Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 12
12
Sunnudagur 29. janúar 1978.
bótum. Drátturinn 1976 stafaöi af
þvi, aö áætlunin um greiöslur út-
flutningsbóta var mun lægri
heldur en raunin varö á um
greiösluþörfina. Þetta geröi þaö
aö verkum, aö meö þvi aö áætla
vissa greiöslu á mánuöi, var
rikissjóður alltaf langt á eftir meö
greiðslur sinar til útflutningsbót-
anna. Að visu hjálpaöi þaö til við
greiðslustööu, að Seölabankinn
lét eiga sig aö innheimta þá
tryggingu, sem hann hafði i þeim
vörum sem út voru seldar, þang-
að til undir áramótin þegar úr
málinu hafði rætzt aö fullu.
Úr þessu máli rættist ekki áriö
1976 fyrr en siöustu dagana i des-
ember, og þá var greitt nærri 1/3
hluti af útflutningsbótunum, og
það segir sig sjálft, aö þetta hefur
haft veruleg greiðsluáhrif á þvi
ári. Þaö sama endurtók sig áriö
1977, þó ekki i eins rikum mæli og
árið áður, en þrátt fyrir þá breyt-
ingu sem gerð haföi verið á
greiðsluáætlun útflutningsbóta,
reyndist þörfin mun meiri heldur
en ætlað hafði verið á fjárlögum
fyrir áriö 1977, og þaö svo, aö 10%
— ákvæðin nægðu ekki til þess að
fullnægja útflutningsbótaþörf-
inni. Astæðan fyrir þessu var sú,
að tregða hafði verið á sölu hér
innanlands, sérstaklega hafði
mjólkursalan minnkað, en það
hefur hún gert á siðustu árum svo
sem kunnugt er. Og menn óttuö-
ust um tima, að varla myndi
verða hægt að koma út þeim vör-
um sem selja þurfti úr landi, og
það var reyndar ekki hægt meö
smjörið, svo sem kunnugt er.
Ég tel einnig, að þær miklu
framkvæmdir sem verið hafa á
sviði landbúnaöar siöustu árin
hafi haft sin áhrif til þess að
draga úr góðri afkomu bænda. Er
það hvort tveggja i senn, að þeir
hafa sjálfir staðiö i stórfram-
kvæmdum, eins og áöur hefur
verið frá skýrt i þessari grein, en
það hefur aukið vaxtakostnaö
þeirra. Og auðvitað hafa þeir ekki
fengiö lánað nema hluta þess fjár
sem til framkvæmdanna þurfti.
T.d. eru stofnlán úr stofnlána-
deild ca. 50—60% af bygginga-
kostnaöi. Mismuninn hafa þeir
orðiö að taka af eigin fé eða stofna
til lausaskulda. Auk þess er þaö
svo, að lánskjörin hafa versnaö,
þar sem ekki hefur veriö hægt að
fá hér innanlands fjármagn aö
láni til Stofnlánadeildarinar
nema verðtryggt. Að öðru leyti
hefur deildin veriö fjármögnuö
umfram eigin tekjur með erlendu
lánsfé, sem er gengistryggt.
Þetta hefur að sjálfsögðu komið
fram i búrekstri bænda, enda
hefur verið frá þvi skýrt að um
fjárhagskostnaö þeirra hafi verið
deilt i sambandi viö verðlags-
grundvöllinn, og ekki tekið full-
komlega tillit til þess, hver hann
er orðinn og hver kostnaðurinn er
af þvi fjármagni, sem þeir fá aö
láni og þar af leiðandi hafa áhrif-
in komið fram i afkomu þeirra.
Þessu til viöbótar er svo það, að
mjög mikið hefur verið unnið aö
uppbyggingu vinnslustöðva land
búnaðarins. Þær eru sem kunnugt
er sameign bænda i gegnum
félagslega eign þeirra, og þaö
leiðir af sjálfu sér, aö nýju slátur-
húsin sem byggð hafa verið á
þessum siðustu árum, krefjast
mikils fjár til afskrifta, og fjár-
magnskostnaðurinn sem i þeim
liggur hefur haft þau áhrif, aö
sláturkostnaðurinn hefur vaxið
verulega á þessum siðustu árum.
Sama verður þegar mjólkurbú
þau sem nú eru i byggingu koma
til starfrækslu, en nú er verið að
byggja þrjú stór mjólkurbú, þá
mun það hafa áhrif á kostnaðinn
við mjólkurvinnsluna.
