Fréttablaðið - 20.08.2006, Page 80

Fréttablaðið - 20.08.2006, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ��������������������� ���������� Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express Nánar á www.expressferdir.is/fotbolti eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A F I 0 1 8 1 2 2 BOLTINN ER HJÁ OKKUR! Express Ferðir bjóða gistingu á góðu hóteli, flug og miða á frábæran leik í Enska boltanum frá aðeins 39.900 kr. Ef þú finnur ekki það sem þig langar mest til að sjá á leikjalistanum okkar, skaltu hafa samband á info@expressferdir.is. Við getum útvegað bara miða á leik, miða og hótel eða útbúið ferð fyrir þig og þína á nánast alla leiki á Englandi, Spáni, Þýskalandi að ógleymdum miðum á leiki í Meistaradeild Evrópu. Express Ferðir eru í nánu sambandi við aðdáendaklúbba Arsenal, Chelsea og Tottenham á Íslandi. www.expressferdir.is/fotbolti Chelsea Chelsea – Liverpool 16.–18. september Chelsea - Portsmouth 20.–22. október Chelsea – Watford 10.–12. nóvember Chelsea – Arsenal 9.–11. desember Verð frá 59.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi* Fulham Fulham – Chelsea 22.–24. september Fulham – Charlton 13.–15. október Fulham – Everton 3.–5. nóvember Fulham – Arsenal 29.–30. nóvember Verð frá 39.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.* Liverpool Liverpool – Blackburn 13.–15. október Liverpool – Reading 3.–5. nóvember Liverpool – Fulham 8.–10. desember Liverpool – Portsmouth 29.–30. nóvember Verð frá 52.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.* Arsenal Arsenal - Sheffield United 22.–24. september Arsenal – Everton 27.–29. október Arsenal – Liverpool 11.–13. nóvember Arsenal – Portsmouth 15.–17. desember Verð frá 59.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.* Manchester United Manchester United – Tottenham 8.–10. september Manchester United – Liverpool 21.–23. október Manchester United – Chelsea 25.–27. nóvember Manchester United – Manchester City 8.–10. desember Verð frá 59.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.* Tottenham Tottenham – Fulham 16.–18. september Tottenham – West Ham 20.–22. október Tottenham – Portsmouth 30. sept.–2. okt. Tottenham – Chelsea 4.–6. nóvember Verð frá 44.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.* *Innifalið í verði: Flug og skattar, gisting og miði á leikinn. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Í gegn um tíðina hef ég leitast við að vera ekki efnishyggjumaður. Ég hef ekki sankað að mér mörg- um dauðum hlutum um dagana og þótt vænt um þá. Ég á reyndar sjónvarp, vídeótæki og X-box sem einnig fúnkerar sem DVD-spilari, auk nútímaþæginda á borð við ísskáp og þvottavél. Ég er enginn meinlætamaður. EN það er alveg merkilegt hvað safnast að manni mikið af drasli. Ég var nefnilega að flytja í vik- unni og blöskraði allur óþarfinn sem ég, sjálfur andans maðurinn, hafði hugsunarlaust viðað að mér, að því er virðist einungis í þeim tilgangi að fergja mig niður og gera mér erfiðara um vik að færa mig um set. ÞARNA voru til dæmis allra handa plastdollur og dósir með hvers konar festingum og tengj- um sem ég hefði ekki getað ráðið í hvaða tilgangi þjónuðu þótt ég hefði átt að vinna mér það til lífs, bunki af pappírum sem ýmist voru ábyrgðir fyrir símann, úrið, útvarpsvekjaraklukkuna, brauð- ristina, myndavélina, X-boxið, rakvélina, ísskápinn eða þvotta- vélina eða eitthvað bull sem ég hafði geymt af því að mér þótti það sniðugt á sínum tíma, snúrur til að tengja myndavélina, vídeó- tækið eða X-boxið við tölvuna eða sjónvarpið og til að hlaða símann, rakvélina og tækið sem hleður endurhlaðanlegu batteríin sem ég nota aldrei af því að ég man aldrei að ég á svoleiðis, að ógleymdum listaverkum barnanna frá því í leikskóla (sem ekki má henda vegna tilfinningalegs gildis þeirra og hafa því safnað ryki í geymsl- um víðs vegar um vesturhluta Reykjavíkur undanfarinn áratug) og dós af hjartarsalti sem var best fyrir árslok 2003 af því að vorið 2002 bjó ég til rétt sem þurfti að nota eina teskeið af hjartarsalti í – svo fátt eitt sé nefnt. Margir svartir plastpokar fullir af hlutum sem ég tók einhvern veginn aldrei þá ákvörðun að eignast, en örlögin eða hvunndagurinn eða lífsins bárur eða hvað sem maður vill kalla það skoluðu inn til mín og ég vissi ekki einu sinni að ég ætti, yfirgáfu heimilið við flutningana. ÞAÐ er bara ekki hægt að vera frelsaður einstaklingur í föllnu samfélagi, það er eins og að vera eini hreini vatnsdropinn í drullu- pollinum. Efnishyggjan þarna úti þröngvar sér inn á heimili manns og gegnsýrir líf manns án þess að maður sé eitthvað hafður með í ráðum um það. Hjartarsalt frá 2002

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.