Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 29. janúar 1978.
23
Núhafa veriö lagöar fram til-
lögur um ný not af Hallæris-
planinu, svonefnda, en yfirvöld
hafa kynnt hugmyndir sinar, og
þaðer nýmæli, aö þarna er mér
vitnanlega f fyrsta skipti skipu-
lagt á fleiri en einni lóö i gamla
bænum, án þess að allt svæöið
sé á einni hendi.
Nokkrar mótbárur hafa kom-
iö fram. Myndlistarnemendur
hafa látið i sér heyra, ibúar
Grjótaþorps lika og einhverjir
fleiri.
Við erum oröin vön mót-
mælum, þegar rifa skal eldri
hús og reisa ný, enda þótt þaö
hafi verið iöja vori þúsund áraö
byggja upp nýjan bæi á grunni
hinsgamla—ogþóttuþeir oftast
meiri menn, er þaö gjöröu.
Að lifga við borgar-
hluta
Þeir sem feröast erlendis t.d.
um Frakkland hafa séö svipaö-
ar lausnir og lagöar hafa verið
fram um framtiö Hallæris-
plansins. Vil ég nefna borgir
eins og Nancy i Frakklandi, þar
sem menn sprengdu upp gamalt
og Ur sér gengið hverfi frá 18. og
19. öld, fullt af sagga og rottum.
Þar reistu þeir blandaöa miö-
stöð. íbUðir (a.m.k. 20 hæöa
hUs) bilageymslur, kvikmynda-
hús, verzlanir, kaffiteriur og
alls konar þjónustustofur.
Þarna hafa allar helztu stór-
verzlanir bækistöövar sinar, en
ekki mjög stórar bUðir, svo sem
venja er i öörum borgum.
Við gengum oft um þennan
nýja kjarna og þar var margt
fallegt og skemmtilegt aö sjá,
og bilaumferð er ekki leyfð i
sjálfu hverfinu.
Listaverk voru viða, enda eru
Frakkar visastir til þess.
Svipaðar lausnir sáum við oft
i smáþorpum og minni bæjum i
Suður-Frakklandi. Reist hafði
verið stórhýsi i miðbænum.
Hæfilega stórt til þess að rUma
nýjan kjarna en ekki of hátt eða
ábúðarfullt svo það eitraði ekki
frá sér til nálægra hverfa.
Eftirað hafa séð nokkur slik
fjölnotahUs, eöa lifkjarna i hj-
arta borga og bæja erlendis, er
ég sannfærður um að hugmynd-
in um Hallærisplanið er i eðli
sinu rétt. Varðveizla timbur-
hUsa (Hótel Vik) er hreinasta
smámál. Það má auðveldlega
flytja þau i Grjótaþorp, þar
sem Reykjavikurborg á nægar
lóðir, þar sem þau má setja nið-
ur, þvihUs frá þessum tima eru
yfirleitt með merkta grind,
(verksmiðjuhús), hafa verið
smiðuð inni og siðan rdst eftir
númerum.
Hitt ersvo annað mál að slikir
kjarnar standaauðvitað og falla
með skipulagi og húsagerðar-
listinni almennt, og teikn-
ingarnar verður að vanda. Helzt
verður að efna til alþjóðlegrar,
eða norrænnar samkeppni, þvi
samkeppnisreglur Arkitektafé-
lagsins hafa gert slikar sam-
keppnir hér á landi að innanfé-
lagsmóti Arkitektafélagsins,
sem ekki er vænlegt til þroska
eða nýmæla.
Meðan miðbærinn var
enn á lifi
Þaðer stundum komizt svo að
orði, að það þurfi að endurvekja
lif i eldriborgarhlutunum, og þá
ekki hvað sizt i miðbænum sem
er að veslar upp og dey ja. Götu-
lif er þar nánast ekkert á kvöld-
in, nema hvað Hallærisplanið
er þétt setið af drukknum og ó-
drukknum unglingum, sem
engjast þar af lifsleiöa og kvöl-
um.
Hér þarf að endurvekja llfið,
segja hinir spöku, en við hvaö
er þá átt. Og nú skulum við
rekja dálitla sögu:
Hallærisplaniö heitirlika Hót-
el Islandsplan, en þar var eitt
merkasta hótel borgarinnar, en
það var upphaflega reist (hús-
in) skömmu eftir 1870, og það
brann til kaldra kola veturinn
1944.
