Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.08.2006, Qupperneq 2
2 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR GÓÐGERÐARMÁL Jón Eggert Guð- mundsson lauk í gær strandvega- göngu sinni til styrktar Krabba- meinsfélagi Íslands sem hófst fyrir rúmu ári. Jón skipti strand- vegagöngunni í tvo hluta, síðasta sumar gekk hann fyrsta hluta leið- arinnar frá heimili sínu í Hafnar- firði til Egilsstaða. Í sumar hefur Jón svo haldið áfram þar sem frá var horfið og gengið nær daglega í þrjá og hálfan mánuð. Á leið sinni hefur Jón þrætt strandvegi Íslands og lagt samtals 3.446 kílómetra að baki eða um þrjátíu kílómetra á dag. Þegar blaðamaður Frétta- blaðsins náði tali af Jóni var hann staddur á bensínstöð í Reykjavík að borða pitsusneið áður en hann gekk síðasta spöl- inn niður í Ráðhús Reykjavíkur þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri tók á móti honum. „Það er alveg frábær til- finning að ljúka þessu, en í sann- leika sagt er þetta ekki farið að síast alveg inn ennþá,“ sagði hann kampakátur. „Mig langaði bara að gera eitt- hvað sem enginn hefur gert áður og að fá tækifæri til að styrkja gott málefni í leiðinni. Krabba- mein er sjúkdómur sem margir fá og flestir eiga aðstandendur sem fengið hafa krabbamein.“ Jón segir að nú taki kærkomin hvíld við hjá sér. „Svo fer maður bara að vinna aftur, ég er búinn að vera í löngu fríi frá vinn- unni.“ Við komuna í ráðhúsið óskaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóni til hamingju með þetta afrek og færði honum ávísun frá Reykja- víkurborg upp á 150.000 krónur sem renna mun til Krabbameins- félagsins. „Ég er mjög hreykinn af Jóni að hann skuli leggja svona mikið á sig fyrir gott málefni, það má kannski líta á þessa ávís- un sem einhvers konar byrjunar- framlag frá Reykjavíkurborg,“ sagði Vilhjálmur. -vör Jón Eggert Guðmundsson gekk 3.446 kílómetra á þremur og hálfum mánuði: Lauk strandvegagöngu í Ráðhúsinu VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Borgarstjór- inn í Reykjavík veitti Jóni Eggerti viðurkenn- ingu við komuna til Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN STJÓRNMÁL „Þótt verðbólgan sé slæm þá er tímabundin verðbólga ásættanlegri en tímabil atvinnu- leysis með tilheyrandi niðurbroti einstaklinga og fjölskyldna. Hins vegar er mikilvægt að allir lands- menn leggist á árarnar til þess að kveða niður verðbólguna.“ Þetta er meðal þess sem er að finna í stjórnmálaályktun flokks- þings Framsóknarflokksins sem samþykkt var í gærmorgun. Í ályktunni segir að mikilvægt sé að varnir landsins verði áfram trúverðugar og öryggi borgaranna tryggt þannig að brugðist sé við ógnum með skjótum og skilvirkum hætti. Um alþjóðasamskipti segir að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið henti vel og allt bendi til að svo verði áfram. Þá sé nauðsynlegt að skapa almenna sátt um nýtingu náttúruauðlinda. - bþs Ályktun Framsóknarflokksins: Allir ráðist gegn verðbólgunni Ekið á barn Ekið var á tveggja ára gamalt barn á Hringbraut í Keflavík um hádegi í gær. Barnið hljóp í veg fyrir bifreið með fyrrgreindum afleiðingum. Meiðsli barnsins voru ekki teljandi. Vörubíll valt Vörubifreið fór á hliðina á Þingvallavegi við Ljósafossstöð um fimm leytið í gær. Engin slys urðu á fólki. Tildrög slyssins eru ókunn að sögn lögreglunnar á Selfossi. Ökumaður er ekki grunaður um ölvunarakstur. LÖGREGLUFRÉTTIR ÍSRAEL, AP Dómsmálaráðherra Ísraels, Haim Ramon, ætlar að segja af sér í dag vegna dóms- máls, en hann er sakaður um kyn- ferðislega áreitni við átján ára gamla herkonu. Stúlkan segir Ramon hafa þröngvað kossi á varir hennar sama dag og stríðið við Hizbollah hófst, 12. júlí. Verði Ramon fundinn sekur, getur hann átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Ramon