Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. janúar 1978.
5
Fólksfækkun yfirvofandi í Svíþjóð
Nú er svo komið i Sviþjóð að
meðaltal barnsfæðinga á hverja
konu á þvi æviskeiði er hún
getur aliö barn, er aðeins 1,66.
Þetta þýðir, ef svo fer fram sem
nú er að árið 2025 verður tala
Svia komín niður i 6.700 þúsund
eins og var árið 1946.
Meö svona lágri tiðni fæðinga
hlýtur fólki að fækka og þó eru
sumar Evrópuþjóðir aðrar enn
verr á vegi staddar, þar sem til-
svarandi tölur þar eru komnar
niður i 1,5.
Þótt barnsfæðingar yrðu 1,8 á
konu þýddi þaö einungis 7.700
þúsund ibúa árið 2025, en 2,1
aftur á móti 8.700 þúsund sem
væri fimm hundruð þUsunda
aukning frá þvi sem nú er.
Arið 1977 fæddust 25% færri
börn iSviþjóð en sú kynslóð sem
nU er á barneignaraldri þarf sér
til viöhalds. Samtlmis og þetta
gerist fjölgar öldruðu fólki og
háöldruðu jafnt og þétt og
verður það áberandi mikili
fjöldi gamalmenna sem hinir
fámennu árgangar er nU fæðast
verða að sjá fyrir á sinum tima.
Sé til kennarastéttarinnar lit-
ið þá verða um fimmtiu þúsund
þeirra sem nú fást við kennslu
enn á starfsaldri áriö 2000 en þá
veröur aðeins þörf á níu eða tíu
þúsund til viðbótar, ef ekki
verður breyting á barnsfæðing-
um til fjölgunar innan skamms
tima.
Enn vekur það athygli,að ibU-
um helztu stórborganna i Svi-
þjóð fer nU heldur fækkandi.
Siðasta ár fækkaði Stokkhólms-
bUum um 2.500 I Gautaborg
fækkaði um 2.000 og Málmey
1.600. Þótt þetta sé ekki mikil
breyting, gætir samt sýnilegrar
tilhneigingar hjá fólki til þess að
leita út Ur borgunum og er sú
breyting meiri en hún kann að
virðast i fljótu bragði þar eö
fólksfjölgun hefur orðiö I þeim
til skamms tíma.
Veigamesta ástæðan er vafa-
laust sú að borgarllfið þykir
oröið þungt i vöfum, fyrir-
hafnarsamt og þreytandi.
Þetta er sænskt iþróttafólk, frægur hlaupari og kappi á knattspyrnuvelli. En I hjónarúminu hefur
árangurinn ekki oröið meiri en sjá má hér á myndinni. Og eitt barn nægir ekki til viðhalds.
Sfærri - Kraftmeirí - Betri 1978
Undrabíllinn
SUBARU 1600
er til
afgreiðslu
strax.
Allur
endurbættur
Breiðari,
stærri'
vél,
rýmra milli
sæta/
minni snún-
ingsradíus/
gjörbreytt
mælaborð/
nýir litir
o. fl. o. fl.
Það er ekki
hægt að
lýsa Subaru
þú verður að
sjá hann
og reyna
hitnTnTiM \
JmtVhk'M* letter mark is an extra cost option.
Sýningarbilar
á staðnum
Greiðsluskilmálar þeir
hagstæðustu sem
völ er á í dag
Kaupið bíiinn strax í dag því þá
getið þér sparað aiit að 5-10 þús.
á vikur því gengið sígur svo ört.
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1
Guöni Kristinsson, bóndi og
hreppstjóri, Skarði Landssveit
segir í viðtaii um Subaru:
„Það segir kannske bezt hvernig
mér hefir líkað við Subaru
að ég er að kaupa 1978 árgerðina.
Sá gamli hefir þjónað okkur vel,
við höfum farið allt á honum sem
við höfum þurft að fara og
sparneytni Subaru
er næsta ótrúleg."