Ég manóljósteftir þessu húsi.
Það varbýsnanútimalegti sniði
i þá daga. Verzlanir á götuhæð,
eins og algengt er á nýjum hót-
elum á vorum dögum, en-leigu-
tekjur af verzlunum létta undir
með hótelinu, draga úr hinum
mánaðarlegu sveiflum i leigu-
Tillaga að nýjum
bæjarkjarna á
Hallærisplaninu
Tillaga að nýjum miðhæ, nýju Hallærisplani
i ■ ;
1: fr, ; rr
v:: ; ' .s: j i /
ijyj
ifVL.
GAMLI
MIÐBÆRINN
VAR MOR-
ANDI AP LÍFI
A. Rosenberg, hótelstjóri og
veitingamaðu r-
tekjum hússins. Hótel ísland
var portbyggt og þar réði rikj-
um lengstaf A. Rosenberg, veit-
ingamaður, sem nýlega er lát-
inn I hárri elli.
En A. Rosenberg gerði fleira i
miðbænum en að reka Hótel
Island, hann rak kaffihús og
skemmtistaði, og ef menn telja
að miðbærinn hafi verið á lifi
um hans daga, þá er fróðlegt að
heyra hann segja frá, ení viðtali
sem H. Thorlacius ritaði eftir
honum árið 1952, hafði hann
þetta að segja um störf sín. Við-
taliðer birti GesturinnTimariti
um veitingamál:
A. Rosenberg segir frá.
I fyrstu rekur A. Rosenberg
lifsferil sinn nokkuð en hann var
fæddur áriö 1893 i Thisted i Dan-
mörku (skammt frá Alaborg)
og hann fór strax á barnsaldri
til sjós sem hjálparkokkur.
Rosenberg kom fyrst til Islands
árið 1909, þá aðstoðarmað-
sveinn á ,,Láru”. Siðan varð
hann matsveinn á björgunar-
skipinu Geir, og siðan bryti þar
frá 1916.
Arið 1918 ákveður A. Rosen-
berg að fara i land og setjast að
á tslandi, þar sem hann hugsaöi
sér að leggja stund á veitinga-
rekstur og hótelstjórn.
Og i áðurnefndu viðtali segir á
þessa leið: (stytt)
„Þegar við komum til Kaup-
mannahafnar, haustiö 1916,
hætti bryti sá, er veriö hafði á
„Geir” en égátti aö réttu lagi aö
gegna herþjónustu.
En þú hefir vitanlega fremur
kosið að vera áfram á björgun-
arskipinu.
Ja, þar fékk ég litlu ráðið
sjálfur, en þar sem björgunar-
skipin tilheyrðu flotanum, þá
fengu þeir, skipstjórinn á
„Geir” og framkvæmdastjóri
félagsins Em. Z. Svitzers, eig-
andi „Geirs” þvi til vegar kom-
ið að ég fékk undanþágu frá
Hótel island sem stóð á Hallærisplaninu. Það brann árið 1944.
Veitingasalir Rosenbergs I Nýja Bió kjallaranum
herþjónustu, og þótti þaö merki-
legt.
Þú hefir vitanlega átt annrikt
á björgunarskipinu sem mat-
sveinn og siðar bryti.
Já, þar var sannarlega nógað
gera, þvi auk þess aö sjá skips-
höfninni fyrir mat sinum reglu-
lega, þá þurftum viö alltaf að
vera viðbúnir þvf að veita svo og
svo mörgum mönnum beina og
aðhlynningu, þegar við vorum
við bjarganir.
Haföirðu nokkuð hugsað þér
að ilengjast á sjónum?
Ég var nú auðvitað alltaf að
hugsaum að koma méráfram.
Og haföirðu þá hugsað þér að
taka að þér hótelstjórn?
Mér haföi boðizt Hótel Skjald-
breið á leigu en fékk mig ekki
lausan af skipinu, þvi að
munstraö var til tveggja ára i
senn og samningur minn ekki
útrunninn, enda aðeins af-
munstrað i heimahöfn i Dan-
mörku.
En þú hefir vitanlega ekki
viljað gefast upp?
Nei, ég var ákveðinn hvaö ég
vildi, og svo kom tækifæriö.
Jensen-Bjerg bauð mér litla sal-
inn á Hótel Island til leigu.