Ég tel samt, að hér hafi verið
rétt aö staðið, og ég tel að búið sé
að vinna á þessu sviöi mikið
nauðsynjaverk, sem hefur verið
stutt fjarhagslega, þ.e. slátur-
húsabyggingarnar, með nokkru
fé úr framleiðnisjóði land-
búnaðarins. En hitt er jafn vist,
aö slikar fjárfestingar hafa áhrif
á greiðslu afurðanna fyrstu árin,
þegar afskriftirnar koma með
fullum þunga, en þetta á eftir að
jafna sig. Til dæmis er nú oröið
svo i Mjólkurbúi Flóamanna, sem
er liklega eitt bezt rekna fyrirtæki
landsins, að það framkvæmir ein-
göngu fryrir afskriftafé og getur
greitt bændum vexti af innlegginu
frá 20. mánaðarins eftir að inn er
lagt.
1 framhaldi af þessu vil ég geta
þess, að eitt af þvi sem land-
búnaðarráöuneytið er að láta
vinna að er athugun á afkomu ný-
liða i landbúnaði. Erindreki
Stéttarsambands bænda, Arni
Jónasson, hefur unnið mikiö starf
i þessa átt, en hefur hins vegar
ekki tekizt enn að ljúka þvi. Þeg-
ar hann verður búinn að safna
gögnum þar um, er ætlunin að
með honum veröi þeir menn, sem
unnu að þessum málum viö sið-
asta uppgjör á lausaskuldum
þeirra bænda, sem ekki gátu not-
ið þeirra kjara, sem reglur
lausaskuldalána á þeim tima
mörkuðu,það er núverandi ráðu-
neytisstjóri i landbúnaðarráðu-
neytinu, Sveinbjörn Dagfinnsson,
og Siguröur Lindal, bóndi á
Lækjarmóti. Þessir menn munu
svo fara yfir skýrslusöfnun Arna
og meta stöðu bænda með miklar
lausaskuldir og gera tillögur um
lausn á vanda þeirra.
Söluskattur
Þá vil ég vikja að söluskatts-
málum. Þau hafa áöur verið
rædd.enmestá þessu ári. Astæö-
an til þess að málið er meira til
umræðu nú, þ.e. söluskattur á
dilkakjöti og kjötvörum, heldur
en áður var, er m.a. vegna þess
hve hár söluskattur er orðinn. Ég
hef áður greint frá þvi, aö þegar
ég var fjármálaráðherra, hafði
ég hugsað mér að fella niður sölu-
skatt af kjöti og kjötvörum. En
satt bezt að segja þá gafst ég upp
við það af ótta við, að ég væri með
þvi móti að gera möguleg ennþá
meiri undanbrögð i skattamálum
en áður höföu verið. Það er
ómögulegt aö fordæma undan-
brögð i skattamálum og stuðla
jafnframt aö þeim. Slikt fer ekki
saman.
Söluskattsmálið hefur verið
leyst meö þvi að auka niður-
greiðslurnar eins og gert var á sl.
sumri. Um niðurgreiðslurnar er
það að segja, að kostir þeirra
liggja m.a. i þvi, að þá er hægt að
mismuna eöa stjórna, á hvern
hátt sjórnvöld og framleiðendur
vilja hafa áhrif á einstaka vöru-
tegundir. Þess vegna hafa niður-
greiðslurnar fyrst og fremst verið
á mjólk og mjólkurvörum og
dilkakjöti. Ef söluskattur væri
niöur felldur og niðurgreiðslur
einnig, færi svo að allar kjötvörur
stæðu jafnfætis á innlendum
markaöi. Ég er ekki viss um að
bændur kysu það. A.m.k. er það
svo, aö islenzk stjórnvöld, og ég
tel þaö hafa veriö i samráði viö
bændur, hafa tekið dilkakjötið
fram yfir aðrar kjötvörur til
niöurgreiðslu. Enda er það sú
tegund kjöts, sem almenningur i
landinu notar mest og er þvi hag-
kvæmast fyrir alla, aö dilkakjötið
njóti niðurgreiðslnanna umfram
aðrar kjöttegundir. Með niður-
greiöslunum má þvi mismuna
þeim vörutegundum, sem á inn-
lendum markaði eru og fram-
leiddar eru innanlands, bæöi eftir
þvi hvað framleiðslunni i landinu
hentar bezt og einnig hvað neyt-
endum kemur að beztum notum.
