Fréttablaðið - 12.07.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 12.07.2006, Síða 58
30 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Fjölmargar kenningar eru uppi um það hvað Marco Materazzi sagði við Zinedine Zidane á 110. mínútu í úrslitaleik heimsmeistara- mótsins. Varalesarinn Jessica Reed hjálpaði BBC Radio Five Live að ráða í orðin og fékk eftirfarandi út: „Þú ert sonur hryðjuverkahóru,“ sem er sama niðurstaða og margir aðrir fjölmiðlar halda fram. Sérfræðingar BBC`s Ten O`Clock News segja að fyrsta orð Materazzi hafi verið nei, áður en hann sagði Zidane að róa sig niður. Hann ásak- aði Zidane síðan um að vera lygara og óskaði fjölskyldu hans og honum sjálfum ljótum dauðdaga, en móðir Frakkans var flutt veik á sjúkrahús sama dag og leikurinn var. Á eftir þessu fylgdi „farðu til fjandans“. Sjálfur þvertekur Materazzi fyrir að hafa kallað Zidane hryðju- verkamann. „Það sem ég sagði var móðgun sem maður heyrir í tuga- tali og veltur bara út úr manni í hita leiksins. Ég kallaði Zidane ekki hryðjuverkamann og ég minntist svo sannarlega ekki á móður hans, í mínum huga er mæður heilarar. Ég er mjög fáfróður og ég veit ekki einu sinni hvað íslamskur hryðju- verkamaður er, eini hryðjuverka- maðurinn er þessi hérna,“ sagði Materazzi og benti á tíu mánaða gamla dóttur sína í viðtali við ítalska dagblaðið La Gazetta dello Sport. Blaðið Corriere della Sera segir að Materazzi hafi misst móður sína þegar hann var 14 ára gamall og hafi þar af leiðandi örugglega ekki móðgað móður Zidanes sem er sonur alsírskra innflytjenda. „Ég hélt í skyrtuna hans aðeins í nokkrar sekúndur. Hann sneri sér að mér, úthúðaði mér og horfði á mig með þvílíkum hroka. Hann sagði: „Ef þú vilt virkilega fá treyj- una mína skal ég láta þig fá hana eftir leikinn.“ Það er rétt að ég svar- aði honum svo með mikilli móðg- un,“ sagði Materazzi en nákvæm- lega hvað er ekki hægt að segja til um fyrr en Zidane greinir frá því sjálfur. - hþh Miklar vangaveltur eru um það hvað Marco Materazzi sagði við Zinedine Zidane: Kenningar úr ýmsum áttum SKALLAÐUR Zidane notaði hársnauðan kollinn ekki rétt í þessu tilviki. NORDICPHOTOS/AFP Arnar í 970. sæti Tenniskappinn Arnar Sigurðsson er kominn í sæti númer 970 á heimslist- anum í tennis. Arnar hefur hækkað um 447 sæti á listanum frá því fyrir réttum mánuði og hefur hann aldrei verið í jafn góðri stöðu og nú. > Báðar farnar heim Þær Viola Odebrecht og Tatiana Matheil- er hafa báðar yfirgefið herbúðir kvenna- liðs Vals og eru farnar heim á leið. Vals- liðið var því án útlendinga þegar það lék gegn Þór/KA í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi en það kom ekki að sök. Odebrecht er þýsk landsliðskona, 23 ára gömul, og lék hún fimm leiki með Valsliðinu á Íslandsmótinu og skoraði eitt mark. Samningur hennar við félagið er runninn út. Matheiler er hins vegar bandarískur leikmaður og lék hún fjóra leiki með Val í deildinni og skoraði eitt mark líkt og Viola. Hún meiddist í leik gegn Breiðabliki og ákvað Valur síðan að senda hana heim. KAPPAKSTUR Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya tilkynnti á sunnudag að hann hygðist hætta í Formúlu 1 keppninni í lok tíma- bilsins og fara að keppa í banda- rísku