Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 18
Ariö 1972 birtist i Arbók Lands-
bókasafns lslands einkar fróö
legog vel skrifuö grein eftir Grim
M. Helgason, forstööumann
handritadeildar Landsbókasafns.
Greinin hét Handritasafn Einars
Guömundssonar á Reyöarfiröi.
Löngu áöur höföu kunnugir
reyndar vitaö, aö austur á
Reyöarfiröi bjó um áratuga skeið
einhver duglegasti bóka- og hand-
ritasafnariþessa lands, sjómaöur
aö atvinnu, en fróöleiksmaöur
mikill, og svo bókhneigöur og
elskur aö lestri aö af bar.
Úr Breiðafjarðareyjum
til Austfjarða
Arbók Landsbókasafns er lesin
af færri mönnum en dagblaöiö
Timinn. Undirrituöum haföi lengi
leikiöhugurá þviaö segja lesend-
um þessa blaös frá Einari
Guömundssyniogsöfnun hans, og
einn góöan veöurdag, ekki alls
fyrir löngu, var heppnin meö,
mér: Ég frétti, aö Kristinn
Einarsson, skólastj. á Reyöar-
firði, sonur Einars Guömunds-
sonar, dveldistum þessar mundir
i Reykjavik, og þá var ekki beöiö
boöanna: Þaö var hringt til
Kristins, og hann slöan sóttur
heim, en meginhluti þess sem
okkur fór á milli veröur skráöur
hér eftir.
Það var auövitaö byrjaö á því
aö forvitnast um safnarann
mikla, og spurt:
— Hver var ætt og uppruni
fööur þins, Kristinn?
— Hann fæddist i Skáleyjum á
Breiöafiröi 29. febrúar 1888.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Jóhannesson og Steinunn Svein-
bjarnardóttir. Pabbi var yngstur
þrettán systkina, en sjö þeirra
komust til fulloröins ára.
— Hvernig stóö á þvi aö hann
barst alla leið til Austuriands?
— Þaö hefur sjálfsagt stafaö af
þvi, að bróöir hans, Sveinbjörn
Guðmundsson, var kominn
austur áður. Hann kom þangað á
vegum séra Jóhanns Lúthers,
sem var prestur á Hólmum i
Reyðarfiröi, en séra Jóhann var
ömmubróðir minn. Mörg fleiri
skyldmenni min fóru eins að, og
af þvi hlutust að minnsta kosti
fjórar giftingar.
— Og þegar foreldrar þinir
gengu I hjdnaband, — sló þá ekki
saman gamaigróinni austfirzkri
ætt og ágætum Vestfiröingi?
Móöir min var dóttir Kristins
Beck á Kollaleiru og Þuriöar
Eyjólfsdóttur. Vist má segja, aö
þarna hafi Austfiröingum og
Vestfirðingum slegið saman, en
þó með þeim fyrirvara, aö föður-
ætt móður minnar er ekki alveg
hrein-austfirzk. Þar blandast inn
i karlar eins og Rikharð Long og
Kristian Beck, — en aö sönnu
viröist þaö ekki hafa komið aö
neinni sök enn sem komið er!
Bóklestur og
kveðskapur voru
sterkustu þættirnir
— En svo viö snúum okkur
aftur aö fööur þinum: Veizt þú,
hvenær hann byrjaði á hinni
miklu söfnun sinni?
— Þaö mun hafa veriö mjög
snemma á árum. Pabbi fékkst
eiginlega ekkineittviöritstörf, en
hann var vel hagmæltur, þótt
hann færi ákaflega dult meö þann
hæfileika. Hins vegar var lestrar-
hneigö hans slik, aö segja mátti
aö hún væri honum fullkomin
ástriöa. Hann lasbókstaflega alit,
sem til náðist, og ég fyrir mitt
leyti er sannfæröur um, að um-
hverfiö og þaö andrúmsloft sem
hann ólstupp viö i Breiöafjaröar-
eyjum hefur áttrikanþátt i þvi aö
færa hann nær bókum. Honum
sagöist svo frá sjálfum, aö bók-
lestur og kveðskapur hafi veriö
sterkustu þættirnir i menningar-
lifi eyjanna, þegar hann var að
alast upp. Svo rammt kvaö aö
þessu, aö sumar gömlu konurnar
á æskuheimili föður mins töluöu
saman i ljóöum.Móðir pabba var
ljómandi vel hagmælt, og andinn
á heimilinu var slikur, aö hvers-
dagslegustu atburöir daglegs lifs
uröu gjarnan að visum. Þaö var
reyndar sizt að undra, þótt Stein-
unn föðuramma min væri vel
hagmælt. Þetta liggur i blóöinu
Steinunn og Herdis og Ólina
Andrésdætur voru systradætur,
og þar þurfti ekki aö efast um
hneigöina ti! lestrar og skáld-
skapariökana.
