Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 10
10 9. september 2006 LAUGARDAGUR
FYRIRSÆTA SKARTAR DEMANTAKÓR-
ÓNU Nú stendur yfir sýning gullsmiða
og skartgripahönnuða í Moskvu. Fyrir
hvaða markhóp ætli þessi demants-
prýdda gullkóróna hafi verið gerð?
NORDICPHOTOS/AFP
SVÍÞJÓÐ Annar hver kjósandi í Sví-
þjóð býst við kosningasigri borg-
aralegu flokkanna í þingkosning-
unum 17. september, að því er
fram kemur í nýbirtri könnun
viðhorfsrannsóknastofnunarinnar
Skop. Könnunin var að vísu gerð
áður en það komst í hámæli að
starfsmenn Þjóðarflokksins, eins
af flokkunum fjórum í kosninga-
bandalagi borgaraflokkanna,
hefðu gerst sekir um að brjótast
inn á innri vef Jafnaðarmanna-
flokksins, en þessi niðurstaða er
enn ein vísbendingin um að
sænskir kjósendur séu farnir að
stilla sig inn á að gefa jafnaðar-
mönnum frí frá stjórnartaumun-
um, sem þeir hafa haldið um í
sextíu af síðustu sjötíu árum.
Samkvæmt könnuninni, sem
vitnað er til á fréttavef Dagens
Nyheter, trúa 49 prósent
aðspurðra á sigur borgaraflokk-
anna, en 45 prósent að vinstri-
flokkarnir hafi betur. Hin sex
prósentin tóku ekki afstöðu til
spurningarinnar.
Aldrei hafa fleiri verið á kjör-
skrá í þingkosningum í landinu,
6.834.169 manns.
Lars Leijonborg, formaður
Þjóðarflokksins, var í yfirheyrslu
í beinni útsendingu sænska ríkis-
sjónvarpsins á fimmtudagskvöld.
Þar bað hann sænsku þjóðina
afsökunar á tölvunjósnahneyksl-
inu, en biðlaði til kjósenda að
missa ekki traustið á sér og flokki
sínum. Samkvæmt könnunum
fjölmiðla á viðbrögðum áhorf-
enda þótti Leijonborg komast vel
frá yfirheyrslunni. Rétt rúm vika
er til kosninga og binda Þjóðar-
flokksmenn vonir við að á enda-
sprettinum falli þetta leiðindamál
aftur í skuggann af eiginlegu
kosningamálunum.
Og á þeim vígstöðvum virðast
jafnaðarmenn eftir sem áður í
vörn. Fredrik Reinfeldt, formað-
ur Hægriflokksins og forsætis-
ráðherraefni borgaraflokkanna,
þykir samkvæmt mælingum fjöl-
miðla á viðbrögðum fólks hafa
staðið sig mun betur en Persson í
sjónvarpskappræðum síðustu
vikna. Síðast þegar þeir hittust í
sjónvarpi, á TV4-stöðinni síðast-
liðið miðvikudagskvöld, voru
atvinnumál og fleiri höfuðmálefni
kosningabaráttunnar í brenni-
depli. Persson lýsti þar jafnað-
armönnum sem varðhundum
velferðarkerfisins en Reinfeldt
boðaði nýja atvinnustefnu ríkis-
stjórnarinnar undir sinni forystu.
Meginkosningaloforð borgara-
legu flokkanna er að draga úr
atvinnuleysi og að lækka skatta.
Þeir Reinfeldt og Persson
reyna aftur með sér í sjónvarps-
kappræðum í ríkissjónvarpinu
SVT á sunnudagskvöld en í gær
mættust þeir í útvarpinu. Loka-
kappræðurnar fara fram á föstu-
dagskvöldið. audunn@frettabladid.is
LARS LEIJONBORG
Formaður Þjóð-
arflokksins bað
þjóðina afsökunar
á tölvunjósna-
hneykslinu.
