Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 12. JÚLÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G Kauphöll Íslands hleypti af stokkunum nýjum hlutabréfamarkaði, iSEC, í byrj- un júlí sem sækir fyrirmynd sína til Alternative Investment Market (AIM), hlutabréfamarkaðarins í Lundúnum. Markaðir þessir eru sniðnir að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja er oftast hafa í hyggju að vaxa með skráningu. Þótt byrjunin hafi verið brösugleg á iSEC eftir að bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect hætti við skráningu sama dag og markaðurinn hóf göngu sína er hvergi eins mikill vöxtur í kauphöllum og á mörk- uðum sem þessum. SKYGGIR Á STÓRA MARKAÐINN AIM er dótturmarkaður Kauphallarinnar í Lundúnum (LSE), stofnaður árið 1995, og hefur verið helsta tromp hennar í síharðn- andi baráttu kauphalla um hylli fyrir- tækja sem hyggja á skráningu. Á sama tíma og markaðsaðstæður á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafa verið erfiðar á undanförnum vikum, sem eru frekar til þess fallnar að bitna á ungum markaði sem AIM, er samt sem áður full ástæða fyrir stjórnendur AIM að vera bjartsýnir. Alls hafa 2.200 fyrirtæki verið skráð á AIM frá upphafi. Sum hafa stækkað og fært sig yfir á aðalmarkaðinn, önnur verið tekin yfir eða dáið drottni sínum. Miklu fleiri hlutafélög hafa þó kosið að færa sig af aðalmarkaðnum yfir á minni markað- inn, enda margt sem togar í. Munurinn á AIM og LSE er meðal annars sá að minni kröfur eru gerðar til rekstrarsögu og eignarhalds hjá útgefanda hlutabréfa sem sækir um skráningu á vaxtarmarkaðinn. Sveigjanleikinn felst meðal annars í því að engin skilyrði eru gerð til markaðsvirðis félags, fjölda hluthafa og hámarkseign- arhald. Allt stefnir í það að fyrir árslok verði litli markaðurinn farinn að skyggja á LSE. Í lok maí voru 1.528 félög skráð á AIM en 1.651 fyrirtæki á aðalmarkaðinn, líklegt þykir að í árslok verði þau orðin fleiri AIM en LSE. GENGISFELLD SKRÁNING Allir vegir lágu til Lundúna á fyrstu mán- uðum ársins en félög á AIM höfðu safnað 7,3 milljörðum punda sem er þrefalt meira á sama tíma í fyrra. Einkum hefur tekist vel að draga inn fyrirtæki í heitustu geir- unum, eins og olíufyrirtæki og hrávöru- framleiðendur sem hafa nýtt sér mikla hækkun á olíu- og hrávöruverði á síðustu tólf mánuðum. Hálfgert gullæði hefur ríkt í þessum geirum og hlutabréfaverð rokið upp úr öllu valdi. Sumir hafa þó áhyggjur af því að AIM verði eigin velgengni að bráð því með vax- andi ásókn fyrirtækja fari svörtu sauðun- um fjölgandi. Nokkur vandræðamál hafa komið upp, meðal annars hafa fyrirtæki orðið gjaldþrota stuttu eftir skráningu á AIM. Stjórnendur AIM verða að halda í orðsporið, sem hefur beðið hnekki, því hertar reglugerðir munu einfaldlega koma niður á þeim sveigjanleika sem er aðal markaðarins. Miklar nýskráningar erlendra félaga, sem eru þrisvar sinnum fleiri nú en þau voru fyrir ári síðan, virkar í huga margra að AIM sé ekkert annað en ódýr og skjót leið til að næla sér í skrán- ingu og komast í digra sjóði fjárfesting- arsjóða; eins konar gengisfelld skráning. Margir hafa gagnrýnt markaðinn fyrir að gera of litlar kröfur til forvinnu útgefenda og umsjónaraðila útboða og skráninga. Þegar félög fara á markað útnefnir LSE nafnlausan umsjónarmann sem ber að fylgjast með að útgefandi fari eftir settum reglugerðum en aukin umsvif gera þess- um aðilum erfiðara fyrir að fylgjast með að allir fylgi reglum. Hvað sem öðru líður er víst að AIM- markaðurinn hefur samkeppnisforskot á helstu keppinauta sína. Uppgangur AIM hefur einkum bitnað á Nasdaq, næststærstu kauphöll Bandaríkjanna, sem sogaði hátæknifyrirtækin til sín um aldamótin, en augljóst er á síðustu uppgangstímum á alþjóðlegum hluta- bréfamörkuðum tala fjárfestar, stjórn- endur fjárfestingasjóða og eigendur fyrirtækja bara um AIM. „Hvar sem við eigum fundi í Bandaríkjunum eða Kanada með mögulegum viðskiptavin- um, fjárfestum eða fjárfestingasjóðum er AIM það eina sem um er rætt,“ segir Mark Maybank, aðstoðarforstjóri verð- bréfafyrirtækisins Canaccord, í viðtali