Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 6

Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 6
6 9. september 2006 LAUGARDAGUR Enn finnast sprengjur 12.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín og vinnustaði í Berlín á fimmtudaginn meðan sprengu- sérfræðingar aftengdu sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni. Sprengjan vó 250 kíló og reyndist gerð í Banda- ríkjunum. ÞÝSKALAND LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík rannsakar nú hvort og þá hvaða upplýsingar njósnabúnaður sem fannst á kortasjálfsala við bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu hefur að geyma. Tilkynnt var um búnaðinn til lögreglu í lok síðasta mánaðar, sem tók málið þegar til rannsóknar. Tilgangur þeirra sem komu njósnabúnaðinum fyrir á sjálfsal- anum var að láta hann lesa upplýs- ingar af segulrönd greiðslukorts, þar með talið svonefnt pin-númer. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp hér á landi. Upp um búnaðinn komst þar sem sjálfsal- inn hafði ekki virkað sem skyldi. Talið er að njósnatækið hafi ekki verið búið að vera lengi á honum þegar það uppgötvaðist, en því hafði verið komið fyrir þar sem greiðslukortinu er stungið í rauf sjálfsalans. Fyrr á árinu gerði lögreglan austur á fjörðum fjögur njósna- tæki upptæk, en þau var hægt að setja á hraðbanka og stela þannig upplýsingum af kortum. Að sögn Óskars Bjartmarz yfirlögreglu- þjóns vildi maðurinn sem tækin fundust hjá ekki gangast við að eiga þau, þannig að það mál gekk ekki lengra. -jss HRAÐBANKI Fyrr á árinu gerði lögreglan á Seyðisfirði upptækan búnað sem hægt var að nota til að stela upplýs- ingum af kortum sem notuð voru í hraðbönkum. Rannsókn lögreglu á tilraunum til kortasjálfsalasvindls: Leita stolinna upplýsinga Horfðir þú á landsleik Íslendinga og Dana? Já 41% Nei 59% SPURNING DAGSINS Í DAG: Tekur þú þátt í söfnun Rauða krossins, Göngum til góðs? Segðu skoðun þína á vísir.is HEILBRIGÐISMÁL Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljón- um króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: „Greiðslu- staða spítalans er því erfið og leið- ir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll sam- skipti við birgja spítalans verða þyngri.“ Magnús Pétursson, for- stjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. „Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðli- legt að viðskiptasamskiptin verða þyngri,“ segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. „Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skilj- anlegt af þeirra hálfu, þegar drátt- ur verður á greiðslum, að þá þyng- ist viðskipti og samskipti.“ Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstök- um birgjum svarar Magnús neit- andi. „Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalan- um þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spít- alinn sé í skuld við þá.“ Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. „Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og gert grein fyrir hvenær verð- ur greitt.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans séu töluverðar og skipti jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skjóti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhugi að setja á fót lyfjaheild- verslun og hvetji lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safni skuldum. Einnig að erfitt sé að skilja af hverju ríkið borgi dráttarvexti af hundruð milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóð- ur skilar milljarða króna afgangi ár eftir ár. svavar@frettabladid.is Spítalinn fær lyf þrátt fyrir skuldir Forstjóri Landspítalans segir samskipti við birgja góð þrátt fyrir að spítalinn geti ekki staðið í skilum. Spítalanum hefur aldrei verið neitað um afgreiðslu lyfja. Birgjar staðfesta skuldir upp á tugi milljóna. FRÁ LANDSPÍTALANUM Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MAGNÚS PÉTURSSON, FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS FANGELSI Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir afar brýnt að framkvæmdir vegna úrbóta á fangelsunum við Akureyri og Kvía- bryggju hefjist á ný sem fyrst. Hann segir að hætt hafi verið við fram- kvæmdirnar þegar ríkisstjórnin ákvað í maí að stöðva opinberar fram- kvæmdir. Þeirri ákvörðun hafi enn ekki verið breytt. Við höfum lagt mikla áherslu á að það verði ráðist í úrbætur á Kvíabryggju enda eru þær tiltölu- lega ódýrar og bæta við sex til átta fangaplássum. Alþingi þarf að taka ákvörðun um það hvaða fram- kvæmdum á að hleypa áfram,“ segir hann. „Á seinasta þingi var búið að veita fjárlögum til Kvía- bryggju og Akureyrar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur tekið undir það að þessi fer- ill eigi að halda áfram.“ Valtýr segir að hönnunar- og teiknivinna við nýja fangelsið á Hólmsheiði og Litla-Hraun muni halda áfram þrátt fyrir að fram- kvæmdir geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórnin gefur leyfi. „Við vilj- um að allt verði tilbúið þegar flaut- an gellur. Við vonum að það verði sem fyrst.