Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 29. janúar 1978. „Hallærisplaniö”, einn af samkomustööum unglinganna. — Hvað eruð þið að gera hér? Eitthvað á þá leið voru spurningar og viðbrögð unglinga gagn- vart starfsmönnum svo- nefndrar útideildar, þegar þeir fóru að vinna meðal barna og ungl- inga á aldrinum 12-18 ára, þar sem þau safn- ast saman i hópa á göt- um úti og annars staðar á almannafæri. — Siðan komust á kreik sögur um að útideildarfólkið væri útsendarar lög- reglu, foreldra eða verzlanaeigenda. Fljót- lega töldu unglingarnir þó návist þessa fólks sjálfsagða og eðlilega — Reynsla okkar af þessu starfi er jákvæð. Við finnum það á þvi, hvernig unglingarnir taka okkur. Þeir hafa mikla þörf fyrir að um- gangast fullorðið fólk og vilja nota okkur sem verkfæri til að bæta að- stöðu sina. — Ungling- arnir sýna okkur trúnað og við bregðumst ekki trausti þeirra, þvi við gerum ekkert, sem þeir ekki samþykkja. Svo fórust þeim Skiila J. Björnssyni og Eiriki Ragnarssyni félagsraögjafa nýlegaoröi viötali viö Timann, en þeir eru báöir starfsmenn CtideUdar. Skúli er einn af ellefu körlum og konum, sem ganga vaktir fyrir Otideild aöfaranætur laugardaga og sunnudaga og stundum aörar nætur. Eirikur er annar tveggja ráðgjafa deildarinnar, en hinn er Siguröur Ragnarsson sálfræðing- ur. Fólkiö, sem starfar fyrir tJti- deild vinnur flest meö börnum og unglingum eða fyrir þau. Þaö varð þess vart að nokkur hópur barna og unglinga leitar ekki til þeirra stofnana, sem til þess eru ætlaðar að veita þeim aðstoö þeg- ar vandamál ber aö höndum. Sú hugmynd vaknaði þvl að breyta vinnutilhöguninni, færa' starfs- mennina burtaf skrifstofunum Ut á meðal barnanna og ungling- anna á þær slóðir þar sem þau halda sig i tómstundum. Sú mikla umræða um börn og unglinga i aldursflokknum 12-18 ára, sem hafði verið meðal al- mennings, varð einnig til að hieypa þessu af staö. Enn er mikiö talað um hátterni þessa aldursflokks og oft er afstaða manna til hans neikvæö. En þessi hópur er einmitt sá, sem erfiðast er að ná til eftir venjulegum leið- um. Úr varð að mánuðina mai-september 1976 hófst til- raunastarfsemi tJtideildar i Breiðholti, og að henni lokinni gáfu starfsmennirnir félagsmála- ráði og æskulýðsráði Reykjvikur- borgar skýrslu, en þessir aðilar reka deildina. Niðurstaðan var sú, að starfsemik þótti hafa tek- iztvel, fjárveiting fékkst, og Úti- deild tók á ný til starfa i mai 1977 og hefur verið starfrækt óslitiö siðan. Markmið Útideildar er starf fyrir börn og unglinga I þvi um- hverfi, þar sem þau dveljast hverju sinni, með það fyrir aug- um að skapa gagnkvæmt traust, sem hægt er að beita til að efla sjálfsvirðingu, sjálfstraust og fé- lagsþroska þeirra draga úr hættu á aðþau leiðist út I aðgerðarleysi, óreglu og afbrot og stuðla að þvi aö óskum þeirra og þörfum veröi betur fullnægt. Starfsemi útideildar er tvi- skipt, Breiðholtsdeild og Miðbæj- ardeild-' Annars vegar er starfs- vettvangurinn Breiðholt 1, 2 og 3, Arbær og Fossvogur, og hins veg- ar Miðbærinn og næstu hverfi. Hafið þér gert áætlun Bandalag ísl. listamanna: Stjórnvöld varðveiti Bern- Bernhöfts- torfuna um viðhald á húsinu yðar? Við aðstoðum Önnumst hverskonar viðgeröir Endurnýjum gler og gluggakarma Viðgerðir - Nýsmíði Kristján Ásgeirsson, húsasmíðameistari Sími 53121 FI — A fundi stjórnar Bandalags islenzkra listamanna 25. janúar 1978 var samþykkt ályktun þess efnis að stjórn Bandalags isl. listamanna hvetti stjórnvöld ein- dregið til þess að taka endanlega ákvörðun um varðveizlu Bern- höftstorfunnar svo loks linni leiðu þófi i mikilvægu menningarmáli. —29-555— Opið virka daga frá kl. 9 — 21 og um helgar frá 13—17 Höfum kaupanda landmikilli jörð innan 300 km fráReykja- vik Einnig myndi koma til greina kaup á hús- eign með einhverju landrými i næsta ná- grenni Reykjavikur. Æskilegt væri að útihús væru i nothæfu á- sigkomulagi, þó ekki skilyrði. EIGNANAUST Laugavegi 96 (viS Stjörnubíó) Síml 2 95 55 SÖLUM.: Hjörtur Gunnarsson, Lárus Helgason, Sigrún Kröyer. LÖGM.: Svanut Þór Vilhjálmsson hdl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.