Ég hef ekki nema takmarkaða trú
á þvi, að hvort tveggja væri hægt
að framkvæma, að halda i niður-
greiðslur og fella niður söluskatt,
þvi tekjur rikissjóðs hafa ekki,
a.m.k. siðustu árin, leyft að svo
yrði gert, og hefur ekki verið sið-
an söluskattur var upp tekinn.
Mestu vandkvæöin sem af sölu-
skattinum leiðir eru fólgin i þvi,
að þegar verðlagsbreytingar
verða, eins og nú hefur átt sér
stað hjá okkur til hækkunar á 3ja
mánaða fresti, þá eykst sölu-
skatturinn sem álag vegna þess
að stofninn er meiri. 1 þessu
máli finnst mér vera leið til sem
skoða veröi. Hún er sú, aö I stað-
inn fyrir að rikissjóður nyti allra
þeirra auknu tekna sem leiðir af
verðhækkunum, þá yröi hluti af
auknum söluskatti notaöur til
aukinna niðurgreiðslna. Ég er
sannfærður um, að þessi leið er
farsælli, hún er áhættulaus i sam-
bandi við undanbrögð i söluskatti
og hún hefur á sér réttmæti vegna
þess aö meö þvi móti væri hægt að
draga úr hækkun verölagsins i
hvert sinn meö þvi að auka niöur-
greiðslur með þeim tekjum sem
verða til við hækkunina. Þetta er
eitt þeirra atriða sem ég vil láta
athuga i sambandi við efnahags-
aðgerðir nú.
Enda þótt vandamálin séu mik-
il, má ekki mikla þau fyrir sér.
Ég treysti bændastéttinni til að
taka á vandamálum sinum meö
festu, skilningi og áræði, én ekki
neinum skyndiákvörðunum.
Ég vil minna á það, að árið 1971
var hægt að selja fiskblokkina til
Bandarikjanna fyrir 21 sent, en
nú fyrir einn dollar og 21 sent. A
sama tima hefur landbúnaðurinn
orðið að búa við það, að markaðir
hans erlendis hafa versnað og
þess vegna finnst mér, þegar á
þetta er litið, að menn megi
gjarnan hugleiöa það, hvernig
hefur þó tekizt aö ráða fram úr
vandamálum landbúnaöarins á
margvislegan hátt, þegar sjávar-
útvegurinn og fiskvinnslan i land-
inu eiga i miklum erfiðleikum
þrátt fyrir þessa gifurlegu verö-
hækkun, sem oröið hefur á þess-
um fáu árum.
úrbætur
Þá kemur næst að þvi, hvernig
taka skuli á þeim vandamálum
sem við er að fást i landbúnaðin-
um. Fyrsta og veigamesta verk-
efnið er markaðsmálin, bæði
innanlands og utan. Ég tel, að
nokkuð hafi verið gert i þessum
málum, t.d. með auknum niður-
greiðslum á sl. sumri og einnig nú
i sambandi við smjöriö, og ullina i
haust. En fleira þarf að gera, og
það þarf að athuga þessi mál bet-
ur. Ég tel að jafnframt þessu
þurfi að fylgjast með innlenda
markaðinum, hvernig hann kann
að vera að breytast og hvernig
hægt er að snúast til varnar eða
sóknar i sambandi við breyting-
arnar. Ég tel t.d. að Osta- og
smjörsalan hafi með breyttum
umbúöum og breyttri vinnslu á
smjöri náð verulegum árangri.
Sama tel ég að átt hafi sér stað i
sambandi við ostagerð i landinu.
Þar hefur með breyttum vinnu-
brögðum og nýjum ostategundum
náðst verulegur árangur, enda
jókst ostasalan hjá okkur á sl. ári.
Ég tel aö minna hafi verið gert i
sambandi við þetta með dilkakjöt
og kjötframleiðsluna i landinu og
að þvi þurfi að vinna. Hafa þarf
augun opin fyrir, hvernig fólk er
fariö að meta fitu á dilkakjöti
öðruvisi en áður var. Leggja
verður mikla vinnu i markaðsöfl-
un erlendis, og mér er það full-
komlega ljóst, að það er ekki
auðunnið verk. En i þvi sam-
bandi minni ég á, að eitt sinn
bjuggum við við sauðaútflutning
og hann féll siðan niður. Næst
seldum við saltkjöt og þaö var
eini útflutningurinn á kjöti á
vegum landbúnaöarins. Sá mark-
aöur lokaðist einnig. Þá var far-
ið inn á sölu á frystu kjöti og
höfum við unnið þvi markaði, þó
að þeir séu ekki nógu hagstæðir.
