Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 29. janúar 1978. 11 Fallegir skrokkar á færibandi hjá Kaupfélagi Þingeyinga. EIÁÐHERRA: nn 1977 íundan töldu þaö hyggilegast, eftir atvik- um. Af þessu má það ljóst vera, að öllum eru takmörk sett, þeim sem öðrum, þó að viljann skorti ekki. Verða fleiri en þeir sem vinna að hagsmunum land- búnaðarins að sætta sig við minni hluta en ætlað var, vegna þess að hyggilegt er að sætta sig við það næst bezta, þegar það bezta fæst ekki. Tekjuviömiðun Að undanförnu hefur þvi verið haldið á lofti, að i hlutfalli við tekjur annarra stétta, hafi tekjur bænda farið versnandi á þessum áratug. Sú skoðun hefir verið byggð á tölum, sem unnar eru úr skattframtölum og sýna brúttó- tekjur einstakra stétta sam- kvæmt persónuframtali. í þessu dæmi er reginmisskilningur, nefnilega sá, að ýmsar breyt- ingar hafa verið gerðar á þeim reglum, sem færa skal eftir ein- staka liði i kostnaði búrekstursins á landbúnaðarframtal, sem áður færðust til frádráttar á persónu- framtal, og einnig hafa komið til frádráttar nýir liðir eins og óbein fyrning á búvélum, sem keraur til lækkunar á framtölduiu tekjum til skatts hjá bændumog bætir þvi hag þeirra i stað þess að rýra hann eins og svo einföld meðferð á tölum, sem sumir hafa viðhaft, gerir i þessu tilviki. Þetta er hverjum og einum ljóst sem við landbúnaðarframtal hafa fengizt. Fyrir 1972, áður en fyrrnefndar breytingar komu til, færðu bændur vexti af lánum bús- ins, fyrningu á útihúsum og tún- um og fasteignagjald bújaröar á persónuframtal. Á meðan svo var komu þeir þvi ekki til lækkunar á reiknuöum brúttótekjum bænda i áðurnefndri skýrslu, sem unnin er eftir framtali um brúttótekjur einstakra stétta landsins samkv. persónuframtali. Eftir breyting- una 1971 og 1972 á framtalsregl- unum, færast þessir liðir á land- búnaðarframtal og koma þvi nú til lækkunar brúttótekjum bændanna. Af þessu sést hversu fráleitt er að leggja þennan samanburð á tekjum einstakra stétta til viðmiðunar um þróunina á kjörum þeirra. Það má geta þess að þessir liðir, auk óbeinu fyrningarinnar, sem nú er reikn- uð og færist hjá bændum á land- búnaðarframtal, hefðu hækkað áðurnefndar brúttótekjur bænda árið 1975 um rúmlega 21% i úrtaki sem gert hefur verið, væru þær færðar á „gamla mátann”. Þannig ber ætið að skoöa með gagnrýni þær tölulegu upplýs- ingar sem menn eru með i hönd- unum, áður en dregnar eru álykt- anir. Annar liöur, sem skýrir stóran hluta þess mismunar, sem er i framtöldum brúttótekjum bænda og hinna svonefndu viðmiðunar- stétta, er dráttur á fullu uppgjöri fyrir framleiðsluna. Það skal ósagt látið, hver er raunverulegur munur á tekjum i landbúnaöi og öðrum atvinnu- greinunum, en hitt er ljóst að af- koma i landbúnaði hefur aldrei verið betri en árið 1965 og árin 1972—1974. Samkvæmt áætlun frá Þjóðhagsstofnun eru horfurnar nú þær, að afkoma bænda hafi batnað um 3—7% á sl. ári saman- borið við afkomu fólks i öðrum at- vinnugreinum, sem stafar aðal- lega af betra árferði i landbúnaði. Afurða og rekstrarlán Afurðalán þau, sem Seðlabanki tslands lánar, skipta einnig miklu máli i þvi skyni að bændur geti náð þeim tekjum sem þeim ber, þó að undirstaöa þess að vel tak- ist sé sú, að kostnaður fram- leiðslu á búvörum sé rétt áætlað- ur af verðlagsyfirvöldum i land- búnaði. Þvi hefur ráöuneytið beitt sér fyrir lagfæringu á þeim