Nascar-keppnismótaröðinni. Í gær tilkynnti svo lið Montoya, McLaren-Mercedes, að ökuþórinn hefði verið leystur undan samn- ingi sínum við liðið. Tilraunaöku- maður liðsins, Pedro de la Rosa, mun taka hans stað og keppa við hlið Finnans Kimi Raikkönen út keppnistímabilið. - esá Montoya hættir í Formúlu 1: Rekinn frá McLarenLA ND SB AN KA DE IL DI N FÓTBOLTI Atli Guðnason var hetja FH-inga þegar liðið lék fyrri leik sinn í 1. umferð forkeppni Meist- aradeildar Evrópu gegn TVMK Tallinn ytra í gær. Íslandsmeistar- arnir komust reyndar í 2-0 með mörkum Tryggva Guðmundssonar og Sigurvins Ólafssonar en fengu svo tvö mörk á sig með skömmu millibili áður en varamaðurinn Atli tryggði sigurinn í uppbótartíma. „Það kom langur bolti sem Atli náði, hann lék svo á tvo áður en hann skoraði laglegt mark,“ sagði Heimir Guðjónsson, aðstoðarþjálf- ari FH, í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann var vitanlega ánægður með úrslitin. „Við erum auðvitað ánægðir með að skora þrjú mörk á útivelli en miðað við hvernig leikurinn þróaðist hefðum við getað náð hagstæðari úrslitum. En ég neita því ekki að Daði Lárus- son átti frábæran leik og kom okkur til bjargar nokkrum sinn- um,“ sagði Heimir. Síðari leikur liðanna verður á Kaplakrikavelli á miðvikudaginn kemur og segir Heimir að sínir menn þurfi að spila góðan varnar- leik. „Við þurfum að vera þéttir fyrir og tryggja okkur sæti í næstu umferð.“ Tryggvi skoraði fyrsta mark leiksins með skoti eftir fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar. Sigurvin bætti um betur í síðari hálfleik með skallamarki eftir laglega sókn FH. Aðeins mínútu síðar kom Kert Haavistu heimamönnum á blað áður en Viktors Dobrecovs jafnaði metin úr vítaspyrnu sem var dæmd á Tommy Nielsen fyrir að hand- leika knöttinn innan teigs. Aðstæður voru góðar, að sögn Heimis. „Það var frábært veður. Sem betur fer dró þó fyrir sólinaá köflum þannig að menn voru ekki alveg búnir á því í leikslok. Ferða- lagið hefur gengið mjög vel og er þetta ekkert í líkingu við ferðina okkar til Aserbaídsjans í fyrra.“ Sigurvegari í leikjum liðanna í 1. umferð forkeppninnar mætir pólsku meisturunum í Legia frá höfuðborginni Varsjá en mark- vörður þess liðs var í landsliðshópi Pólverja á HM í sumar. FH mætir næst Valsmönnum í Landsbanka- deild karla á sunnudaginn kemur. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is SIGURVIN SKORAR Sigurvin Ólafsson skoraði með skalla í síðari hálfleik. JOOSEP MARTINSON/ESTONIAN DAILY NEWSPAPER FYRSTA MARKIÐ Tryggvi Guðmundsson kom FH-ingum á bragðið í fyrri hálfleik eftir fyrir- gjöf Ólafs Páls Snorrasonar. JOOSEP MARTINSON/ESTONIAN DAILY NEWSPAPER Atli tryggði FH sigurinn FH-ingar náðu hagstæðum úrslitum í Tallinn í Eistlandi þar sem Íslandsmeistar- arnir unnu 3-2 sigur á TVMK Tallinn í 1. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu. Atli Guðnason tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma. Sævar Þór Gíslason var hetja Fylkis- manna er hann skoraði sigurmark leiks- ins gegn Víkingum á mánudagskvöldið aðeins 49 sekúndum eftir að hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. „Þó að ég hafi skorað nokkur á ferlinum þá minnist ég þess nú ekki að hafa verið svo fljótur að skora mark,“ sagði Sævar Þór við Fréttablaðið í gær. „Þetta var auðvitað skemmtilegt en aðalatriðið og mikilvægast er að við unnum leikinn. Þetta voru þrjú afar mikilvæg stig.