Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 10
IU Sunnudagur 29. janúar 1978. Úr réttum I Vatnsdal, einni hinna blómlegu sveita i Húnaþingi. HALLDÓR E. SIGURÐSSON, LANDBÚNAÐAR] Landbúnaðuri: og horfur fran Miklar umræður hafa orðið um landbúnaðarmál á sl. ári, annars vegar af þeim er sifellt sækja að landbúnaði og framleiðslu hans og tala svo, að ætla mætti að þeir vilji leggja hann að velli, þó furðulegt sé, að fyrirfinnast skuli þegnar meðal þjóðar, sem ekki skilja að framtið þjóða byggist á þvi að nýta gögn og gæði þess lands sem þær byggja. Hins vegar hafa bændur rætt þann vanda, sem að þeim steðjar og það sem til úrbóta mætti verða. Ég mun i þessari grein raÆa um nokkra þætti land- búnaðarins sl. ár, þá er megin- máli skiptu og einnig horfur á sviði landbúnaðarmála og hvern- ig mér sýnist að taka skuli á erfiðum vandamálum land- búnaðarins. Bústofn og framleiðsla t ársbyrjun voru horfur á, að búvöruframleiðslan i landinu tæki ekki öðrum breytingum en þeim, sem leiðir af árferði og við- skiptakjörum landbúnaðarins, þar sem bústofn var mjög ámóta i árslok 1976 og var i árslok 1975. Samkvæmt fóðurbirgðaskýrsl- um haföi nautgripum alls fækkað um 1.6%, mjólkurkýr voru hins vegar 0,1% fleiri, svo að á kjöt- framleiöslustofninn var gengið. Sauðfé hafði fjölgað um 10.500 fjár eða 1,2%. Heybirgðir voru meiri i byrjun s.l. árs, en misjafn- ar að gæðum. Sl. sumar var landbúnaðinum gjöfult um allt land að heita má. Hefur það þegar komið fram i meiri framleiðslu og bættri rekstrarafkomu hjá bændum á sl. ári, jafnframt þvi aö þess mun gæta fram á yfirstandandi ár vegna bættrar fóðrunar á sauöfé og nautgripum. Bráðabirgðaá- ætianir um framleiöslu á sl. ári benda til 4.0% meiri framleiöslu i landbúnaði sl. ár, en árið á undan, og jafnframt að framleiðslan hafi orðiö ámóta og árið á undan, og jafnframt að framleiðslan hafi oröið ámóta og árið 1974, sem er eitt hagkvæmsta ár, sem komið hefur i landbúnaði um áratuga skeið. Nýmjólkurframleiöslan jókst um 6,2% á árinu og afurðir sauðf jár jukust einnig vegna betri nýtingar á ull en áður. Afurðir af svinum, alifuglum og garð- og gróöurhúsarækt voru meiri en áö- ur, en framleiðsla á eggjum og alifuglum fór minnkandi þegar leið á áriö vegna markaðsörðug- leika. Siðastliðið ár bjó landbúnaður- inn viö mjög hagstætt verð á inn- fluttu kjarnfóðri. Framboð var mikiðá á heimsmarkaði, en jafn- framt tók Efnahagsbandalagið upp mjög miklar niöurgreiðslur i kjarnfóðri sem út var flutt. bað orkar hinsvegar tvimælis fyrir innlenda fóðurframleiðslu hjá bændum og i graskögglaverk- smiðjunum aö leyfa erlendum að- ilum hömlulausa samkeppnisaö- stöðu gagnvart innlendri fóöur- framleiðslu. Söluskattur og tollur greiðast af vissum kostnaðarlið- um við innlenda fóðurfram- leiðslu, en kjarnfóðrið er flutt inn i landið án nokkurra álaga af op- inberri hálfu. Þótt hagkvæmt virðistfyrir búvöruframleiðslu að eiga kost á svona ódýru fóðri, þá má ekki gleyma þvi að bændur fá verulegan hluta af launum sinum við að afla fóðursins, en eru með þessu að gefa erlendum bændum aukna hlutdeild i þeim. Markaðs- og verðlagsmál- in Þróun markaðsmála var hin dökka hlið á málum landbúnaðar ins á sl ári. Svo sem áður er nefnt jókst framleiðslan, en á sama tima dróst sala saman á innan- lands markaöi og viðskiptakjörin versnuöu á erlendum mörkuðum. Talið er að