Fréttablaðið - 12.07.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 12.07.2006, Qupperneq 28
MARKAÐURINN 12. JÚLÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR4 E R L E N T Seðlabankar um allan heim hafa stóraukið kaup á sterlingspund- inu, sem olli því að styrking pundsins á fyrri hluta ársins var sú mesta gagnvart Bandaríkjadal í sex- tán ár. Styrking pundsins er rakin til árangurs yfirvalda í Bretlandi í baráttu gegn verð- bólgu og aukins hagvaxtar, sem er yfir meðaltali þeirra tólf ríkja sem nota evru. Raunvextir eru einnig hærri í Bretlandi en evrulöndum og hvetur það til frekari spurnar eftir pundum. Gjaldeyrisforði seðlabanka í pundum nam í lok mars 8.600 milljörðum króna, sem nemur fjórum prósentum af heildar- forða. Þetta er hæsta hlutfall pundsins síðan Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn hóf að taka saman þess- ar tölur fyrir átta árum. Hlutfall dals er 66,3 prósent, evru 24,8 prósent og pundið hefur stolið þriðja sætinu af jeninu. Í viðtali við Bloomberg segir Ingimundur Friðriksson aðstoð- arseðlabankastjóri að pundið sé um fimmtán prósent af gjald- eyrisforða Seðlabankans og hafi hlutfallið haldist óbreytt um hríð. Seðlabankinn á þrisvar sinnum meira af pundum en jenum. - eþa Seðlabankar kaupa pund Vöruskipti í Kína í júní voru hagstæð um 14,5 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæp- lega 1.100 milljarða íslenskra króna. Þetta er 113 milljarða króna aukning frá mánuðinum á undan. Útflutningurinn jókst um 23,3 prósentur frá sama tíma fyrir ári en innflutningur jókst um 18,9 prósent á milli ára. Niðurstaðan er langt umfram væntingar fjármálasérfræð- inga, sem telja blikur á lofti að gengi júansins, gjaldmiðils Kína, sé haldið lágu með hand- afli til að gefa jákvæðari niður- stöðu af vöruskiptajöfnuðinum. Hagfræðingur við kauphöll Kína segist búast við hagstæðum vöruskiptajöfnuði út árið. - jab ÚR KAUPHÖLLINNI Í KÍNA Fjármála- sérfræðingar telja að gengi gjaldmiðils Kínverja sé haldið lágu til að auka virði vöruskipta í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Vöruskiptin jákvæð í Kína Matvöruverslunin Easy24 opn- aði verslun í danska bænum Gentofte í vor sem opin er allan sólarhringinn. Þetta þykir mikil nýlunda í Danaveldi enda hafa flestar verslanir lokað dyrum sínum klukkan 18. Verslanakeðjan er sögð íhuga að opna um 200 svipaðar versl- anir víðs vegar um Danmörku og munu aðrar keðjur vera í sömu hugleiðingum. Danska dagblaðið Jyllands- Posten hefur eftir Bruno Christensen, sérfræðingi í smá- söluverslun í Danmörku, að breytt fyrirkomulag á afgreiðslu- tíma verslana sé tilkomið vegna breytinga á vinnuhögum Dana. Til samanburðar má geta þess að verslanir 10-11 hér á landi hafa verið opnar til miðnættis um árabil og sumar hverjar allan sólarhringinn. En fleiri breytingar hafa orðið á verslun í Danmörku frá í vor því netverslun með matvöru var opnuð á svipuðum tíma. Netverjar geta farið á vef verslunarinn- ar á hvaða tíma sólarhringsins sem er, pantað vörur og fengið þær sendar heim að dyrum fyrir klukkan sjö að morgni. Peter Bagge-Nielsen, einn eigenda netverslunarinnar, segir líkur á að margir nýti sér net- verslunina enda séu áttatíu pró- sent landsmanna nettengd. - jab FRÁ STRIKINU Í KAUPMANNAHÖFN Fyrsta matvöruverslunin sem opin er allan sólarhringinn var opnuð í Gentofte í vor og er búist við opnun fjölda slíkra verslana á næstunni, meðal annars í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bylting í dönskum verslunarháttum Gengi hlutabréfa flestra fyrir- tækja í Indlandi lækkaði nokk- uð í síðustu viku í kjölfar þess að stjórnvöld ákváðu að fresta einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Sensex-hlutabréfavísitalan