Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 26
26
Sunnudagur 29. janúar 1978.
í BÚFJÁRMERKl'
2)00°«
Bændur — dragið ekki
öllu lengur að panta bú-
fjármerkin vel þekktu.
Notið bæjar- sýslu- og hreppsnúmer
Töluröð allt að 50 stafir
Lágmarksröð 50 stk.
Nú eru siðustu forvöð að panta fyrir vorið
Pantið rétta liti
samkv. reglugerð.
Efnt verður til námskeiðs fyrir
konur, sem taka börn
til daggæzlu á heimilum sínum.
Kennt verður með fyrirlestrum og verk-
legum æfingum og fyrirtekin þessi efni:
Uppeldis- og sálarfræði
Börn með sérþarfir
Meðferð ungbarna
Leikir og störf barna
Samfélagsfræði
Heimilisfræði
Hjálp i viðlögum
Kennt verður 2 kvöld i viku, þriðjudags-
og fimmtudagskvöld kl. 20-22 alls 50
kennslustundir.
Námskeiðið verður haldið að Norðurbrún
1 og hefst fimmtudaginn 2. febrúar n.k.
Þátttökugjald er kr. 1.500.00
Þátttaka tilkynnist i sima 25500 fyrir 1.
febrúar.
\________________________________________J
Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
\y Vonarstræti 4. — Simi 25-500
HÚSBYGGJENDUR,
Noröur- og Vesturlandi
Eigum állager milliveggjaplötur stærð
50x50 cm. þykkt 5, 7 og 10 cm. Verð og
greiðsluskilmálar við flestra hæfi Sölu-
aðilar:
Akranesi: Trésmiðjan Akur h.f. simi 2006
Búðardalur: Kaupfélag Uvammsfjarðar simi 2180
V-Húnavatnssýsla: Magnús Gislason, Stað simi 1153
Blönduós: Sigurgeir Jónasson simi 4223
Sauðárkrókur: Þórður Hansen simi 5514
Rögnvaldur Arnason simi 5541
Akureyri: Byggingavörudeild KEA simi 21400
Húsavik: Björn Sigurðsson simi 41534
Dalvik, Ólafsfjöröur: Óskar Jónsson, simi 61444
Loftorka s.f. Borgarnesi
simi 7113, kvöldsimi 7155
| Kenningin:
AÐ VERA
GEÐVEIKUR
í einu kvikmynda-
húsa borgarinnar er nú
verið að sýna góða
kvikmynd, sem merki-
legt nokk felur i sér
umhugsunarverðan
boðskap. Myndin gerist
á geðsjúkrahúsi og lýs-
ir afdrifum eins
„sjúklingsins”. Hann
er sendur þangað til
r a n n s ó k n a r ú r
betrunarvinnubúðum
þar sem hann hafði
með öllu móti reynt að
koma sér undan vinnu,
m.a. með þvi að leika
sig geðveikan.
1 fyrstu unir hinn nýi sjúkl-
ingur hag sinum vel á sjúkra-
húsinu og gerir sérleikað þvi að
umgangast hina geöveiku eins
og þeir væru trúöar, sem hægt
væri að hafa gaman af. Smám
saman fer hann þó að una illa
ófrelsinu og ótilhnikandi reglum
sjúkrahússins. Svo fer og að
ósjálfrátt tekur hann að sér
vanrækt hlutverk hjúkrunar-
kvenna og lækna, það er að ala
áhinu heöbrigöa i sjúklingun-
um. Virðist þá koma i ljós,
a.m.k. i sumum tilvikum, að
sjúklingarnir eru ekki mikið
geðveilli en annaö fólk. Með
þessari viðleitni er hann sam-
stundis kominn f strið við stofn-
unina og kerfið. Deildarhjúkr-
unarkonan hatar hann og
sjúkrahúslæknarnir komast að
þeirri niðurstöðu, að hann sé
ekki geöveikur, en hins vegar
hættulegur, og i samræmi viö
það veröur meðferðin sem hann
fær.
Þaö má draga ýmsar ályktan-
ir af efni þessarar myndar. i
Bandarikjunum fer ekki hjá þvi,
að efni hennar sé skoðað sem
ádeila á þarlend einkageð-
sjúkrahús, sem fremur en aö
lækna sjúklinga meö ærnum til-
kostnaði, hafa hag af þvi að
halda þeim með litlum tilkostn-
aði en dágóðri meðgjöf.
