Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.01.1978, Blaðsíða 1
SÍMI 28866 ■- GISTING MORGUNVERÐUR 25. tölublað— Sunnudagur 29. janúar 1978 — 62. árgangur Litlu bátarnir biöa þess aðdag lengi og vetrarveðrin fari hjá. Vélarnar i þeim verða ræstar þegar út á kemur. — Timamynd: Gunnar Landbúnaðurinn 1977 og horfurnar framundan Grein eftir Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðar- ráðherra - Bls. 10-11-12 „Enginn andvaka í svona ferðum” — sagði Guðmundur Sigvaldason um skíðaferð sexmenninganna þvert um hálendi og jökla — Ætli við leggjum ekki upp i marzmánuði sagði Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur við Tfmann i gær. Hann ætlar á skiðum við sjötta mann frá Svartárkoti í Bárðardal suður Dyngjufjaiiadal um Kverkfjöll og Vatnajökui suður á Breiða- merkursand. — Félagar minir eru Magnús Hallgrimsson verkfræðingur, .Leifur Jónsson læknir, Halldór Ölafsson rennismiður, Stefán Bjarnason trésmiður og Helgi Agústsson múrari. Við erum allir á milli fertugs og fimmtugs, eng- inn okkar neinn sérstakur afreks- maður á sklðum. En við höfum samt dálitla reynslu af svona ferðum þvi að við þessir sex fór- um i aprilmánuði i hitteðfyrra á skiðum norður yfir — lögöum af staðfrá Gullfossi um Bláfellsháls og Kerlingarháls og þvert yfir Hofsjökul þar sem hann erhæstur og fórum noröur af um Laugar- feli. Sú ferð tók okkúr átta daga og þar af vorum við tvo um kyrrt. Við gerum ráð fyrir að verða um viku suður yfir núna. — Viö höfum með okkur tvö tjöld sagði Guðmundur enn frem- ur,fjögurra manna jöklatjald,sem á að þola öll veður og tveggja manna tjald. Farangurinn drög- um við á sleða og i fyrri leiöangrinum voru það sjötiu og fjögur pund fyrir utan föt. Mat höfum við sem einfaldast — hangikjöt, flatkökur og steik. Þetta er auövitað talsvert erfitt — menn veröa fegnir aðdeggjast fyrir á kvöldin og enginn verður andvaka. Annarshafa sumir okk- ar talsverða æfingu þvi að þeir eru i flugbjörgunarsveit. Svona ferð sætir auðvitað ekki neinum stórtiðindum. Um svipaö leyti og viö fórum norður i hitteð- fyrra fóru menn úr flug- björgunarsveit um hálendið endi- langt frá austri og vestur i Borgarfjörð og ég held að sá hópur ætli sér að fara núna þvert yfir hálendið. BIBLÍURIT Á 1.603 TUNGUM — íslenzka var hið 23. í röðinni Bibiiudagurinn 1978 er i dag, og mun þá biskup landsins Sigurbjörn Einarsson sem jafn- framt er forseti Hins islenzka bibiiufélags predika I dómkirkj- unni i Reykjavík og er tilefnið tvöfalt: Bibiiudagurinn og fimmtiu ára afmæli Slysa- varnafélags Islands. En slysa- varnir á sjó tengjast nafni tveggja presta séra Jóns Stein- grimssonar eldklerks, sem fyrstur ritaði um þau mál og séra Odds V. Gislasonar i Grindavík sem fyrstur hóf raun- verulegar slysavarnir. 1 tilefni af bibliudeginum er það frásagnarvert, aö biblían i heild eða einstök rit úr bibliunni hafa nú verið gefin út á 1.603 tungumálum. Enn eftirtektar- verðara er, hversu snemma Nýja testamentið var prentað á islenzku. býðing Odds Gott- skálkssonar á þvi var hið 23. i timaröð þessara rúmlega sex- tán hundruð tungumála en það kom út sem kunnugt er árið 1603. Fróðir menn telja að það hafi ef til vill orðið Islenzkri tungu til bjargar hversu snemma var hafizt handa um bibliuþýðingar á islenzku þar sem þess vegna var aldrei haldið að Islending- um dönskum biblium, eins og til dæmis Norömönnum sem glöt- uðu tungu sinni og Færeyingum, sem nú búa við tungu er mun meira hefur fjarlægzt uppruna sinn heldur en islenzka. Llkanið skoðað.T.f.v. Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor, Haraldur Sigurðsson bókavörður, Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður og Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra. Þjóðarbókhlaðan mun rúma tæpa 1. millj.bóka SJ —t gærmorgun tók Viihjálmur Hjálmarsson menntamálaráö- herra fyrstu skófiustunguna að þjóðarbókhiööu sem risa á við Birkimei i Reykjavik. A blaöa- mannafundi sem haidinn var við það tækifæri kom fram, aö væntanleg þjóðarbókhlaöa mun rúma tæpa eina milljón bóka, en Landsbókasafn og Háskólabókas- safn rúma nú samanlagt hátt sjötta hundrað þúsund bækur. Þjóðarbókhlaða veröur á fjór- um hæðum aukkjallaraog veröur samt. 12.773 fermetrar aö stærö. Samkvæmt framkvæmdarkostn- aðaráætlun frá s.l. voru mun bók- hlaöan kosta 2 þúsund og 90 milljónir króna fullbyggð. Arki- tektar eru Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Vilhjálmur Hjálmarsson mennta málaráöherra tekur fyrstu skóflustunguna aö þjóðarbók hlöðu i gærmorgun. — Tima- myndir Róbert f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.