er mikill stuðningsmað- ur Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels. Er málið talið hafa slæm áhrif á álit Ísraela á Olmert og rík- isstjórn hans, en hann nýtur æ minni stuðnings landa sinna vegna stríðsins við Hizbollah. - smk Dómsmálaráðherra Ísraels: Segir af sér vegna kæru HAIM RAMON Dómsmálaráðherra Ísraels er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt 18 ára gamla herkonu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍSRAEL, LÍBANON, AP Ísraelar sendu hersveitir inn í Líbanon í gær- morgun, þrátt fyrir vopnahlés- samkomulag Sameinuðu þjóð- anna, og réðust þær gegn liðsmönnum Hizbollah sem svör- uðu í sömu mynt. Í átökunum felldu Hizbollah-liðar einn ísra- elskan hermann og særðu tvo aðra að sögn líbanskra og ísraelskra yfirvalda, og flýðu Ísraelar af vettvangi eftir að þeir biðu lægri hlut í átökunum. Forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora, sakaði Ísraela um að hafa rofið vopnahléið og sagð- ist ætla að ræða við Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, um árás- ina, en talsmenn Ísraelshers sögð- ust hafa verið að stöðva afhend- ingu vopna frá Íran og Sýrlandi til Hizbollah og að búast mætti við fleiri árásum. Illa gengur að manna alþjóð- legt herlið sem senda á til Líban- ons samkvæmt ákvörðun SÞ, og í gær varaði Elias al-Murr, land- varnarráðherra Líbanons, við því að stjórnin gæti meinað alþjóða- hernum aðgang að landinu, hefðu Sameinuðu þjóðirnar ekki afskipti af Ísrael vegna árásarinnar. Franskt herskip kom til Beirút í Líbanon í gær með fimmtíu af tvö hundruð hermönnum sem Frakkar hafa lofað í alþjóðlegu hersveitina. - smk Ísraelsher réðist aftur inn í Líbanon þrátt fyrir vopnahléssamkomulag SÞ: Hóta enn frekari árásum SPRENGJUR Ísraelsher réðist inn í Líbanon í gær, þrátt fyrir vopnahlé. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Haukur, hvað klikkaði? „Það klikkaði ekki neitt, þetta fór nákvæmlega eins og það átti að fara. Ég breytti mestu þarna þó ég hafi bara fengið eitt atkvæði.“ Haukur Haraldsson var einn þeirra sem bauð sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Kosning fór fram á flokksþingi í gær. Af 761 atkvæði hlaut Haukur eitt. BÍLSLYS Tveir bílaleigubílar frá sömu bílaleigunni lentu í óhappi á Skógarströnd í gær. Í báðum til- vikum var ökumaður erlendur. Rétt eftir miðnætti í gær var jeppa ekið ofan í skurð við Háls. Engin slys urðu á fólki en bifreið- in er ónýt. Upp úr hádegi í gær ók bifreið með fimm Spánverjum út af og valt skammt fyrir vestan Gunn- arsstaði. Þrír voru fluttir á slysa- deild í Búðardal en meiðsl voru ekki alvarleg. Lögreglan í Búðardal telur að reynsluleysi ökumanna á malar- vegum hafi valdið slysunum en ekki hraðakstur. - sþs Tvö bílslys á Skógarströnd: Erlendir velta og enda í skurði BANDARÍKIN, AP Bandarísk heil- brigðisyfirvöld hafa leyft notkun á blöndu vírusa sem úðað verður á kjötálegg, pylsur og kjúklinga. Vírusarnir éta bakteríur sem geta valdið lífshættulegum sýkingum. Vírusablöndunni mun verða úðað á kjötafurðirnar áður en þeim er pakkað í lofttæmdar umbúðir og er framleiðendum ekki skylt að gefa upp hvort bland- an hafi verið notuð. Meðal bakteríanna sem vírus- arnir éta eru Listeria monocytoge- nes, sem leggjast helst á þungaðar konur, ungabörn og fólk með veikt ónæmiskerfi, og deyja um 500 Bandaríkjamenn úr listeriosis á ári hverju. - smk Bandarískar rannsóknir: Ætum vírusum dreift á mat PYLSA MEÐ ÖLLU Vírusum mun nú verða dreift á pylsur í Bandaríkjunum. Bruni í Blöndudal Eldur kom upp út frá uppþvottavél í tvílyftu íbúðarhúsi á Ytri-Löngumýri í Blöndudal í gær. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi náði bóndinn að slökkva eldinn sjálfur áður en slökkviliðið mætti á svæðið, en það reykræsti húsið. