Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 29. janúar 1978.
13
Hallgrímur Jónasson:
N áttúrudj ásn
í hættu
I dagblaðinu Timanum 20.
jan. sl. er grein ásamt mynd,
sem ber svolátandi yfirskrift:
„Höfum viö efni á að friöa Fjail-
foss?”
Svo virðist sem einhver
voldugstjórn rafvæðingar sé að
bera viur i fegursta foss Vestur-
lands. I greininni segir m.a., að
náttúruverndarsamtök á Vest-
fjörðum og Náttúruverndarráð
lýsi sig andvig virkjun Dynj-
andiár og er sú afstaða gleðileg
og þakkarverð. Þjórsárver
voru einu sinni i hættu fyrir
sömu aðilum: gott ef ekki Gull-
foss líka.
Fossinn Dynjandi i Arnarfirði
er sem náttúrugersemi það
sama fyrir Vesturland og Gull-
foss er Suðurlandi og Selja-
landsfoss og Skógafoss eru
Eyjafjallasveitunum. Vestur-
land á sitt fegursta og tignarleg-
asta djásn þar sem Dynjandi er.
Langt utan af Arnarfirði blasir
hann við. Á hann skyggir ekkert
gil né gljúfur. Og niður hans
heyrist lengra en frá nokkrum
öðrum fossi á íslandi. Neðar i
ánni eru 5 smærri fossar hver
með sinu nafni.
Eflaust gæti afl Dynjandi
framleitt raforku en með dreif-
ingu orkulina um landið sem eru
fyrirhugaðar virðist sem Vest-
firðinga ætti ekki að skorta raf-
orku. Dynjandi er gimsteinn i
náttúruriki iandsins sem óhæfa
er að eyðileggja.
En fyrst þessi smágrein Tim-
ans gaf tilefni til þessara orða
minna langar mig til að fræðast
um það hjá Vestfirðingum,
hvenær og hverjir breyttu um
nafn fossins og fóru að kalla
hann Fjallfoss. Þegar ég var
barn sá ég fyrst mynd af þessu
vatnsfalli. Þá hét það Dynjandi.
Við þetta nafn hans var áin
kennd, Dynjandiá, heiðin ofan
fjallsbrúnarinnar Dynjandi-
heiði, dalurinn norðan árinnar
Dynjandidalur og vogurinn inn i
ströndina Dynjandivogur. öll
þessi örnefni eru dreginaf heiti
fossins. Og ekki nóg með. Bær-
inn sunnan árinnar hét llka eftir
fossinum. Bærinn Dynjandi er
nú afmáður en heiti hans lifir
áfram. Ahrif fossins voru svo
máttug að þau leiddu af sér öll
þessi umhverfisheiti. Ekkert
vatnsfall landsins hefir reynzt
sterkara i áhrifum á heiti um-
hverfisins. Fyrirhvaðhefir hinn
gullfagri foss og máttugi verið
skírður upp og nefndur heiti
sem hann ekki bar, svo ég viti
til? Það langar mig til að sýna
nánar.
I islenzkum sóknalýsingum
frá árinu 1839 sem séra Sigurður
Jónsson á Hrafnseyri faðir Jóns
forseta ritaði fyrir Jónas Hall-
grfmsson og samnefndarmenn
hans i Kaupmannahöfn, stendur
þetta m.a. um margnefndan
stað og foss: „Þegar komið er
inn með þessu fjalli (sennilega
Urðarhlið) er komið inn i hinn
vestari botn fjarðarins aö þeim
bæ sem heitir Dynjandi hver
eð tekur nafn af stórum fjall-
fossi árinnar sem rennur hjá
bænum.”
Hér er fullyrt að bærinn Dynj-
andi taki nafn af heiti fossins,
þ.e. heiti eftir honum. Það þýðir
aðfossnafnið er eldra en bæjar-
nafnið. Orðið fjallfoss i lýsingu
klerksins er ekki sérheiti enda
ritað með litlum stafÞað merk-
ireinungis foss, sem fellur fram
af fjallsbrún, likt og nafn eins og
sjávarfossmerkirfosserfellur i
sjó hliðarfoss, sem fellur niður
hlið o.s.frv.
Nú er hugsanlegt að þessi
fagri foss, Dynjandi hafi verið
ski'rður upp, likt og er um ein-
staka bæi, þótt mér þyki það
ósennilegt svo fallegt sem upp-
runalegaheitið er og svo margir
staðir sem við þaö eru tengdir.
En sé svo langar mig til að biðja
fróða Vestfirðinga að fræða mig
um hvenær þessi nafnbreyting
tók gildi eða festist i máli. Mér
er sem sé sárt um Dynjandi-
nafnið, þaðfelstsvo mikið i þvi.
Eitt fegursta fossnafn á Islandi.
Megi svo Vestfirðingar — og
þjóðin öll — njóta ávallt
fegurðar og áhrifa þessa
næstum óv iðjaf na nlega
náttúrufýrirbæris, sem Dynj-
andi i Arnarfirði er.
statí on 1.
rj| öryrkJ3
- Bensin- H
irrKurv,ó\í og h'"a' ii — VerKí*ra
FIAT EINKAUMBOD A ISlANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
Siðumúla 35 Simar 38845 — 85855
Okkar árlega hljómplötudtsala
hefst mánudaginn 30. jan.
Hljóðfærahús Reykjavík
Laugavegi 96