Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 26
ATVINNA
20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR6
Bakari og mateiðslumaður
Bakara (með sveinsbréf) vantar í vaktavinnu.
Þurfa menn að vara jafnvígir á brauðbakstur og
tertuskreytingar.
Okkur vantar dugmikinn matreiðslumann (með
sveinsbréf) til framtíðarstarfa. Mjög fjölbreytt
matreiðsla fer fram hér á hótelinu.
Upplýsingar gefur Reynir í
síma 444-4052 eða e-mail
reynirm@icehotel.is
Fosshótel ehf. auglýsir eftir hótelstjóra til starfa á
Fosshóteli Reykholti. Um framtíðarstarf er að ræða.
Starfssvið:
- Yfirumsjón og skipulagning daglegs reksturs
- Daglegt uppgjör, skýrslugerð og bókhald
- Samskipti við aðalskrifstofu og viðskiptavini
- Þjónusta við gesti
- Markaðssetning
Hæfniskröfur:
- Gott vald á íslensku og ensku. Öll frekari tungumála
kunnátta er kostur
- Stjórnunar- og skipulagshæfileikar
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Rík þjónustulund, sveigjanleiki og geta til að starfa undir
álagi
- Útsjónasemi, viðskiptavit og metnaður
- Menntun og / eða reynsla sem nýtist í starfi
Umsóknarfrestur er til 1. september 2006. Starfið er laust
samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð má nálgast á
www.fosshotel.is
Fosshótel Reykholt er menningartengt ferðamannahótel sem byggir
á þríþættu þema: norrænni goðafræði, íslenskum bókmenntum og
klassískri tónlist. Hótelið var nýlega enduropnað eftir víðtækar
breytingar á húsnæðinu. Einnig er starfrækt heilsulind á Fosshóteli
Reykholti þar sem boðið er upp á margvísleg meðferðarherbergi og
heitar laugar.
Fosshótel er næststærsta hótelkeðja á Íslandi. Hótelin í keðjunni
bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um allt land, ýmist sem sum-
arhótel eða þriggja stjörnu heilsárshótel. Einkunnarorð Fosshótela
eru: „Vinalegri um allt land“. Til að ná því markmiði er nauðsynlegt
að hafa vingjarnalegt, þjónustulundað og fjölhæft starfsfólk í hverju
starfi. Árangursrík og ánægjuleg samskipti er leiðandi stefna í öllum
rekstri fyrirtækisins. Þjónustukannanir sýna að gestir Fosshótela eru
almennt mjög ánægðir dvöl sína, en 96-98% gefa dvölinni góða eða
ágætis einkunn.
Nánari upplýsingar veitir Renato Grünenfelder, framkvæmdastjóri,
í síma 562 4000 (-5) eða í gegnum tölvupóstfangið
renato@fosshotel.is