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu vegna reyksins og duftsins úr slökkvitækinu, en litlar eiginlegar brunaskemmdir. VIRKJANAMÁL Geir H. Haarde, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir menn hafa gert sér grein fyrir umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar þegar ráðist var í framkvæmdirn- ar. Hins vegar verði alltaf að eiga sér stað ákveðið hagsmunamat þegar stórar ákvarðanir eru teknar. „Ég tel að við höfum tekið hárrétta ákvörðun. Auðvitað er alltaf eftir- sjá að landi sem hverfur. Hins vegar er mikið af þessu örfokaland, þótt eitthvað sé um gróin svæði. Ef ég ætti að velja efnahagsáhrifin af virkjuninni eða að halda þessu landi myndi ég velja nákvæmlega sama kost og við gerðum á sínum tíma,“ sagði Geir á Kárahnjúkum. Geir heimsótti í gær virkjunar- svæði Kárahnjúkavirkjunar undir leiðsögn Ómars Ragnarssonar fjöl- miðlamanns. Með í för voru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, auk þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Arnbjargar Sveins- dóttur. Ómar flaug með hópinn í eins hreyfils flugvél vítt og breitt yfir virkjanasvæðið og sýndi þeim stór- an hluta þess svæðis sem fer undir þegar vatni verður hleypt í Háls- lón. Ferðinni lauk svo á Kringilsár- rana sem verður á um sextíu metra dýpi. Þaðan leiddi Ómar hópinn í gönguferð um svæðið. Geir H. Haarde sagðist vera að sjá marga þá staði sem Ómar sýndi hópnum í fyrsta skipti. „Ég hef náttúrulega skoðað virkjanasvæðið og þar í kring. Þetta er þó nýtt að sumu leyti og einstaklega gaman að sjá svæðið úr lofti, sérstaklega í fylgd þessa einstaka leiðsögu- manns.“ Virkjunin við Kárahnjúka hefur verið mikið hitamál í samfélaginu en Geir telur ekki leika vafa á því að framkvæmdirnar njóti stuðnings. „Ákvörðunin var tekin lögum sam- kvæmt og ég held að hún njóti stuðn- ings bæði í flestum stjórnmálaflokk- um og meðal þjóðarinnar.“ Ómar Ragnarsson segir ferðina hafa gengið vel í alla staði. Það hafi verið mikil ánægja og heiður að fylgja hópnum um svæðið. „Þessar ferðir mínar um svæðið eru fyrst og fremst til að miðla upplýsingum. Síðan er það fólks að vinna úr þeim upplýsingum.“ Ómar hefur einnig boðið ráð- herrum Framsóknarflokksins í skoðunarferð um virkjunarsvæðið; þegar hafa þau Valgerður Sverris- dóttir, Guðni Ágústsson og Jónína Bjartmarz þekkst boðið. Þá liggur sams konar boð á borði forsvars- manna helstu fjölmiðla og forseta Íslands. jsk@frettabladid.is Framkvæmdirnar njóta stuðnings Forsætisráðherra heimsótti virkjanasvæði Kárahnjúka í gær ásamt Ómari Ragn- arssyni. Ráðherrann sá stóran hluta þess svæðis sem fer undir vatn í fyrsta sinn. ÞINGMENN OG LEIÐSÖGUMAÐUR Geir H. Haarde segir vissulega eftirsjá að því landi sem fer undir þegar vatni verður hleypt í Hálslón. Efnahagsleg áhrif framkvæmdanna vegi hins vegar þyngra. Hér má sjá Ómar Ragnarsson leiða hópinn í gönguferð um Kringilsárrana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STJÓRNMÁL Geir H. Haarde telur niðurstöðu landsfundar framsókn- armanna til þess fallna að þétta og bæta ríkisstjórnarsamstarfið. Hann segir þó ómögulegt að spá hvort verulegar áherslubreyting- ar fylgi nýrri forustu. „Ég tel full- víst að við í Sjálfstæðisflokknum eigum áfram gott samstarf við ráðherra Framsóknarflokksins.“ Geir segir þau Jón Sigurðsson formann, Guðna Ágústsson vara- formann og Sæunni Stefánsdóttur ritara, vel að sínum embættum komin. Hann telur þó mikla eftir- sjá að Halldóri Ásgrímssyni úr stjórnmálum „Við höfum átt gott samstarf sem staðið hefur í ára- tugi,“ sagði Geir á Kárahnjúkum í gær. - jsk Geir um formannskjörið: Þéttir og bætir ríkisstjórnina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.