mál- um og hefur þar nokkuð miðaö undanfarin 5—6 ár, þótt enn megi þar betur gera. Lánsfjárhæðir á verðeiningu einstakra sauðfjár- afurða hafa undanfarin ár miðazt við verð sauðfjárafurðanna að hausti og ekki tekið hækkunum yfir árið þótt afurðaverö hafi hækkað með öðru verölagi. t des- ember sl. varð breyting hér á. Þá var tekið fullt tillit til verðhækk- unarinnar, sem varð vegna hækk- aðs framleiöslukostnaðar fyrir 1. desember, auk þess sem lánin hækkuðu vegna úrskurðar yfir- nefndarinnar. Almennt hækkuðu lánin á verðeiningu um 14—18% og urðu eftir hækkunina 9.762 millj. kr. og hafa aldrei verið svo há áður. Þann 1. desember fyrir ári siöan voru þau 5.884 millj. kr. og hafa því hækkað um 65,9%. Viðskiptabankarnir lána til við- bótar afurðalánunum fjárhæð er nemur hæst 30% af fjárhæð afurðalána frá Seðlabankanum. Alls gætu þvi þessi lán hafa numiö um 12 1/2 milljarði króna i des- ember s.l., sem er hátt i þrjár Þurru heyi skarað saraan meö vélum. millj. kr. reiknað á hvern bónda i landinu. Þvi má hins vegar ekki gleyma, þegar þessi mál eru rædd, að hluti þessa fjár fer til að greiða laun fólki, sem vinnur við slátrun á haustin, og þvi fólki sem fær laun við vinnslu á mjólkinni þegar birgðir safnast. Þáttur af- urðalánanna i tekjum bændanna er ljós þegar áðurnefndar upp- hæðir eru hafðar i huga. Uppgjörslán og áburðarlán Rekstrarlán sem Seðlabanki tslands veitir vegna sauöfjár- ræktarinnar eru þýðingarmikil fyrir sauðfjárbændur. Þeir þurfa að biða mun lengur en mjólkur- framleiðendur eftir að fram- leiðslukostnaöurinn skili sér við sölu á afurðunum. Rekstrarlán Seðlabankans hækkuðu um 50% á sl. ári, sem var verulega umfram hækkun á rekstrarkostnaöi. Uppgjörslán Seðlabankans hækkuðu sem nam verðhækkun afurða sauöfjár milli ára og urðu 800 millj. kr. Þau hafa greiðzt sláturleyfishöfum síðan árið 1971. Þau koma til útborgunar á vorin til að sláturleyfishafar geti lokið þá uppgjöri á haustgrundvallar- verði fyrir sauðfjárafuröir til bænda. Annar verulegur þáttur i lána- fyrirgreiðslu til landbúnaöarins er lánsfrestur vegna áburðar- kaupa sem Aburðarverksmiöjan veitir. t lok júli á sl. sumri hafði verksmiðjan selt fyrir alls um 2.500 millj. kr. og þar af voru úti- standandi tæplega 1.600 millj. kr. Fjármagnog framkvæmd- ir Fjárfesting i landbúnaöi var mikil á sl. ári. Útlán til bænda úr Stofnlánadeild voru 1623 að tölu og úr Veðdeild Búnaðarbankans til jaröarkaupa voru lánin 117, að fjárhæð kr. 175 millj. Fjöldi lána hjá Stofnlánadeildinni er ámóta og árið áður, en lán úr Veðdeild- inni eru 32 fleiri. Sé tekið mið af árinu 1970 og útlán Stofnlána- deildarinnar á sl. ári, sem námu 2181 millj. kr., metin til jafnvirðis eftir breytingum á visitölu byggingarkostnaðar, voru útlán deildarinnar 171% meiri sl. ár en árið 1970. Aðeins eitt ár ber hærra þegar þessi samanburður er gerður, en þaö er árið 1974. Þá voru útlán deildarinnar aö verð- mæti 178% meiri en árið 1970. Afkoma deildarinnar var eftir at- vikum góð á sl. ári, þegar höfð eru i huga þau vandamál sem varðrýrnun peninganna fylgir i rekstri stofnlánasjóða. öllum lánsbeiðnum, sem til greina komu sem fullhæfar, var hægt að sinna, sem má að miklu leyti þakka þeirri breytingu sem gerð var á tekjustofnum deildarinnar meö lögum árið 1973. Landbúnaðarlöggjöf og undirbuningur hennar Landbúnaðarlöggjöf tók litlum breytingum á si. ári, enda