Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 32

Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 29. janúar 1978. Per Eistein Thue viö hiö fræga Brandenborgarhliö. Slöan múrinn var reistur er engin umferö leyfö I þarigegn. Aðalgata Austur-Berlinar „Undir linditrjánum”. Ilermaöur á gangi. — Já þeir eru hér margir her- og lögreglumennirnir sagöi Austur-Þjúðverjinn, en fæstir þeirra eru i einkcnnisklæðum. Austur-þýzkan veiöimann hittum viö, og hér ræöir Per Eistein viö hann. Hann kvaöst oft fara að veiða og veiddust hinir vænstu fiskar i ánni. Austur fyrir múrinn Frásögn af nokkurra stunda ferð um Austur-Berlin — Mikið er lögreglu- og her- mannalið fjölmennt hér á göt- um, sagöi islenzkættaður vinur minn frá Noregi við mig nýlega, þegar við vorum á gangi um götur Austur-Berlinar. Ræddum* við siðan nokkuð um það, enda var margt einkennisklæddra manna á ferli þennan laugar- dag. Nokkru siðar tökum við einn Austur-Þjóðverja tali, og m.a. barst talið að þessum fjölda her- og lögreglumanna. Þá sagði Þjóðverjinn. — Rétt er það, að hér er margt lögreglu- og hermanna, en fæstir þeirra eru þó einkennisklæddir. Tilefni ferðar okkar Per Ei- steins Thue var að við vorum báðir staddir á ráðstefnu i Vest- ur-Berlin. Þótti okkur þá þjóð- ráð hið bezta að bregða okkur austur fyrir múrinn til að lita með eigin augum mannlifiö þar og bera saman við það,sem við þekktum. Kynni okkar Pers hófust reyndar á þvi, að þegar ég var nýkominn til ráðstefnunnar var klappað á öxl mér og sagt við mig: Sæll vert þú Islendingur. Sæll vert þú, sagði ég undrandi, enda átti ég alls ekki von á að heyra islenzka rödd á þessum staö. Þarna var þá Per Eistein kominn, en hann er Húnvetning- ur i móðurætt. Móðir hans heitir Jóhanna Ingibjörg Eysteins- dóttir frá Hrisum i Viðidal og fluttist fjölskyldan til Noregs, þegar Per Eistein var nokkurra mánaða gamall, en faðir hans er norskur. Til að komast frá Vestur-Ber- lin austur yfir eru tvær leiðir auðveldastar. Annars vegar að fara með neðanjarðarlest, en hins vegar að ganga eða aka i gegnum hlið, sem nefnist Checkpoint Charlie. Völdum við að fara með lestinni. Viö stigum úr lestinni á stöð, sem nefnist Friedrichstrasse. Siðan varð löng töf þar til við fengum leyfi til ferðar inn I Austur-Þýzkaland. Fjölmenni mikið beiö þar eftir landvistar- leyfi. Virtust þar bæði vera for- vitnir ferðamenn á ferð svipaö og við, og einnig var þar margt um Vestur-Þjóðverja, sem voru á leið austur yfir til þess að heimsækja ættingja og vini. Einn maður, sem við tókum tali þarna, kvaðst vera á leið að hitta vinkonu sina austan tjalds, og væri allmikið um að menn skryppu austur yfir til þess. Eftir að vegabréf okkar höfðu verið athuguð var okkur veitt leyfi til dvalar i Austur-Þýzka- landi i 24 klukkutima. Fyrir það leyfi greiddum við fimm mörk, eða um 500 kr. islenzkar. Siðan uröum við að skipta 6.50 vestur- bvzkum mörkum i austur-þýzk mörk. Þessu næst var farangur okkar athugaður, en að þvi búnu gengum við i gegnum siðasta hliðið á leiðinni inn i Austur- Þýzkaland. Ólikt var umhorfs þar eða fyr- ir vestan. Umferð var þar öll minni, og athygli vakti hve allar götur virtust skitugar. Bilarnir báru þessa lika merki. Ekki var margt manna á ferli, enda laugardagseftirmiðdagur. Við komum að Branden- borgarhliðinu, en siðan múrinn var reistur er engin umferö leyfð þar I gegn. Margt varömanna var við hliðið , ef einhver vildi reyna gegnumgöngu. Við tókum fólk öðru hverju tali, og vildum ræða um lifið þar eystra. En fólkið hafði ekki sið- ur áhuga á aö vita hvað væri um að vera fyrir vestan múrinn. Þvi þótti æði hart að fá ekki að fara frjálst ferða sinna vestur yfir. Og það fékk litlar fréttir að vestan. Einn var aö safna póstkort- um. Bað hann okkur endilega að senda sér póstkort frá okkar heimalöndum og vibar að ef við værum á ferð. Sagöist hann sjaldan fá póstkort frá Vestan- ' tjaldslöndum. Við komum i stóra samkomu- höll, (Lýðveldishöllina.) Þar var mikið um að vera, og fjöldi fólks fylgdist með. Kór var þar að syngja, að þvi er virtist ætt- jarðarlög og einnig söngva um hve lifið væri dásamlegt I Aust- ur-Þýzkalandi. A öðrum stað stundaði fólk keiluspil af mikilli innlifun. Fjölmargir sátu og drukku bjór, eða fengu sér kaffisopa, en þarna virtist mik- ill samkomustaður fólks þetta laugardagssiðdegi. Viö hittum ungt par, sem þarna var að fá sér síðdegis- hressingu. Siðan ætluðu þau á bió. Þau sögðust sjaldan fara á ball. Það væru svo fáir dans- staðir og þvi erfitt að fá miöa. Þegar kvölda tók, hugðumst við halda .vestur yfir á ný. Við vildum kanna, hvort ekki væri auðveldara að komast I gegnum Checkpoint Charlie. Héldum við þvi þangað og ætluöum i gegn. En ekki var hlaupið að þvi. t)r þvi viö höfðum komið inn I land- ið um Friedrichstrasse stöðina urðum við aö fara þar út. Þetta eru reglurnar, sagöi vörðurinn, þeim verður ekki breytt. Og þetta urðum við aö hafa og þramma til baka alla leið á neðanjaröarstöðina. Þar voru eigi siður en um morguninn langar biðraðir að komast I gegn. Hinn norski vin- ur minn þótti eitthvað grunsam- legur. Sérstaklega voru mynda- vélar hans rannsakaðar ræki- lega og varð hann aö taka allar linsurnar sundur, þrjár aö tölu. Þegar við sögðum frá þessu, þegar vestur yfir kom, varö ein- um áheyranda að orði. — Nú þeir hafa auðvitað haldið að hann væri að smygla þremur Austur-Þjóðverjum vestur yfir i linsunum. — En allt hafðist þetta hjá okkur og komumst við án verulegra tafa gegnum allt eftirlit. MÓ. Myndir og texti: Magnús Ólafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.