Hér verður þó vakin athygli á
annarri hlið á boöskap myndar-
innar, þ.e. hvað er að vera geð-
veikur. Ég minnist þess þegar
ég dundaði við að sækja
kennslustundir i sálfræði i
mcnntaskóla, að kennari minn
tók okkur nemendum sérstakan
vara fyrir sálfræðingum og gaf i
skyn, að þeir væru af öllum
mönnum skrýtnastir. Nú var
þetta vafalaust fremur sagt I
gamni en alvöru, en þarna birt-
ist skýrt tilhneigingin til hlut-
verkaskipunar.
Hvað ég á við meö hlutverka-
skipun? Menn geta lesiö sér til
um það i kennslubókum f félags-
fræði. Meiningin er sú, að i dag-
legu lifi okkar erum við alltaf aö
„leika” eitthvert hlutverk —
föðurins, prestsins, sjúklings-
ins, iþróttamannsins, verka-
mannsins, — o.s.frv. eftir þvi
sem við á. Hlutverkiö segir til
sin i allri hegðun okkar, klæðn-
aði og y firleitt hvernig við kom-
um fyrir. iþróttamenn klæðast
stuttermabolum þegar prestar
ganga um i svörtum jakkaföt-
um, og ákveðin en ólfk atferlis-
munstur einkenna þessi tvö
hlutverk i lif inu. Kannski þaö sé
helzt tizkan sem hverju sinni
gengur ofurlitið á ská við þetta
munstur.
Hlutverkin verða okkur að
jafnaði mjög töm, við rennum
saman við þau og ekki verður
um eiginlegan ,,leik” aö ræða.
Hlutverkið veröur okkur i ótelj-
andi tilvikum sterkasta vörnin
og stoðin.Það hjálpar okkur til
að s vara spurningunni: Hver er
ég? og fyrrir okkur sjúklegum
ótta og efa i mörgum tilvikum.
„Faðirinn” er aldrei I vafa um
réttmæti þess að taka völdin af
barninu — hann er faðirinn.
Fangavörðurinn efast ekki um
stöðu sina gagnvart fanganum.
Við tökum á okkur hlutverk i
lifinu og þau koma til með að
ráða lifi okkar i óteljandi atrið-
um. Og allt er gott á meðan
hlutverkin eru góð. En hvað
með vondu hlutverkin og hvers
eiga þeir að gjalda, sem ósjálf-
rátt forherðast i villu sinni með
þvi að gera hana að hlutverki
sinu. — Eða það sem verra er —
þegar menn eru leiddir lengra
út á þá braut, sem þeir vilja
helztsnúa til baka á, leiddir af
samfélagisem þvingar uppá þá
hlutverki.
Hugsum okkur mann, sem
leiöist út i að fremja einhvern
glæp. Hann ersettur inn. i þessu
tilviki f fangelsi (i öðrum tilvik-
um geðveikrahæli). Fangelsi er
(þó það eigi ekki að vera það)
stofnun, sem ósjálfrátt og með
dyggum stuðningi meðfanga,
hvetur til hlutverkaskipunar-
innar: „Glæpamaöur”. En
hugsum okkur, að fanginn okk-
ar komi sagt sem áður út með
þeim einlæga ásetningi aö snúa
fré villu sins vegar. En hvernig
vegnar honum? Fær hann
vinnu? E r hann kannski stimpl-
aður? Gerir samfélagiö hann að
glæpamanni?
KUBBUR
tlr Gaukshreiörinu. Stofnunin leyfir ekki undantekningar frá reglunni.
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
Útboð
Ilitaveita Suöurnesja óskar eftir tilboði i að byggja þjón-
ustuhús vyrir varmaorkuver við Svartsengi. Húsið er tvær
hæðir 666 fermetrar að grunnfleti og að mestu leytu reist
úr forsteyptum einingum. Verkinu skal lokið á þessu ári.
Útboðsgagna ntá vitja gegn 50.000 kr skilatryggingu frá og
með miövikudeginum 1. feb. á skrifstofu Hitaveitu Suður-
nesja Vesturbraut 10 a Keflavik eða verkfræðistofunni
Fjarhitum h.f. Alftamýri 9, Reykjavik. Tilboð verða opn-
uð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja þriöjudaginn 14. feb.
1978 kl. 14