Viö höfum flutt út verulegt magn
af kjöti á erlenda markaði og
fengum betra verö meðan verð-
lag hér innanlands var i meira
samræmi við verölag sem gerist
hjá öðrum þjóðum en á seinni ár
um hefur það oröið óhagstæöara
vegna þess að þær þjóðir sem
keypt hafa af okkur, t.d. Norö-
menn, hafa búiö viö verðbólgu og
greitt niöur eigið dilkakjöt og aðr-
ar kjötvörur, til þess að búa betur
aö framleiðslu sinni og þess höf-
um við goldið.
Þetta allt er rétt aö hata í huga
þegar viö litum á möguleika okk-
ar til markaðsaukningar, nýrra
markaöa og breyttra fram-
leiðsluhátta. Ég held að þörf sé á
að kynna hangikjötið okkar er-
lendis i von um nýja markaði,
einnig þarf að huga að frágangi
kindakjöts i neytendaumbúðir,
eins og gert hefur verið með fisk-
afurðir okkar meö miklum
árangri.
1 nefnd þeirri sem skipuð hefur
verið til að vinna að sölumálum,
eru menn sem eiga að kunna til
verka og þekkja til þessara mála,
og ég vona að árangur verði af
starfi hennar. Allt þetta eru stór
mál og við skulum gera okkur
ljóst, að viö verðum aö halda
áfram að flytja landbúnaðarvör-
ur úr landi. Ég tel lika jafnaug-
ljóst, að við verðum að halda
áfram að nota útflutningsbætur i
framtiðinni, þó að ég geti ekki
sagt i hve rikum mæli það verður.
Það er blekking að halda, að við
getum fellt þær niður. Enda
mundi það þýða, að hér yrði
skortur á landbúnaðarvörum á
vissum timabilum og kannski oft-
ast.
Ég er ekki talsmaður sérstakr-
ar samdráttarstefnu i landbún-
aði, þó aö ég vilji að öll mál séu
skoðuð út frá heilbrigðri skyn-
semi og hagkvæmni fyrir bænda-
stéttina og þjóðfélagið. Ég vil
jafnframtminna á i sambandi við
landbúnaöarvörur okkar, að þær
eru verulegur hráefnisgjafi fyrir
iðnaðinn I landinu, og það riöur á
að reyna að halda verðlaginu á
ullini og gærunum innan þess
ramma, að verksmiðjur okkar,
prjóna- og saumastofur i sam-
bandi við klæðaiðnaðinn, geti
haldið starfsemi sinni áfram, þvi
starfsemi þeirra er einn af
þýðingarmeiri þáttum byggöa-
stefnunnar og uppbyggingar i
landinu. Þetta ber að hafa i huga
við mat á gildi landbúnaðar.
Ég sé ástæðu til aö benda á
fregnir, sem nú hafa komið fram
um það, að við séum að flytja út
hálfunið hráefni og látum
erlendum þjóðum eftir að nota
vinnu okkar, sem hefur verið lögð
i módel-uppbyggingu og form á
prjónavörum, og leggjum þeim til
islenzku ullina til aö keppa við
okkur á niöursettu veröi og eyði-
leggja ef til vill þannig þennan
mikilvæga iðnað fyrir okkur. Hér
verðum við að hafa vakandi auga
á, og fer sem fyrr, að saman fara
hagsmunir bænda, framleiðenda
og neytenda sem vinnuþiggjenda
og neytenda i sambandi viö land-
búnaðarframleiöslu. Mættu menn
hugsa þaö mál meir og oftar en
gert hefur veriö. A ég þá við þeg-
ar fjallaö er um verðlagsmál
bændastéttarinnar og áróður
gegn bændastéttinni, sem ég
nefndi fyrr i grein minni.
Ég hef eftir áramótin setiö fund
með forráðamönnum landbún-
aðarins vegna verölagsmálanna
og hef ásamt ráðuneytisstjóran-
um rætt við þá hugmyndir um,
hvort ekki sé hægt að nýta fé, sem
varið er i útflutningsbætur og
niðurgreiðslur, betur en gert
hefur verið. T.d. með þvi aö nýta
hluta útflutningsbótanna til þess
aö auka neyzlu innanlands. 1 þvi
sambandi hefur verið beöiö um
athugun á niöurgreiöslu á frum-
stigi framleiðslunnar, niður-
greiðslu i heildsölu og annað er
gæti orðið til þess að hagnýta
þetta fé á sem hagkvæmastan
hátt. Ég held aö nauðsyn beri til
að allt það fjármagn, sem frá
rikinu fer til landbúnaðarins,
verði skoðað i samhengi, þannig
að metið sé gildi þess fyrir at-
vinnugreinina i heild, og svo geti
farið, að gera verði vissar
breytingar frá þvi sem áður var
um notkun þess, en það er ekki
óeölilegt, einkum ef það hefur
lengi verið i sama formi. Ég
treysti forráðamönnum bænda-
stéttarinnar til að taka þetta til
gaumgæfilegrar athugunar, og
landbúnaðarráðuneytið mun
vinna að þessu máli með þeim
eins og frekast er unnt.