hafði mikið áunnizt á þvi sviði á lög- gjafarþinginu 1975—76. Mikilvæg- ust er breyting á lögum um lif- eyrissjóð bænda, sem gerð var. Undirbúningur að endurskoðun á ýmsum þáttum i landbúnaðar- löggjöf var hins vegar mikill á ár- inu. Þar má nefna störf nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um verölags- og framleiðslumál landbúnaðarins, og störf nefndar sem fjallaöi um lög um stofnlána- deild landbúnaðarins og veðdeild Búnaðarbankans. Um drög að frv. til þeirra laga hefur ekki enn tekizt samstaða innan rikis- stjórnarinnar, en ég vænti þess þó að svo geti orðið við nánari athug- un. Þá liggur fyrir i frumvarps- formi endurskoðun á búnaöar- fræðslulöggjöfinni sem ég vænti mikils af til að bæta enn menntun bænda. Framkvæmdir við upp- byggingu Bændaskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla rikisins að Reykjum héldu áfram á árinu með 60 millj. kr. fjárveit- ingu til framkvæmda við Bænda- skólann á Hvanneyri og 15 millj. kr. framkvæmdaframlagi til Garöyrkjuskólans á Reykjum, en þar er bygging skólans komin á lokastig. Nefnd var skipuðá árinu til aö gera tillögur aö framtiðar- skipulagi Bændaskólans á Hól- um. Að endurskoðun laga um grænfóðurverksmiðjur rikisins er unnið, og stefnt er að setningu löggjafar um þennan þátt i inn- lendri fóðuröflun á yfirstandandi þingi. Erfiðleikar í landbúnaði og orsök þeirra 1 þvi sem ég hefi sagt hér aö framan, hef ég gert grein fyrir aögerðum stjórnvalda i þágu landbúnaðarins á sl. ári og einnig þeim horfum sem ég tel um af- komu atvinnuvegarins á þvi ári. 1 framhaldi af þvi mun ég nú vikja að erfiðleikum landbúnaðarins, ástæöunum til þeirra og viðhorf- um minum til úrbóta. Árferði Mér hefur verið það ljóst, aö óþurrkasumurin 1975 og 1976 hlutu að hafa veruleg áhrif á af- komu bænda, bæöi þau ár og siö- ar. Hvort tveggja kom þar til aukinn reksturskostnaður sem leiddi af óþurrkunum og eins, að hækkun varð á áburöarverði um 150% á árinu 1975. Að visu kom sú hækkun ekki til framkvæmda á þvi ári nema að hálfu leyti vegna þess að rikissjóður greiddi niður helminginn af hækkuninni, svo á þvi ári varð 75% hækkun á áburði til landbúnaðarins, en hækkunin kom öll fram á árinu 1976. Sam- hliöa þessu varð svo hækkun á verölagi á öðrum tilkostnaðar- vörum til landbúnaöarins, sem nota varð i rikari mæli vegna hins erfiöa árferöis hér á Suður- og Vesturlandi, en það er sem kunn- ugt eitt af mestu framleiðslu- svæöum i landbúnaði á landinu. Það segir að sjálfsögöu til sin þegar t.d. áburður hækkar svo I veröi, en eftirtekjan eftir áburö- inn kemur fram i lélegu fóðri vegna óþurrkanna eða jafnvel vegna þess að ekki var hægt að nýta það land sem á var boriö af þvi að ekki var hægt að komast til þess að slá það. Úr þessu var reynt að bæta á árinu 1977 með þvi að útvega bændum að nokkru leyti lán til þess að mæta greiösl- um vegna þessara erfiðleika, en hvort tveggja var að þau voru takmörkuð og svo hitt, að lán er alltaf lán sem verður að greiöa, svo að hjá tjóninu verður ekki komizt. Dráttur á greiðslum út- f lutningsbóta af hendi rikissjóðs Annað atriði, sem ég tel hafa haft mikil áhrif á afkomu bænda þessi siðustu ár, 1976 og einnig 1977, var sá dráttur sem varð á greislum rikissjóðs á útflutnings- m— ----------------> 4 í I i. 1 t^lÉI r il j jsl Úr Mjólkursamsölunni i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.