“ Fylkismenn eru nú í öðru sæti deild- arinnar, tíu stigum á eftir FH-ingum sem hafa enn ekki tapað leik. „Við unnum þá síðast í Kaplakrika og eigum eftir að fara þangað aftur. Við vorum þar að auki mjög óheppnir þegar við lékum við þá fyrr í sumar á heimavelli,“ sagði Sævar Þór og vildi meina að Íslandsmótinu væri ekki lokið þrátt fyrir yfirburði FH-liðsins til þessa. „Mótið er ekki búið fyrr en eitt lið er endanlega búið að tryggja sér titilinn. Og ég hef fulla trú á að við getum saxað á forskot FH-inga.“ Sævar Þór er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á varamannabekknum en tekur það skýrt fram að hann virði ákvarðanir þjálfarans. „Við erum nokkrir sem eru að stíga upp úr krossbandaslit- um og ég hef fundið fyrir hnénu í sumar. Ég hef samt ekki látið það á mig fá en það gæti vel verið að Leifur sé einfaldlega að dreifa álaginu á milli manna,“ sagði Sævar. Næsti leikur Fylkis er á útivelli gegn Grindavík sem í síðasta heimaleik sínum gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á liði KR, 5-0. Grindavík hefur reyndar ekki tapað á heimavelli í sumar og er eina liðið ásamt FH sem getur enn státað af þeim árangri. „Það verður gríðar- lega erfiður leikur eins og allir aðrir leikir á þessu móti. Þetta eru eintómir úrslitaleikir,“ sagði Sævar Þór. SÆVAR ÞÓR GÍSLASON: SKORAÐI EFTIR 49 SEKÚNDUR GEGN VÍKINGUM Ætlum okkur að saxa á forskot FH FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Kínverjinn Liu Xiang bætti í gær 13 ára gamalt heimsmet hins velska Colins Jack- son í 110 grindahlaupi á frjálsí- þróttamóti í Lausanne í Sviss. Hann bætti metið um þrjá hundr- aðshluta úr sekúndu en hann hafði áður jafnað metið á Ólympíuleik- unum í Aþenu þegar hann vann til gullverðlauna í greininni. Heims- metið var orðið eitt það elsta í frjálsum íþróttum. - esá 110 metra grindahlaup: Xiang bætti heimsmetið LIU XIANG Ánægður með heimsmetið. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í gær. Breiðablik vann Keflavík 3-0 með mörkum Ernu Sigurðardóttur, Gretu Samúelsdóttur og Eddu Garðarsdóttur. Valur vann Þór/KA á Akureyrarvelli, 7-0. Rakel Loga- dóttir skoraði tvö, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárus- dóttir, Katrín Jónsdóttir og Mál- fríður Sigurðardóttir eitt hver og sjöunda markið var sjálfsmark. - esá Landsbankadeild kvenna: Eftir bókinni FÓTBOLTI Æfingaferð enska 2. deildarliðsins Millwall hér á landi lauk í gærkvöldi með æfingaleik gegn KR í Frostaskjóli. KR-ingar skoruðu fjögur mörk í fyrri hálf- leik en ekkert mark var skorað í þeim síðari. Þeir ensku halda því heim á leið án þess að hafa skorað mark en um helgina tapaði liðið fyrir Þrótti, 2-0. Grétar Hjartarson skoraði fyrsta markið á 12. mínútu með laglegu skoti utan teigs og Tryggvi Bjarnason bætti öðru við á 28. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu. Björgólfur Takefusa skoraði svo tvívegis fyrir hlé, það fyrra úr vítaspyrnu. - esá Æfingaleikur í Frostaskjóli: Öruggt hjá KR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.