Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 16
16 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR Hámarksafköst - Hámarksframmistaða HP Compaq nx9420 fartölvan með 17” breiðtjaldsskjá og Intel Centrino Duo Mobile tækni tryggir þér framúrskarandi vinnslu og grafík - hvar og hvernær sem er. HP Compaq nx9420 fartölvan er með þriggja ára HP ábyrgð. Auk þess nýtur þú bestu mögulegu þjónustu með HP Total Care. Skoðaðu www.fartolvur.is, hringdu í síma 570 1000, eða skoðaðu úrvalið hjá næsta HP söluaðila. HP mælir með Windows XP Professional Sími 570 1000 • www.ok.iswww.fartolvur.is OK Personuleg FINAL.indd 1 09/08/06 14:24:39 NEW YORK, AP Joe Lieberman, öld- ungadeildarþingmaður demókrata í þrjú kjörtímabil, náði ekki kosn- ingu í forkjöri Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gær. Hann verð- ur því ekki þingframbjóðandi flokksins í Connecticut-ríki fyrir nóvemberkosningarnar, heldur þarf að bjóða fram í eigin nafni. Fyrir einungis þremur árum var Lieber- man varaforsetaefni flokksins. Stjórnmálaskýrendur útskýra þetta vinsældahrap með því að Lieberman hafi stutt innrás Banda- ríkjamanna í Írak, en andstæðing- ur hans, Ned Lamont, hamraði mjög á andstöðu sinni við stríðsrekstur í kosningabaráttunni. Einnig var kunningsskapur Liebermans við núverandi Bandaríkjaforseta not- aður á móti honum og frægt mynd- band, þekkt sem „Koss dauðans“, sýnt margsinnis í baráttunni. Í myndbandinu smellir George W. Bush kossi á kinn Liebermans. Ned Lamont er auðkýfingur með sáralitla reynslu af stjórn- málum. Hann rekur sjónvarpsstöð og fékk sér til fylgis yngri og frjálslyndari demókrata úr svo- kallaðri „netrótarhreyfingu“. Hann mun þakka velgengnina bar- áttu rekinni á netinu, en þar fór fram mikil nýliðun og kusu nær helmingi fleiri í forkosningunum nú en venjan hefur verið. - kóþ Þingmaður Demókrataflokksins fer í sjálfstætt framboð: Geldur fyrir stríðsstuðning JOE LIEBERMAN Eftir þrjú farsæl kjörtímabil fyrir Demókrataflokkinn þarf hann nú að bjóða fram einn síns liðs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á SÓLBEKK Í KÍNA Jafnvel í Kína fhafa menn þörf fyrir að leggjast á sólbekk og baða sig í útfjólubláu ljósi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Tveir ökumenn stungu lögregluna í Keflavík af í fyrri- nótt. Þeir mældust báðir á of mikl- um hraða en virtu hvorugur stöðv- unarmerki lögreglu. Fyrri ökumaðurinn ók dökk- grárri BMW skutbifreið og mæld- ist á 128 kílómetra hraða. Sá síðari ók rauðu vélhjóli og mældist á 148 kílómetra hraða. Báðir ökumennirnir hurfu sjón- um lögreglumanna þegar þeir óku inn í Hafnarfjörð. Á veginum þar sem þeir óku inn í bæinn er 70 kíló- metra hámarkshraði og að sögn lögreglu höfðu ökumennirnir þá frekar aukið hraðann en hitt frá því að ökuhraðinn var mældur. - sh Tveir ökumenn stungu af: Á tvöföldum hámarkshraða HEILBRIGÐISMÁL Fleiri geðfötluðum verður gert kleift að búa einir innan tíðar, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Breytingarnar koma í kjölfar úttektar sem gerð var á högum einstaklinga sem búa á geðdeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss (LSH). Í henni kom í ljós að 54 einstaklingar sem þar búa gætu búið annars staðar. Þá verður þjónusta aukin við þá sem nota búsetuúrræði geðfatl- aðra. Í úttekt á búsetuúrræðum geð- fatlaðra sem gerð var í fyrra kom í ljós að 54 einstaklingar sem búa á geðdeild LSH gætu notfært sér önnur búsetuúrræði. Þá eru nokkr- ir tugir til viðbótar í göngudeild- arþjónustu á LSH en gætu verið í búsetu fyrir geðfatlaða. Samtals eru þetta 84 manns sem gætu nýtt sér búsetuúrræði fyrir geðfatlaða, að sögn Þórs Þórarinssonar, skrif- stofustjóra í félagsmálaráðuneyt- inu. Nú er nefnd að störfum við að kanna uppbyggingu í þágu geð- fatlaðra en hún mun skila af sér niðurstöðum í haust og verða fyrstu búsetuúrræðin tilbúin á þessu ári. Þór segir að andvirði Landsím- ans, um einn milljarður króna, sem ákveðið var að nota í þennan mála- flokk, verði notað í stofnkostnað búsetuúrræðanna. „Þá er talið að rekstarkostnaður verði 800 millj- ónir króna fyrir lok tímabilsins árið 2010 en stjórnvöld hafa ákveð- ið að tryggja rekstur búsetunnar næstu fimm árin.“ - hs Þjónusta við geðfatlaða aukin í kjölfar úttektar sem var gerð á högum þeirra: Fleiri geðfatlaðir fá að búa einir HÁTÚN 10 Búsetuúrræði geðfatlaðra munu færast í minni einingar. LÖGREGLUMÁL Þjófur spennti upp glugga og braust inn í hótelher- bergi á Hótel KEA á Akureyri á þriðjudagskvöld. Gestirnir, sem eru erlend hjón á ferðalagi, höfðu brugðið sér út úr herberginu þegar þjófurinn fór inn og hafði á brott með sér myndbandsupptöku- vél, ljósmyndavél og veski. Í veskinu voru meðal annars öll greiðslukort og skilríki hjónanna, sem kemur sér mjög illa fyrir þau. Þjófurinn er ófundinn og lög- reglan á Akureyri segist ekki hafa neinn grunaðan um verknaðinn. - sh Hótelræningi á Akureyri: Myndavélum og veski stolið AFÞREYING Á miðvikudagskvöldum í ágúst verður boðið upp á sögu- siglingar frá Torfunefsbryggju á Akureyri. Siglt verður með Húna II í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri en alls sigldu um 300 farþegar með bátnum um verslunarmannahelgina. Hörður Geirsson, safnvörður Minjasafnsins á Akureyri, verður leiðsögumaður um borð og þar verður rifjuð upp saga bæjar- félagsins. Veiðistangir eru um borð og hægt að renna fyrir fisk. Siglingin er ókeypis. - hs Sögusigling á Akureyri: Stangveiði á Húna II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.