— Liklega hefurfaöir þinn ekki
veriö gamall, þegar hann eignaö-
ist fyrstu bókina?
— Nei, hann hefur áreiöanlega
veriö ungur, en ekki veit ég þó,
hve gamall hann var þá, og þvi
siöur hvaöa bók það var, sem
kom fyrst I hanseigu. Hitt veit ég,
aöhann fór til sjósaðeins tólf ára
gamall, og einnig læröi hann
smiðar. A fulloröins árum geröist
hann farmaöurog var i þrjátiú ár
á strandferðaskipunum okkar. Þá
kynntist hann miklum fjölda
manna, svo aö segja hverju
einasta þorpi og kaupstaö á allri
strandlengju Islands, þar sem
strandferðaskip komu. Hann var
ákaflega vinsæll, og margir þess-
ara manna uröu góöir kunningjar
hans, sem voru honum mjög inn-
an handar viö aö útvega bækur.
Segja má, aö feröalög með
ströndum fram væru tilvaliö starf
fyrir mann, sem haföi jafnframt
meö höndum svo umfangsmikla
söfnun, enda kunnifaöir minn vel
aö notfæra sér þaö. Hann var
ófeiminn aö taka menn tali og
spyrja þá, og þegar stanzaö var i
Reykjavik, eyddi hann flestum
stundum á fornbókaverzlunum,
gekk á milli verzlana og spuröist
fyrir um bækur.
— En hverju safnaði hann
helzt: skáldverkum, timaritum,
— eða var hann kannski „alæta” i
þessu efni?
— Hann safnaði langmest þjóö-
legum fróöleik og timaritum, en
reyndar hélt hann öllu til haga.
Ég hygg, aö hann hafi varla
nokkru sinni fleygt blaösnepli,
sem hann var búinn aöeignast, og
þannig átti hann til dæmis geysi-
mikið af einblööungum og ööru
sliku, sem ýmsum kann aö sýnast
litils vert. En hann sýndi alltaf
sömu hirðusemina, hvort sem þaö
var stór bók eða Íítil, sem hann
haföi handa á miili. Ég tel vist, að
i safni hans sé ýmislegt „smá-
prent”, sem hvergi er til annars
staðar.
— Varð ekki safn hans aö lok-
um mjög stórt og vandaö, og þar
meö verömætt?
— Jú,enaðvfsu þurfti hann að
nota tekjur sinar til margs fleira
en bókakaupa. Hann byggöi hús á
Reyöarfirði árið 1920, og stækkaöi
það síöar. Hann átti fyrir fjöl-
skyldu aö sjá og var góöur og
árvakur heimilisfaöir, sem ekki
lét neitt skorta. Sjómenn á
strandferðaskipum voru ekki
neinir hátekjumenn þá fremur en
nú, og svo kom nú kreppan fræga
og setti strik i reikninginn. En
hannhafði alltaf stööuga atvinnu,
og allir hans „auka-aurar” fóru
til bókakaupa.
Leiðindi voru
óþekkt fyrirbæri
— Númunvistmál til komiö aö
vlkja aö sjálfum þér: Þú hefur
vist alizt upp i „bóklegu um-
hverfi“ef ég má taka s vo til oröa?
Já, ekki skorti bækurnar á
æskuheimili minu, eins og þegar
er komiö fram. Enþaö var annaö,
sem fýrst vakti áhuga minn á
bókum og bóklestri. Afi minn,
Kristinn Beck á Kollaleiru, haföi
þann siö aö lesa upphátt fyrir
heimilisfólksittá veturna, oghélt
þeim sið löngu eftir aö útvarpiö
kom til sögunnar. Byrjaöi hann
þá oft aö lesa klukkan tvö á dag-
inn og las fram til klukkan tíu til
elléfu á kvöldin. Ég man, aö mér
gekk oft illa aö slita mig frá þeim
lestri, og þar heyröi ég marga
góöa söguna, ekkisizt Islendinga-
sögur. Þær las hann alltaf, og þær
voru ekki aðeins lesnar, heldur
lika mjög mikið ræddar. A Kolla-
leiru var aldrei lesin svo bók, aö
ekki væri um hana rætt fram og
aftur, jafnframt lestrinum.