mjólkursalan hafi minnkað um 4% á árinu, smjör- salan hafi minnkað um rúmlega 300 tonn, eða um 20%, og kinda- kjötssalan um 1%. Sala á ostum óx hins vegar um 4,1%. Skýrslur um sölu á öðrum búvörum eru . ekki fyrirliggjandi. Það bætti úr markaðsmálunum að niðurgreiðslur voru auknar um 1.5 milljarö króna miöað við árs- sölu á miðju ári 1977. Sú ráðstöfun og aukin kaupgeta leiddi til auk- innar sölu landbúnaðarvara siö- ari hluta ársins 1977. — Hins veg- ar gætti áhrifa i neyzluvenjum i breytingum i sambandi við sölu mjólkur á sl. ári. Viöbrögð bænda og fulltrúa þeirra i sexmanna- nefnd voru eðlileg gagnvart þess- um breytingum á innkaupum neytenda viö siðustu verðákvörð- un. Nauðsyn ber til aö vera hér vel á verði og haga framleiðslu, verðákvöröunum og ööru er varðar sölu landbúnaðarvara i samræmi við þaö, sem er bændum hagkvæmast og eftirspurnin beinist að hverju sinni. Ljóst var á miðju ári, að það t misvægi sem var á þróun fram- leiöslu og sölu á landbúnaðaraf- urðum myndi leiða til óviöráöan- legrar birgðasöfnunar er á liði, og gripa þyrfti til sérstakra ráðstaf- ana. Bændur samþykktu þess vegna að taka veröjöfnunargjald af kindakjötsframleiðslunni frá haustinu 1976 til að standa undir þeim halla sem virtist blasa við og jafnframt aö leita eftir þvi við rikisstjórnina að fá breytt til hækkunar fyrirliggjandi áætlun um heildarverömæti land- búnaöarafurða til að ákvarða verðábyrgð rikissjóðs vegna út- flutnings á landbúnaðarafuröum. Þessi áætlun, sem lögum sam- kvæmt er reiknuð út af Hagstofu Islands, á grundvelli sem lagður er af rikisstjórn þeirri sem á hverjum tima er við völd, hefur aö mestu leyti byggt á sömu regl- um siðan verðlagsárið 1967/68, enda hefur ekki verið leitaö eftir meiriháttar breytingum fyrr en á sl. sumri og þá á hlunnindaliö grundvallarins. Einnig var eftir þvi leitað af hálfu samtaka bænda að fá stuðning rikissjóðs við út- sölu á smjöri. Rikisstjórnin ákvað að halda þeim grundvelli, sem Hagstofa Islands hefur farið eftir við útreikning á veröábyrgö rikis- sjóðs vegna útflutnings á land- búnaðarvörum undanfarin tiu ár, enda þótt fram væri lögö i rikis- stjórn álitsgerð um lækkun á ein- um aðallið hlunnindamats, bænd- um i óhag. Hins vegar gerði Hag- stofan, i samráöi við land- búnaðarráðuneytið, yfirlit um greiðslur rikissjóðs á útflutnings- bótum sl. þrjú ár og verðábyrgð rikissjóös miðað við 10% hámark af heildarverðmætum landbiín- aðarafurða á þessum verðlagsár- um. Af þvi yfirliti kom fram mun- ur um rúmlega 521 millj. króna, sem greiðslur rikissjóðs voru lægri en hámark verðábyrgðar- innar gat orðið þessi ár. Með þeim fjármunum greiddi rikis- sjóður m.a. að fullu eftirstöðvar reikninga vegna útflutnings á sið- asta verölagsári, þó bændasam- tökin hefðu þá reiknað með að þurfa að taka á sig þann halla er viö blasti, með greiðslum á verð- jöfnunargjaldi. Þetta verð- jöfnunargjald átti að nerria 12 kr. á kg. eða alls um 170 millj. kr. sem á 400 ærgilda bú hefði numið tæplega 80 þúsund krónum. Bændur ættu vegna þessa að fá greitt fullt grundvallarverð fyrir afurðir sinar sl. verðlagsár. Þá hefur rikisstjórnin ákveðið“ að auka niöurgreiöslu á smjöri vegna þeirrar útsölu, sem nú er komin til framkvæmda. 