Og hvenær hófstu svo hótel-
rekstur?
Ég hætti um borð I „Geir” á
afmælisdaginn minn 1918 og hóf
veitingastarfsemi i litla salnum,
sem Jensen-Bjerg hafði boðið
mér.
Þetta hefir þá allt gengið að
óskum.
Já, nema hvaö smátafir
komu, því þegar salurinn var
tilbúinn svo hægt væri að opna
kom samgöngubann vegna
spænsku veikinnar, en slikt
bann var sett þrisvar á þann
vetur.
Varstu lengi i þeim salar-
kynnum?
Þangaö til i maf 1920, en þá
flutti ég i kjallarann i Nýja Bió
og var þar til 1924 og nærri
samtimis hafði ég gömlu Val-
höll á Þingvöllum á leigu eða frá
1921-24.
Minnistu nokkurra sérstakra
gesta frá þeim timum?
Ég man sérstaklega eftir ein-
um manni sem Islendingar
kannast vel við, en það var van
Rossum kadináli. Einnig minn-
ist ég með ánægju leikflokks
sem lék i kvikmynd gerðri eftir
skáldsögunni „The Prodigal
Son” eftir Hall C Caine. Leik-
flokkur þessi dvaldi hér lengi.
Aðalleikararnir voru brezkir.
Auk þessa minnist ég m.a. As-
geirs Sigurðssonar, ræðismanns
ogfjölskyldu hans,sem á sumr-
um dvöldu að Fögru-Brekku en
borðuðu hjá okkur.
Viltu svo segja nokkuð sér-
stakt um gesti þína?
Aðeins það, aö allir minir
gestir voru góðir gestir, — veit-
ingamenn eiga ekki að gera sér
mannamun, bætir Rósenberg
við meö áherzlu.
Tiðkuðust nokkur skemmti-
atriði á veitingahúsum, þegar
þú hafðir biókjallarann?
Jú, Guðmundur heitinn Thor-
steinsson, Muggur, skemmti
þar með gamanvisnasöng og
smá-leikþáttum.
Þar hefirðu haft góðan
skemmtikraft þvi að Muggur
var mikill og snjall listamaður.
Já, það var alltaf húsfyllir
þegar Muggur skemmti.
Hafðirðu nokkra aðra veit-
ingastarfsemi með höndum á
þessu ti'mabili?
Já, ég hafði i sambandi við
eldhúsið, smábúð, er ég nefndi
Reykjaviks Viktualiehandel.
Og hvað var helzt selt þar?
Ýmiskonar smáréttir og á-
legg.
Varstu svo lengi i biókjallar-
anum?
Ég var þar til ársins 1924, en
þá fluttist ég i svonefnt Nathan
& Olsens-hús, þar sem nú er
Reykjavikur apótek.
Var það ekki til mikilla bóta
fyrir reksturinn?
Vitanlega. Það voru mikil við-
brigði að koma úr gluggalaus-
um kjallaranum i góð og björt
húsakynni.
Var nokkuð sérstakt til
skemmtunar þar?
Þar var dansaö á kvöldin.
Þótti það ekki skemmtileg ný-
breytni?
Ég býst við þvi, annars var
fólk fremur óframfærið og feim-
ið til að byrja með.
Voru veitingastaðir jafn mik-
ið sóttir af ungu fóki þá og nú?
Nei.”
Unga fólkið hafði ekki
peninga
„Hver telur þú að haf i verið á-
stæðan?
Ungtfólk haföi ekki eins mikil
peningaráö i þá daga eins og nú
— og svo hleypti ég þvi ekki inn.
Þú flytur svo veitingastarf-
semi þi'na þaðan i Hótel Island?
Já, ég keypti Hótel Island 15.
mai 1928 af dánarbúi Jens-
en-Bjerg, en hélt þó áfram veit-
ingastarfseminni aö Café Ros-
enberg til 1929.
Hótel tsland hefir hlotið aö
vera allmiklu þægilegra til
veitingastarfsemi en Café Ros-
enberg.
Jú, þaö voru miklu stærri óg
þægilegri húsakynni.
Ég man eftir eftirmiðdags-
tónleikum þar, sem Carl Billich
stjórnaði.
Já, við byrjuöum fyrstir meö
eftirmiödagstónleika þar, eftir
föstu prógrammi. Einnig má
Framhald á bls. 35