“ - sþs Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir brýnt að framkvæmdir við fangelsi hefjist: Alþingi þarf að taka ákvörðun VALTÝR SIGURÐSSON LITLA-HRAUN Hönnunar- og teiknivinna við nýtt fangelsi á Hólmsheiði og Litla-Hraun mun halda áfram þó ekki megi byrja að byggja. Forstjóri Fangelsismálastofnunar vonast til þess að Alþingi flauti sem fyrst til leiks svo framkvæmdir geti hafist á ný. VARNARMÁL Viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verður haldið áfram þann 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneyt- inu. Viðræðurnar áttu að halda áfram um síðustu mánaðamót en var frestað. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku samninganefnd- inni. Ekki er ljóst hvort þetta verður síðasti fundur nefndanna en forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji ljúka viðræðunum fyrir næstu mánaðamót. - sþs Viðræður um varnarmál: Næsti fundur 14. september WASHINGTON, AP Thomas Turner, næstráðandi hersveita Banda- ríkjamanna í Írak, upplýsti í gær að nokkrir pyntingarklefar hefðu fundist norðaustur af Bagdad. Klefarnir eru um 3,6 fermetrar hver og í þeim fundust hlekkir, sem festir voru við veggina, barefli og annað sem bendir til pyntinga. Turner nefndi klefana til að sýna dæmi um að ofbeldið milli súnnía og sjía hefði breiðst út fyrir Bagdad, en í héraðinu sem þeir fundust í búa súnníar, sjíar og kúrdar. - kóþ Skálmöldin í Írak: Pyntingarklefar nálægt Bagdad LÖGREGLUMÁL Maður sem grunað- ur er um að hafa reynt að smygla inn tveimur kílóum af kókaíni í félagið við fjóra aðra losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Áður hafði 18 ára stúlka, sem kókaínið fannst á, verið leyst úr haldi. Það var 9. ágúst sem par var handtekið í Leifsstöð. Á stúlkunni fundust um tvö kíló af kókaíni. Þrennt, tveir menn og ein stúlka, voru svo handtekin í kjölfarið. Þrjú þeirra sitja enn í gæsluvarð- haldi fram yfir mánaðarmót. Samtals eru 11 í gæsluvarðhaldi nú, tveir fyrir ofbeldisverk en níu vegna fíkniefnabrota. - jss Tekinn með tvö kíló: Kókaínmaður laus úr gæslu Nýtt félag gengur í ASÍ Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur samþykkt inngöngu sameinaðs félags járniðnaðarmanna og vélstjóra. Ekki hefur verið ákveðið hvað hið sam- einaða félag á að heita. Það verður ákveðið á fundi í október. VERKALÝÐSMÁL VIRKJUN Stjórn Félags um verndun hálendis Austurlands harmar þá óvirðingu sem yfirvöld orku- og iðnaðarmála, ásamt nú- og fyrrverandi forsætisráðherra hafa sýnt þingi og þjóð. Það hafi þau gert með því að láta eins og meðferðin á skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings hafi verið eðlileg og mönnum sæmandi. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Stjórn félagsins biður stjórn- völd þessa lands og Landsvirkjun að láta af þeim hroka og vald- níðslu sem hingað til hafi einkennt meðferð þeirra á málefnum sem snerta Kára- hnjúkavirkjun. - sþs Félag um verndun hálendis: Segja yfirvöld sýna óvirðingu KJÖRKASSINN Reyna skot í dag Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur enn á ný frestað geims- koti geimferjunnar Atlantis. Áætlað var að skjóta henni á loft í gær. Ástæðan kvað vera bilun í eldsneyt- isnemum ferjunnar. Reynt verður að skjóta Atlantis á loft í dag. GEIMFERÐIR PARÍS, AP Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, sem gæti orðið forseti Frakk- lands innan skamms, kynnti í gær hugmynd- ir sínar um róttækar breytingar á Evrópusam- bandinu. Hann tók jafnframt fram að hann teldi alls ekki rétt að Tyrkland fengi inngöngu í sambandið. „Við verðum að ákveða hverjir eru Evrópubúar og hverjir ekki,“ sagði hann í ræðu í Brussel í gær. Hann vill að samþykkt verði þriggja ára áætlun um „smáan sáttmála“ sem kæmi í staðinn fyrir fyrirhugaða stjórnarskrá, sem felld var í kosningum bæði í Frakklandi og Hollandi á síðasta ári. - gb Innanríkisráðherra Frakklands: Tyrkir fái ekki aðild að ESB NICOLAS SARKOZY WASHINGTON, AP Öldungadeild Bandaríkjanna birti í gær skýrslu frá leyniþjónustunni CIA þar sem staðfest er að ríkisstjórn Saddams Hussein hafði engin tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída, þvert ofan í það sem bandarísk stjórnvöld héldu fram þegar þau færðu rök fyrir nauðsyn þess að fara í stríð gegn Írak. Í skýrslunni er einnig staðfest að Saddam Hussein hafði ekki yfir neinum gjöreyðingar- vopnum að ráða, né heldur getu til að framleiða slík vopn. Repúblikanar sögðu fátt nýtt í skýrslunni. Demókratar væru eingöngu að afla sér atkvæða með því að tala um hana núna, þegar styttist í kosningar. - gb Öldungadeild Bandaríkjanna: Tengdist ekki al-Kaída SADDAM HUSSEIN Bandarísk stjórnvöld staðfesta loks að hann vildi ekkert með Al Kaída hafa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.