Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 16

Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 16
16 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR Hámarksafköst - Hámarksframmistaða HP Compaq nx9420 fartölvan með 17” breiðtjaldsskjá og Intel Centrino Duo Mobile tækni tryggir þér framúrskarandi vinnslu og grafík - hvar og hvernær sem er. HP Compaq nx9420 fartölvan er með þriggja ára HP ábyrgð. Auk þess nýtur þú bestu mögulegu þjónustu með HP Total Care. Skoðaðu www.fartolvur.is, hringdu í síma 570 1000, eða skoðaðu úrvalið hjá næsta HP söluaðila. HP mælir með Windows XP Professional Sími 570 1000 • www.ok.iswww.fartolvur.is OK Personuleg FINAL.indd 1 09/08/06 14:24:39 NEW YORK, AP Joe Lieberman, öld- ungadeildarþingmaður demókrata í þrjú kjörtímabil, náði ekki kosn- ingu í forkjöri Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gær. Hann verð- ur því ekki þingframbjóðandi flokksins í Connecticut-ríki fyrir nóvemberkosningarnar, heldur þarf að bjóða fram í eigin nafni. Fyrir einungis þremur árum var Lieber- man varaforsetaefni flokksins. Stjórnmálaskýrendur útskýra þetta vinsældahrap með því að Lieberman hafi stutt innrás Banda- ríkjamanna í Írak, en andstæðing- ur hans, Ned Lamont, hamraði mjög á andstöðu sinni við stríðsrekstur í kosningabaráttunni. Einnig var kunningsskapur Liebermans við núverandi Bandaríkjaforseta not- aður á móti honum og frægt mynd- band, þekkt sem „Koss dauðans“, sýnt margsinnis í baráttunni. Í myndbandinu smellir George W. Bush kossi á kinn Liebermans. Ned Lamont er auðkýfingur með sáralitla reynslu af stjórn- málum. Hann rekur sjónvarpsstöð og fékk sér til fylgis yngri og frjálslyndari demókrata úr svo- kallaðri „netrótarhreyfingu“. Hann mun þakka velgengnina bar- áttu rekinni á netinu, en þar fór fram mikil nýliðun og kusu nær helmingi fleiri í forkosningunum nú en venjan hefur verið. - kóþ Þingmaður Demókrataflokksins fer í sjálfstætt framboð: Geldur fyrir stríðsstuðning JOE LIEBERMAN Eftir þrjú farsæl kjörtímabil fyrir Demókrataflokkinn þarf hann nú að bjóða fram einn síns liðs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á SÓLBEKK Í KÍNA Jafnvel í Kína fhafa menn þörf fyrir að leggjast á sólbekk og baða sig í útfjólubláu ljósi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Tveir ökumenn stungu lögregluna í Keflavík af í fyrri- nótt. Þeir mældust báðir á of mikl- um hraða en virtu hvorugur stöðv- unarmerki lögreglu. Fyrri ökumaðurinn ók dökk- grárri BMW skutbifreið og mæld- ist á 128 kílómetra hraða. Sá síðari ók rauðu vélhjóli og mældist á 148 kílómetra hraða. Báðir ökumennirnir hurfu sjón- um lögreglumanna þegar þeir óku inn í Hafnarfjörð. Á veginum þar sem þeir óku inn í bæinn er 70 kíló- metra hámarkshraði og að sögn lögreglu höfðu ökumennirnir þá frekar aukið hraðann en hitt frá því að ökuhraðinn var mældur. - sh Tveir ökumenn stungu af: Á tvöföldum hámarkshraða HEILBRIGÐISMÁL Fleiri geðfötluðum verður gert kleift að búa einir innan tíðar, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Breytingarnar koma í kjölfar úttektar sem gerð var á högum einstaklinga sem búa á geðdeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss (LSH). Í henni kom í ljós að 54 einstaklingar sem þar búa gætu búið annars staðar. Þá verður þjónusta aukin við þá sem nota búsetuúrræði geðfatl- aðra. Í úttekt á búsetuúrræðum geð- fatlaðra sem gerð var í fyrra kom í ljós að 54 einstaklingar sem búa á geðdeild LSH gætu notfært sér önnur búsetuúrræði. Þá eru nokkr- ir tugir til viðbótar í göngudeild- arþjónustu á LSH en gætu verið í búsetu fyrir geðfatlaða. Samtals eru þetta 84 manns sem gætu nýtt sér búsetuúrræði fyrir geðfatlaða, að sögn Þórs Þórarinssonar, skrif- stofustjóra í félagsmálaráðuneyt- inu. Nú er nefnd að störfum við að kanna uppbyggingu í þágu geð- fatlaðra en hún mun skila af sér niðurstöðum í haust og verða fyrstu búsetuúrræðin tilbúin á þessu ári. Þór segir að andvirði Landsím- ans, um einn milljarður króna, sem ákveðið var að nota í þennan mála- flokk, verði notað í stofnkostnað búsetuúrræðanna. „Þá er talið að rekstarkostnaður verði 800 millj- ónir króna fyrir lok tímabilsins árið 2010 en stjórnvöld hafa ákveð- ið að tryggja rekstur búsetunnar næstu fimm árin.“ - hs Þjónusta við geðfatlaða aukin í kjölfar úttektar sem var gerð á högum þeirra: Fleiri geðfatlaðir fá að búa einir HÁTÚN 10 Búsetuúrræði geðfatlaðra munu færast í minni einingar. LÖGREGLUMÁL Þjófur spennti upp glugga og braust inn í hótelher- bergi á Hótel KEA á Akureyri á þriðjudagskvöld. Gestirnir, sem eru erlend hjón á ferðalagi, höfðu brugðið sér út úr herberginu þegar þjófurinn fór inn og hafði á brott með sér myndbandsupptöku- vél, ljósmyndavél og veski. Í veskinu voru meðal annars öll greiðslukort og skilríki hjónanna, sem kemur sér mjög illa fyrir þau. Þjófurinn er ófundinn og lög- reglan á Akureyri segist ekki hafa neinn grunaðan um verknaðinn. - sh Hótelræningi á Akureyri: Myndavélum og veski stolið AFÞREYING Á miðvikudagskvöldum í ágúst verður boðið upp á sögu- siglingar frá Torfunefsbryggju á Akureyri. Siglt verður með Húna II í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri en alls sigldu um 300 farþegar með bátnum um verslunarmannahelgina. Hörður Geirsson, safnvörður Minjasafnsins á Akureyri, verður leiðsögumaður um borð og þar verður rifjuð upp saga bæjar- félagsins. Veiðistangir eru um borð og hægt að renna fyrir fisk. Siglingin er ókeypis. - hs Sögusigling á Akureyri: Stangveiði á Húna II

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.