Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 36
f ' ______—. . Jjjlj "
Wmmmw »18-300 HREVFILL fSöj' 2"'“ Pp
i Auglýsingadeild Tímans. A HÚftGiÖGilf
Sunnudagur 29. janúar 1978. Sfmi 8 55 22 TRÉSMIDJAN MEIDUR í: \\ SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
V
Allt máist
og eyðist
— jafnvel harður steinninn
Grjótið er eyöingu undirorpið eins
og annað, og það a ekki sizt við
uin íslenzkt grjót, sem mestan
part er grágrýti og þolir veðrun
mikiu verr en granitið i grann-
löndum okkar. Frost, regn og
vindar vinna sitt verk hægt og bit-
andi. Þó að árin séu stutt, eru
aidirnar langar. Og steinninn
tærist jafnt og þctt, enda þótt
hann sýnist hinn sami i ár og hann
var i fyrra.
Hér á landi er allmargt virðu-
legra húsa, sem reist voru úr
höggnu grjóti, steinlimdu, áður
en steinsteypan vann úrslitasigur
á þess konar vinnubrögðum. Sum
þessara húsa eru enn meðal fal-
legustu bygginga i landinu, enda
gerö að fyrirsögn hinna færustu
húsameistara á Norðurlöndum og
handbragð iðnaðarmannanna,
sem lagt hafa hönd að verki, ekki
neitt trys.
Engum getur dulizt, hversu
óskapleg vinna hefur, verið að
höggva allt þetta grjót til á þann
hátt, er bezt fór á, og fella það sfð-
an i veggina, svo að allt færi sem
bezt.
En nú er langt siðan menn tóku
eftir þvi, að augu voru farin að
myndast i steinana og flisar að
flagna úr þeim, allt eftir þvi
hverrar gerðar grjótið var, og nú
skagar steinlimið i samskeytun-
um, sem upphaflega var ná-
kvæmlega jafnt steinunum, viða
út úr veggjunum, en hefur kvarn-
azt annars staðar og dottið úr
glufunum.
Erlendis hefur mengun i
borgunum viða flýtt hörnun gam-
alla bygginga, svo að þær hafa
látið meira á sjá á fáum siðustu
áratugunum heldur en áður á
heilli öld. Þessu er ekki til að
dreifa hér, sizt af öllu, svo að
verulegu muni. En það veðurlag,
sem við búum við, er þá aftur
þeim mun drjúgvirkara, auk þess
sem islenzka grjótið, sem okkur
finnst samt svo hart viðkomu, er
ekki veðurþolið eins og áður var
sagt.
Einn góðviðrisdaginn brá ljós-
myndari Timans fyrir sig betri
fætinum og myndaði nokkrar
gerðir veggja úr höggnu grjóti
með glöggum merkjum eyðingar,
sem þeir hafa orðið fyrir á sem
næst einni öld.
Átti huldufólk-
ið myndavélina
í Dimmu-
borgum?
Þessi mynd á dálitið sérkennilega
sögu. Hún er af filmu úr mynda-
vél, sem fannst i Dimmuborgum i
Mývatnssveit um mánaöamótin
júni og júli i sumar. Ekki hefur
tekizt að finna eiganda að gripn-
um.
Stina, sem fann myndavélina,
vill samt endilega, að hún komist
til skila, og þess vegna hefur hún
beðið Timann að birta myndina
þá arna, þvi aö eigandinn hlýtur
að geta glöggvaö sig á henni, eða
að öðrum kosti sá, sem myndina
tók, ef hann er ekki sjálfur
eigandinn.
Sá, sem telur sig vera að endur-
heimta það, er týndi, getur hringt
I sima 91-12236 eða 52272 og fært
sönnur á eignarrétt sinn.
Nema þá komi upp úr kafinu, að
þetta sé myndavél huldufólks,
sem hefur ekki neinn sima.
Hegningarhúsið við Skólavöröustig:
er orðiö harla óslétt.
Harðir eitlar i grjótinu standast veðrunina betur, svo að yfirboröiö
Timamynd: Róbert.
Alþingishúsið: Hvelazt hefur og flisazt úr steinunum, og á stöku staðiðsmáaugu.
Gamla lögieglustöðin viö Pósthússtræti: Grjótið af svipaöri gerö og i þinghúsinu, en yfirboröið öllu
meira máð og sorfið.