Ef til vill kæmi til greina á ein-
hverju stigi i þessu máli sú leið að
greiða hluta þessa fjár beint til
bænda, en út i einstaka þætti þess
ætla ég ekki að fara, þvi að ósk
min er sú, að það verði athugað.
Skoðun mín er sú, eigi að
stjórna þróun landbúnaðarins, þá
eigi að gera það á frumstigi með
stofnlánum, og er það reyndar
staðfest i lögum um Stofnlána-
deild landbúnaðarins.
Fleiri atriði þarfnast athug-
unar, eins og það, að hve miklu
leyti rikið á að framleiða til að
keppa við bændur þegar markað-
ur þrengist og útflutningsbætur
duga ekki til þess að bændur nái
sinum venjulegu tekjum. Sama er
að segja um þá, sem hafa slika
framleiðslu sem tómstundagam-
an, eins og á sér stað um marga
menn i þettbýli sem hafa gaman
að þvi að eiga kindur en þurfa
ekki tekna sinna vegna að vera að
sinna slikum störfum. Þetta
finnst mér að eigi allt að athuga
og meta i rólegheitum, en upp-
hrópanir eigi hér sem annars
staðar ekki við.
Ég geri mér grein fyrir að
framundan geta verið erfiðleikar,
sérstaklega i sölumálum.
Ég mun ekki hafa þessa grein
mina öllu lengri. Þetta hefur að
mestu leyti verið yfirlit um land-
búnaöarmálin eins og þau horfa
viö frá sjónarmiöi landbúnaðar-
ráðuneytisins og skv. þeim gögn-
um, sem landbúnaöarráöuneytið
hefur fengið i hendur frá þeim að-
ilum, sem um þau hafa fjallaö og
þeim stofnunum sem athugað
hafa þjóðmálin frá sjónarhóli
efnahagsmálanna i heild. Ég veit
aö á þeim er hægt að byggja og
þess vegna eru þær notaðar á
þann veg sem ég hef gert i þessari
grein minni.
Ég vil svo enda þessa grein
mina meö þvi að vitna til upp-
hafsins og minna á, aö þjóö sem
ætlar að lifa farsællega i landi
sinu, veröur aö kunna að meta
land sitt og nýta gæði þess. Ég vil
lika segja, að við megum ekki
láta erfiðleikana vaxa okkur i
augum, þeir fylgja ætiö ein-
staklingum, atvinnugreinum og
þjóðum, að visu i mismunandi
rikum mæli, en hjá þeim verður
ekki komizt, enda er það spurning
um þroska manna, hvernig þeir
bregðast við þeim. Skáldið og
Klettafjallabóndinn Stefpah G.,
sem ekki lifði við tækni nútimans
i sinum búskap, hafði til brunns
að bera þá framsýni að segja
eftirfarandi við þjóðina sem
fæddi hann og fóstraði til full-
orðinsára, en gerði þó ekki meira
fyrir hann:
,,AB hugsa ekki i árum, en öldum
að alheimta ei daglaun að
kvöldum,
þvi svo lengist mannsævin mest.”
Ég veit að i kröfupólitik nútim-
ans eru orð Klettafjallaskáldsins
hjáróma. En þó er það svo að á
þessum siðustu árum, höfum við
lagt grunninn að mörgum góöum
framkvæmdum, sem standa
munu um áratugi og e.t.v. aldir. I
islenzkri bændastétt, þeirri stétt
sem haft hefur forystu á sviöi
félagsmála og margra annarra
mála frá upphafi vega, þarf að
vera og er fyrir hendi festa til aö
fást við eigin vandamál og þjóð-
félagsins i heild. Að lokum árna
ég islenzkri bændastétt gæfu og
gengis á nýbyrjuðu ári.
Halldór E. Sigurösson
Cr hinni nýju kjötiönaöarstöð SIS.