lækk- aði um 2,4 prósent á föstudag og er vart á bætandi því vísital- an hefur lækkað talsvert undan- farnar vikur. Ríkisstjórnin hafði í hyggju að selja fyrst í stað bréf í tveimur ríkisfyrirtækjum fyrir jafnvirði rúmra 37 milljarða íslenskra króna. Um var að ræða hluti í raforkufyrirtækinu Neyveli Lignite og álfyrirtækinu National Aluminium Company Limited (NALCO). Ekki náðist samstaða um söluna í ríkisstjórn landsins og var því ákveðið að slá einka- væðingunni á frest. - jab Gengið lækkaði í Indlandi INDVERSKUR VERÐBRÉFASALI Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fresta einkavæðingu ríkisfyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Ef sameining samevrópska hlutabréfamarkað- arins Euronext og kauphallarinnar í New York Bandaríkjunum (NYSE) verður að veruleika verður markaðurinn að lúta evrópskum reglum um fjár- málamarkaði. Þetta segir Charlie McCreevy, framkvæmda- stjóri innanmarkaðsmála Evrópusambandsins (ESB). Hann hefur sömuleiðis lýst yfir fullum vilja til að vinna með bandarískum yfirvöldum að því að leysa úr öllum ágreiningsmálum sem búist er við að muni koma upp við sameiningu markaðanna. Yfirtökutilboð NYSE upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 753 milljarða íslenskra króna, í Euronext er enn til skoðunar þrátt fyrir að lýst hafi verið yfir sameiningu markaðanna fyrir nokkru. Það er ástæða þess að stjórnendur Þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, sem átti hærra tilboð í evrópska markaðinn, hafa enn ekki gefið sameiningu sína við Euronext upp á bátinn. Stjórnendur Deutsche Börse eru einnig sagðir horfa til sameiningar við ítölsku kauphöllina en þeir hafa neitað slíkum áformum. John Thain, forstjóri NYSE, sagði í síðustu viku að hluthafar muni kjósa um sameininguna síðar á þessu ári og sé horft til þess að ljúka sameiningar- ferlinu í janúar á næsta ári. EURONEXT Með kaupum NYSE á Euronext verður til fyrsta kaup- höllin með starfsemi beggja vegna Atlantsála. MYND/AP Samruni kauphalla ESB segir sameinaðar kauphallir í Bandaríkjunum og í Bretlandi verða að lúta reglum sambandsins. Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði metafkomu á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður nam 744 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 56 milljarða íslenskra króna, sem er 62 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Afkoma Alcoa hefur aldrei verið meiri í 115 ára sögu fyrirtækisins. Þá námu tekjur Alcoa tæpum átta milljörðum dala á tímabilinu, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Mikil eftirspurn eftir áli og hátt álverð skýrir þessa góðu afkomu Alcoa en búist er við að eftirspurnin muni tvöfaldast á næstu fjórtán árum, að sögn Alains Belda, forstjóra Alcoa. Þá námu útgjöld fyrirtækis- ins 729 milljónum dala, jafnvirði tæpra 55 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. 64 prósent af útgjöldum álrisans fóru meðal annars til nýrra verk- efna á borð við byggingu álvers í Reyðarfirði, rafskautaverksmiðju í Mosjoen í Norður-Noregi og end- urbóta á súrálverksmiðju fyrir- tækisins í Ástralíu. Verksmiðjan í Noregi á að verða tilbúin á næsta ári en henni er ætlað að fram- leiða bæði fyrir álver Alcoa í Reyðarfirði og Mosjoen. Jafnframt segir í afkomufrétt Alcoa að á meðal útgjalda fyr- irtækisins sé tuttugu milljóna króna styrkur, sem veittur hafi verið til uppbyggingar þjóðgarð- anna í Jökulsárgljúfrum og í Skaftafelli. - jab Methagnaður hjá álrisanum Alcoa ÁLVER ALCOA Í REYÐARFIRÐI Alcoa skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi og býst við að eftirspurn eftir áli tvöfaldist á næstu fjórtán árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.