, hönnunar, viðskipta og stjórnmála tengjast borginni á einn eða annan hátt. Meginástæða þess hve yfir- bragð Mílanó er ólíkt öðrum borg- um er að í seinni heimsstyrjöld- inni varð borgin fyrir miklum sprengjuárásum sem hjuggu stór skörð í borgina. Auð svæði mynd- uðust sem síðar var fyllt upp í með byggingum í nútímalegum stíl. Frægu staðirnir Fyrir utan ótal merkilega og áhugaverða staði í Mílanó sem væri hægt að telja upp þá er heim- sókn í Duomo sennilega efst á blaði. Ganga síðan um miðborg- ina, að Scala-leikhúsinu, niður að Sforzesco-kastalanum, setjast þar á bekk í risastórum kastalagarðin- um og virða fyrir sér mannlífið. Þá væri ekki vitlaust að hafa pant- að sér tíma til að heimsækja Santa Maria delle Grazie og virða fyrir sér hið einstaka verk Leonardos da Vinci, Síðasta kvöldmáltíðin, svo eitthvað sé nefnt. Maturinn Fyrir utan þetta er hægt að gera vel við sig í mat og drykk í Mílanó eins og annars staðar á Ítalíu. Mörgum stöðum væri hægt að mæla með en hér má nefna Joia á Via P. Castaldi 18. Um er að ræða Michelin-stað þar sem grænmeti er í fyrirrúmi, gæðin ofar öllu og gætt að fagurfræðinni. Íslensk stúlka vinnur sem kokkur á Joia. Þeim sem vilja skyndibita niðri í miðbæ er bent á Luini Panzerotti á Via S. Radegonda, lítilli hliðargötu út frá Duomo. Fyllt brauð og heitt, Bæjarins bestu þeirra Mílanóbúa. Emporio Armani Café er fallegur staður þar sem léttur og lífrænn matur er borinn fram og heima- lögðu crostini-in þeirra eru þau bestu þótt víðar væri leitað. Þeir sem leita að skemmtilegum bar til að setjast inn á ættu að kíkja á barinn á Nobu-veitingastaðnum. Hann er á Via Manzoni. Verslanirnar Fáar borgir eru jafn miklar tísku- borgir og Mílanó. Þar má fá flest það sem hugurinn girnist. Öll hugsanleg merki; frá Gucci og Prada til HM og Zöru. Það er gaman að versla í Mílanó. Helstu verslunargötur og staðir liggja út frá Duomo fyrir utan Corso Buen- os Aires sem er aðeins lengra frá, en hún er ein af aðalgötum og tengileiðum borgarinnar. Fræg- ustu göturnar, með öllum helstu búðunum, eru Galleria Vittorio Emanuele II sem jafnframt er einn af fallegri verslunarstöðum í heiminum, og Corso Vittorio Emanuele II. Einnig verður ekki hjá því komist að nefna Via Monte Napoleone og Via Della Spiga, þar sem allir frægustu hönnuðurnir eru með verslanir. Næturlífið Kvöld- og næturstemning er mikil við Naviglio Grande en þar er iðandi mannlíf og veitingastaðir og barir opnir langt fram eftir meðfram sýkjunum í anda Amster- dam. Hér má nefna stað sem býður góðan mat, Luca Andrea Café-Bar á Alzaia Naviglio Grande 34. Markaðir Á sama stað, Naviglio Grande, er síðasta sunnudag í hverjum mán- uði haldinn risastór úti antíkmark- aður sem dregur að sér fólk alls staðar að. Fegurðin Fegurð borgarinnar leynist víða og ferðamenn komast ekki hjá því að horfa á stórfenglegar og íburð- armiklar byggingar. Hins vegar má ekki gleyma því að í fáum borgum er sennilega jafn fallegt og skemmtilegt að horfa niður fyrir sig og í Mílanó þar sem gólf og gangstéttar eru iðulega fallega skreyttar. Halla Bára Gestsdóttirr Mílanó er margslungin Duomo og dómkirkjutorgið er iðandi af mannlífi. Út frá torginu liggja helstu verslunargötur Mílanó. Eitthvað fyrir alla, konur, krakka og karla KÁTIR DAGAR VERÐA Á ÞÓRSHÖFN Á LANGANESI UM HELGINA. Fjölmargt verður til skemmtunar á Kátum dögum á Þórshöfn á Langanesi. Ef litið er yfir dagskrána síðdegis á föstudag kemur í ljós kassabílarallí, kvöldvaka fyrir börn og skemmtikvöld hagyrðinga, ásamt dansleik með hljómsveitinni Legó. Á laugardag verður meðal margs annars Íslandsmót í fótbolta, dorgveiðikeppni, fjölskylduratleikur, atriðið úr Ávaxtakörfunni og stórhljómsveitin Papar á dansleik um kvöldið. Á sunnudag verður haldið út að Skálum á Langanesi og síðan verður aflraunakeppni bæði kvenna og karla. Eyðibyggðin að Skálum á Langanesi verður heimsótt á sunnudag. Byggja brú til brottfluttra BRYGGJUHÁTÍÐ Á STOKKSEYRI ER MEÐAL STÓRVIÐBURÐA NÆSTU HELGAR. Mikið verður um dýrðir á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri sem líka hefur undirtitilinn Brú til brottfluttra. Það er raunar lýsandi fyrir allar bæjarhátíðir landsins. Þær laða til sín þá sem eitt sinn bjuggu á staðnum og mynda því brýr milli vina. Bryggjuhátíðin á Stokkseyri á sér þriggja ára sögu. Hún hefst annað kvöld með hljómsveitatónleikum á Drauga- barnum og svo heldur fjörið áfram á föstudagskvöld með fjölskyldu- hátíð á Stokkseyrarbryggju þar sem bryggjusöngur Árna Johnsen er fastur liður. Þar opnar hann líka nýtt tónlistarsvið. Margháttuð skemmtiatriði taka síðan við. Til dæmis flytur Bítla- vinafélag Suðurlands úrval Bítlalaga úr söngleiknum Let it be og Björn Thorodd- sen sýnir listflug hlaðið reyk. Síðan leikur hljómsveitin Karma á Draugabarnum. Ódýrt er í sund og opið á söfnum og hjá listamönnum á laugardeginum auk þess sem Töfragarðurinn er með ýmislegt í boði. Meðal dagskráratriða þann dag er líka kappróður, listsýningar og sandkastalakeppni. Hera syngur á Draugabarnum klukkan tíu um kvöldið og trúbadorinn Ingvar í tjaldinu Við fjöruborðið. Á sunnu- dag verður meðal annars hópreið hestamanna um Stokkseyri og hestasýning á eftir við gervigrasvöllinn. Auk margra menningarviðburða á Stokkseyri verður kaffihlaðborð opnað kl. 14 á laugardag. Björn Ingi Bjarnason stjórnar dagskrá og Árni Johnsen bíður með gítarinn tilbúinn. Bækistöðvaferð í Hornbjargsvita Sex daga ferð þar sem gengið er út frá Látravík Skráning á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 Í ferðalagið Mikið úrval af LCD flatskjám og loftnetum tilvalið í ferðalagið. 20” LCD 12V/220) 17” LCD flatskjár með innb. DVD 12V/220V 15” LCD flatskjár með innb. DVD 12V/220V

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.