1 reynd hækka gjöld rikissjóðs væntan- lega ekki neitt sem heitið getur vegna smjörsölunnar, þvi á móti kemur niðurfærsla á verðlagi i landinu og þar af leiðandi sparn- aður i launum, lifeyrisgreiðslum og sjúkratryggingum hjá þvi opinbera, sem notað er til smjör- niðurgreiðslunnar. Til viðbótar þvi, sem greint hefur verið frá hér að framan, er til bóta hefur verið gert fyrir bændur, skal þess getið, að fjár- málaráðuneytið setti fram þá skoðun, aö greiðslur rikissjóðs til lækkunar ullarverðs til að tryggja innlendan markað og starfsemi ullarverksmiöjanna og sauma- stofanna, og greitt hefur verið af fjárveitingu til niðurgreiðslna, skyldu eftir 1. sept. 1977 greiðast af útflutningsbótafé. Ef það hefði verið gert hefði það þýtt lækkun útilutningsbóta til ráðstöfunar á aðrar vörur á sl. ári um ca. 100 milljónir króna. Frá þessu var fallið. Hins vegar var samþykkt i rikisstjórn.að niðurgreiðslur á ull fyrir yfirirstandandi verðlagsár skyldu greiddar af niðurgreiðslu- fé, en ekki þeirri fjárhæð sem verja á til útflutningsbóta. Getur sú ákvöröun fært bændum 500-530 millj. kr. i auknar tekjur á yfir- standandi verölagsári. Og ekki mun veita af útflutningsbótafé til annarra greiðslna. A sl. ári var stofnuð á vegum ráðuneytisins markaðsnefnd til að vinna að öflun markaða erlendis. Til þess eru á fjárlögum þessa árs veittar 5 millj. króna og hafa bændasamtökin og búvöru- deild SIS heitið fjárframlagi þar á móti. Tekjur bænda Verð á landbúnaðarafurðum til bænda hefur hækkað ársfjórð- ungslega yfir árið, svo sem lög um verðlagningu á landbúnaðar- afuröum heimila. Fyrri hluta árs- ins voru verðlagsbreytingar hæg- ar og frá áramótum fram til 1. júni hafði afurðaverðið hækkaö um 5,2%. 1 september og desem- ber varð hins vegar mjög veruleg hækkun eða um 40,9%. 10,3% af þeirri hækkun vegna úrskurð- ar yfirnefndar um verðlags- grundvöll landbúnaðarafurða á sl. hausti, en rúm 30% vegna verðlagsbreytinga, og gætti þar mest áhrifa af kjarasamningum frá sl. sumri. Það hefur veriö lát- ið i veðri vaka, að rikisstjórnin tefði verðhækkanir fyrir bænd- um, sem skylt er að fá heimild rikisstjórnarinnar fyrir. 1 sann- leika sagt er það svo, að jafnvel erindi um verðhækkunarbeiðnir sem borizt hafa ráðuneytinu fá- einum klukkustundum áður en rikisstjórnarfundur skyldi hefj- ast, hafa fengið afgreiðslu sam- dægurs. 1 verðlagsgrundvelli þeim sem i gildi var i byrjun sl. árs, voru bóndanum og fjölskyldu hans áætlaðar kr. 2.336,066 i laun. Þessi fjárhæð var um áramótin siðustu fyrir sömu vinnu kr. 3.876.515 og hafði hækkað um 65,9%, sem er meiri hækkun en orðið hefur á al- mennu kaupgjaldi yfir árið. Segja má með réttu, að grundvallar- verð hafi yfirleitt náðst undanfar- in ár, og vaxtagreiðslur út á af- urðir bænda hafa verið greiddar i rikari mæli en fyrr. Það segir hins vegar ekki sög- una alla. Þvi aðeins ná bændur launum sinum, að aörir liöir verðlagsgrundvallarins séu raun- hæft ákvaröaðir af verölagsyfir- völdum landbúnaöarins, þ.e. sex- mannanefnd og yfirnefnd, þegar hún úrskurðar. Einnig þarf grundvöllur launanna, sem byggt er á, að vera réttur i upphafi. Ég efast ekki um, og hefi aldrei gert, að fulltrúar framleiðenda i sex- mannanefnd hafa lagt sig alla fram um að ná sem beztum árangri fyrir umbjóðendur sina, þótt á hafi skort að þeir hafi kom- iztþangað i verðlagningunni sem þeir stefndu að. Hafa þar mörg ljón verið á veginum. Þrátt fyrir það hafa þeir samið af þvi þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.