Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 68
10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR48
Ofurfyrirsætan Gisele Bünd-
chen hefur gefið út yfirlýsingu
þess efnis að hún sé endanlega
hætt störfum sem fyrirsæta.
Þetta mun vera vegna þess að
hún segist vera orðin þreytt á
óreglulegum lífsstíl sem fylgir
fyrirsætustörfunum. „Það er
komið nóg. Ég er búin að fá mig
fullsadda af því að ganga fram
og aftur á tískupöllunum,“ segir
Gisele, sem síðustu árin hefur
verið eitt heitasta nafnið í fyrir-
sætubransanum.
Þessari brasilísku fegurðar-
dís finnst ekki gaman lengur að
hlaupa milli stílista og vera með
hárblásarann yfir sér allan dag-
inn, einnig kvartar hún yfir því
að síminn hennar stoppi aldrei.
Hún mun þó taka að sér einstaka
verkefni fyrir vini sína eins og
hún greinir sjálf frá. Bündchen,
sem fær meira en sjö milljónir á
tímann í fyrirsætustarfinu,
ætlar að einbeita sér að leiklist-
inni og hefur skrifað undir sér-
stakan auglýsingasamning við
Dolce & Gabbana.
Gisele var um tíma kærasta
leikarans Leonardo DiCaprio og
skaut það henni ærlega upp á
stjörnuhimininn. Voru þau búin
að vera saman í nokkur ár áður
en þau létu sjá sig saman opin-
berlega. Slúðurblöðunum ber þó
ekki saman um þessar mundir
því sumir álíta að skötuhjúin séu
á leið upp að altarinu á meðan
aðrir velta fyrir sér sambandi
DiCaprio við breska sjónvarps-
stjörnu.
Gisele Bündchen hætt í
fyrirsætubransanum
BRASILÍSKA FEGURÐARDÍSIN
Gisele Bündchen hefur gefist upp á
fyrirsætustörfunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Ástralía er land sem ekki er mjög
þekkt í tískuheiminum en á síð-
ustu árum hafa ástralskir hönnuð-
ir komið sterkir og ferskir inn á
markaðinn. Það sem einkennir
ástralska hönnun er tilraunakennd
munstur, litasamsetningar og snið
sem fara ekki hverjum sem er.
Material Boy er eitt af forvitni-
legum merkjum frá Ástralíu. Þetta
er ungt og ferskt merki sem minn-
ir allra helst á franska merkið
Comme de Garcon nema örlítið
litaglaðara. Hönnuðir merkisins
segjast hafa sótt innblástur af
þessari sumarlínu sinni í teikni-
myndasögur og yfirskrift línunn-
ar er „Honey, I shrunk the kid!“.
Fatnaðurinn frá Material Boy er
barnalegur og pönkaður í senn.
Litagleðin er mikil og notast þeir
mest við 2D grafík í munstrum
sínum ásamt því að gera frekar
sniðlausar flíkur.
Material Boy er áhugavert
merki sem ber að fylgjast vel með
í framtíðinni. alfrun@frettabladid.is
Teiknimyndatíska frá Ástralíu
DENNI
DÆMALAUSI
Flottar rauðar
stuttbuxur við
hvíta hnésokka
minnir mjög
á einhverja
teiknimynda-
söguhetju.
FLIPPAÐ OG FLOTT
Stuttermabolur,
pólóbolur og
bindi er ekki
hin vanalega
samsetning en
kemur vel út á
tískupallinum.
SEBRA-
MUNSTUR
Flottur
skikkju-
legur
bolur með
svart/hvítu
munstri.
HUGMYNDA-
FLUG Ekki
myndu margir
ungir íslenskir
sveinar klæðast
þessum fatnaði
næsta sumar
en hugmyndin
er góð.
SMEKKBUX-
UR Tákn
barnaleikans
eru buxur
með smekk
en þessi ungi
herra tekur
sig vel út á
pallinum.
HNÉSOKKAR Fyrirsætan
tekur sig vel út í flottum
marglitum bol og í stutt-
um svörtum hnébuxum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
ÖÐRUVÍSI ER GOTT Sýning þessa
sérkennilega merkis hefur
vakið mikla athygli fyrir frjótt
hugmyndaflug.
DOPPÓTT
Flottar stuttar
pokabuxur
og slaufa um
hálsinn verður
mjög heitt
næsta sumar
hinum megin á
hnettinum.
Iceland Naturally Evrópu er nýtt samstarfsverkefni sem samgönguráðu-
neytið og utanríkisráðuneytið hafa sett á laggirnar.
Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands á neytendamörkuðum í
Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Leitað er að samstarfsaðilum meðal
fyrirtækja á neytendamarkaði í einu eða fleiri ofangreindra landa.
Samstarfsaðilar greiða árlega fasta upphæð til verkefnisins og njóta
á móti hluta af þeim fjármunum sem verkefnið hefur yfir að ráða.
Markaðsaðgerðir Iceland Naturally eru einkum ýmiss konar kynningar,
veffréttir, almannatengsl og auglýsingar. Sams konar verkefni hefur verið
framkvæmt í Bandaríkjunum síðustu ár, með góðum árangri.
Áhugasamir sendi upplýsingar um fyrirtæki og tengilið á netfangið
arsaell@icetourist.is og haft verður samband við viðkomandi.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.icelandnaturally.com
Samstarfsaðilar óskast!