við Daily Telegraph. FORSKOT Á NASDAQ Kostnaður við skráningu er orðinn tölu- vert meiri á Nasdaq en AIM eftir lagasetn- ingu Sarbanes-Oxley árið 2003, sem átti að efla stjórnarhætti í skráðum fyrirtækjum meðal annars er lúta að bókhaldi og endur- skoðun í kjölfar hneysklismála í Enron og WorldCom. Löggjöfin hefur stóraukið kostnað við að skrá félög á bandaríska hlutabréfamarkaði, sem kemur verst niður á smærri fyrirtækjum er hyggja á skráningu. Jafnframt vinnur það með AIM að meðalfyrirtækið er 100 milljónir dala að verðmæti, eða 7,5 milljarðar króna, en meðalfyrirtækið á Nasdaq er tíu sinnum verðmætara. Þetta gefur AIM augljóst forskot, miklu fleiri fyrirtæki eiga þess kost að skrá sig án þess að hverfa hrein- lega sjónum vísitölusjóða og sérfræðinga eins og gerist títt með þau félög sem er undir ákveðinni stærð á Nasdaq. „Allt sem er undir hálfum milljarði dala að verð- mæti týnist á Nasdaq. Það á í erfiðleikum að ná athygli greiningaraðila og fjárfesta og verður munaðarleysingi,“ segir Tracey Pearce, yfirmaður hjá LSE. Þetta er talið vera ein helsta ástæða þess að Nasdaq, þriðja stærsta kauphöll heims, vill komast yfir Kauphöllina í Lundúnum og þar með yfir AIM. Stjórnendum Nasdaq svíður það sárt að sjá að tólf pró- sent af heildarmarkaðsverðmæti skráðra fyrirtækja á AIM eru bandarísk félög og fer þetta hlutfall vaxandi. Nasdaq hefur eignast fjórðungshlut í LSE og lagði fram yfirtökutilboð í mars sem hljóðaði upp á 950 pens á hlut. Því tilboði var hafnað og hélt gengi LSE áfram að hækka. Nasdaq getur lagt fram nýtt tilboð í fyrsta lagi í september, hálfu ári eftir fyrsta tilboð var lagt fram, en núverandi markaðsaðstæður gætu bjargað stjórnendum LSE frá því að verða undirsátar Nasdaq. Hlutabréf í Nasdaq hafa hrunið um 35 prósent frá því þau fóru í hæsta gildi á árinu í mars, sem dregur mjög úr getu kauphallarinnar að skuldsetja sig fyrir jafnstórri yfirtöku sem þessari. ATORKA ÁBERANDI Á AIM Aukin ásókn fjárfesta og fyrirtækja á AIM hefur leitt til þess að ávöxtun vísitölu allra AIM-félaga hefur verið hærri en ávöxtun flestra vísitalna á síðustu tólf mánuðum. Vísitala allra félaga á markaðnum hækk- aði um sautján prósent milli maímánaða 2005 og 2006. Hins vegar kemur AIM illa út þegar borin er saman ávöxtun frá árinu 1995, þegar markaðurinn var settur á fót. Vísitalan sýnir rúmlega tólf pró- senta hækkun, FTSE-100 hefur risið um 55 prósent, FTSE Small Cap, sem mælir verðbreytingar lítilla félaga á aðallistan- um, um 75 prósent og Russell 2000 um 130 prósent. Íslendingar hafa verið duglegir að fjár- festa í Bretlandi á undanförnum misser- um og kemur AIM-markaðurinn mikið við sögu. Eitt félag hefur þó sérstaklega beint sjónum sínum að félögum sem eru skráð á AIM og það er Atorka Group. Félagið hefur fjárfest í bresku iðnaðarfyrirtækj- unum Amiad Filtration, Interbulk, NWF Group og Romaq Holding og enn fremur Low&Bonar sem nú er farið úr bókum Atorku. Eitt færeyskt félag, Faroe Petroleum, er skrásett á AIM og nú velta því margir fyrir sér að Atlantic Petroleum, færeyska olíuleitarfélagið, sem er á ICEX, velji sömu leið en stjórnendur félagins hafa tilkynnt að félagið verði skráð í aðra kaup- höll auk þeirrar íslensku. ELÍSABET ÖNNUR BRETADROTTNING YFIRGEF- UR HÖFUÐSTÖÐVAR KAUPHALLARINNAR Í LUNDÚNUM Í JÚLÍ FYRIR TVEIMUR ÁRUM Með sama framhaldi verða í árslok fleiri félög skráð á AIM- hlutabréfamarkaðnum, sem er í eigu Kauphallarinnar í Lundúnum, en á móðurmarkaðnum. Sveigjanleiki fyrir útgefendur hlutabréfa og lítill kostnaður eru meginástæður mikilla vinsælda AIM. AFP/IMAGE FORUM Sogar til sín gullgrafara Breski vaxtarmarkaðurinn AIM hefur slegið í gegn meðal fjárfesta og fyrirtækjaeigenda og tekið við því hlutverki sem Nasdaq hafði í netbólunni. Sveigjanleiki markaðarins hefur heillað útgefendur og verið helsta tromp Kauphallarinnar í Lundúnum. Margir telja þó að of litlar kröfur séu gerðar til útgefenda á AIM og grafi það undan trausti markaðarins. Eggert Þór Aðalsteinsson kynnti sér hlutabréfamarkað gullgrafaranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.