Handritasafn Einars Guömundssonar.
(Ljósm. Myndadeild Landbókasafns)
— Er bókasafniö ekki enn
óhreyft á sinum staö, þótt safnar-
inn mikli sé faliinn frá?
Vandað og
fallegt bókasafn
— Jú, safniö er óhreyft á
heimili móöur minnar austur á
Reyöarfiröi, og þaö verður sjálf-
sagt ekki hreyft viö því i náinni
framtiö.
— Var ekki lika mikiö af hand-
ritum i safninu?
— Jú, og faöir minn lét hand-
ritadeild Landsbókasafns hafa
dálítiö af þeim. Þau eru þar
geymd i sérstökum skáp og varö-
veitt alveg sér. Skráningu þeirra
handrita er nú lokiö, og þaö uröu
163 númer.
— Hvers konar handrit eru
þaö?
— Meginhluti þeirra munu
vera rimur. Faöir minn átti
feiknin öll af rímum og haföi
mjög gaman af þeim. Flestar
voru þær handskrifaðar. En þótt
Likan af væntanlegri byggö i Reyöarfiröi. Myndin birtist nýlega I Sveitarstjó:
þessi handrit séu komin suður á
Landsbókasafn, er enn talsvert
mikiö eftir af handskrifuöum
bókum I safninu á Reyðarfirði.
— Er ekki alveg tilvaliö aö láta
þetta safn siöar meir veröa stofn
aö vönduöu héraösbókasafni
Reyðfirðinga?
— Jú, þaö væri ekki fjarstæöa
að hugsa sér þaö. Margar
bókanna eru handþundnar, i
fallegt og vandað band, og eru
alltof dýrmætir gripir til þess aö
ganga mann frá manni i útláni.
Þær eru miklu fremur fyrir les-
stofu.
— Er þér ekki minnisstæöur
einhver sérstakur atburður,
þegar faöir þinn kom heim meö
einhvern góöan grip, sem hann
hafði lengi iangað tU aö eignast?
— Jú, ég man marga sh'ka at-
burði, en ég veit ekki hvort ég á
að nefna einn einstakan öörum
fremur. Ég var ungur á mestu
safnaraárum föður mins, og man
þetta þvi ekki i smáatriðum, enda
áhugiminnbundinnviö aðra hluti
á bernskuárunum. Ég hygg, að
sjaldan eða aldrei hafi faöir minn
komiö heim úr strandferð án þess
að hafa bókaböggul meðferðis.
En efni hans til bókakaupa voru
takmörkuð, eins ogég gat um áð-
an, og hann þurfti oft aö skipta á
bókum. Ég heyrði hann oft tala
meö mikilli eftirsjá um það aö
hafa þurft aö láta frá sér bók i
skiptum fyrir aðra! Pabbi lét
handbinda flestar bóka sinna.
Þaö geröi Vigfús Jónsson i
Dvergasteini aö stærstum hluta,
en hann var ágætur bókbindari.
Ég held, aö verulegur hluti af
bókastússi föður mins hafi beinzt
að þvi að bækurnar væru fallega
og vel innbundnar.
— Þú sagðir áöan, aö faðir þinn
myndi hafa veriö mjög ungur,
þegar hann eignaöist fyrstu fók-
ina. En veizt þú ekki hvaö þaö
var, sem ,,kom honum á bragöiö”
aö safna, — I upphafi?
— Nei, þaö veit ég ekki. Mér
þykir hklegast, að hneigöin hafi
bara veriö svona sterk I blóöinu.
Og ég hef reyndar heyrt ýmsar
sögur um fööur minn, sem styðja
mjög þá tilgátu. Þegar ég var hér
i Reykjavik á unglingsárum
minum, sagði mér gömul kona
hérna á Vesturgötunni, aö faðir
minn hefði um skeið keypt fæöi
hjá sér, og hún bætti þvi viö, að
hann heföi aldrei setzt aö mat-
boröi án þess aö hafa bók meö
sér. Svostiftvar haldiö áfram þá,
og svona mun þaö löngum hafa
verið.
Verður Reyðai
bráðum langsl
bær á AusturL