NORDICPHOTOS/AFP
REINFELDT OG PERSSON Frá sjónvarpskappræðum keppinautanna um forsætisráð-
herrastólinn á miðvikudagskvöld. Samkvæmt mælingum á viðbrögðum áhorfenda
þykir Reinfeldt hafa staðið sig betur. NORDICPHOTOS/AFP
Annar hver Svíi býst
við sigri borgaralegra
Helmingur sænskra kjósenda reiknar með sigri borgaralegu flokkanna í þing-
kosningunum sem fara fram um næstu helgi. Lars Leijonborg, formaður Þjóð-
arflokksins, varði orðstír flokks síns í sjónvarpsyfirheyrslu í fyrrakvöld.
Kosningar í Svíþjóð
Ákærðir fyrir árás
Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa
verið ákærðir fyrir líkamsárás sem átti
sér stað við Vesturhraun í Hafnarfirði
í apríl sl. Mennirnir réðust á karlmann
og lömdu hann. Grunur leikur á því
að líkamsárásin tengist fíkniefnavið-
skiptum.
DÓMSMÁL
Ferðamaður sat fastur
Erlendur ferðamaður var dreginn á
land í gær en hann hafði fest bíl sinn
í neðra vaði Jökulsárlóns. Vegfarendur
aðstoðuðu manninn við að komast
á þurrt.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA Biðtími eftir
sálfræðiþjónustu grunnskóla í
Kópavogi er aðeins 1-2 vikur sam-
kvæmt upplýsingum frá Tómasi
Jónssyni, forstöðumanni sér-
fræðiþjónustu grunnskóla í Kópa-
vogi. Til samanburðar má geta
þess að biðtími eftir sálfræði-
þjónustu í Reykjavík er mun
lengri og getur skipt mánuðum.
Bið eftir sálfræðiþjónustu
barna á leikskólaaldri í Kópavogi
er um tveir mánuðir að sögn Önnu
Karenar Ásgeirsdóttur sérkennslu-
fulltrúa og alls bíða 24 börn eftir
þjónustu sálfræðinga.
„Boðið er upp á stoðþjónustu
innan leikskólanna fyrir þau börn
sem bíða og þar veita iðjuþjálfar og
talmeinafræðingar sérfræðiþjón-
ustu.“
Anna Karen segir algengustu
ástæðu greiningar grun um seink-
aðan mál- eða vitsmunaþroska.
„Biðlistar hjá okkur eru ekki það
langir að óánægjuraddir heyrist en
það er ákveðið áhyggjuefni að sum
barnanna bíða áframhaldandi þjón-
ustu í kjölfar greininga. Sum bíða
þjónustu stofnana eins og Greining-
ar- og ráðgjafastöðvar ríkisins en
þar getur biðtíminn farið yfir ár.“
Það er tilfinning Önnu Karen-
ar að fleiri börn fari í gegnum
sálfræðigreiningar nú en áður og
til að mæta þessum nýja veru-
leika hefur þjónusta inni á leik-
skólum verið aukin. - hs
Aðeins nokkurra vikna bið eftir sálfræðiþjónustu í grunnskólum í Kópavogi:
Mörg bíða frekari greiningar
BÖRN AÐ LEIK Tveggja mánaða bið er
eftir sálfræðiþjónustu á leikskólum í
Kópavogi.
��������������������������������������������������
�
�
�
�
�
�
��
��
��
��
��
�
��
��
�
��������������
��������������
������������������������������������������������
��������������������������������������
���������������
Ljubljana
��������� ������������������������� ���� ����� �� �������������� ��������
��������� ����������������������� ������������������������������������
��������������������������������������������������������������������������
��������������������������������������������������������������������
������������������������������������������� ����������������������
������������
����������������
�������������������������������
���������������������
����������������������
�������������������
������������������
��������������������
�����������
�������
�����������
����������
�������������������������������� �����
�����������������������������������
Réttindalaus á bíl
Rúmlega tvítug stúlka var dæmd í
tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í
gær fyrir að hafa ekið án réttinda á of
miklum hraða og hafa gefið upp nafn
og kennitölu annarrar konu auk þess
sem hún falsaði undirskrift hennar.
Stúlkan hefur ekki áður brotið lög.
HEIMSÓKN Athafnamaðurinn Steve
Forbes er væntanlegur til lands-
ins. Forbes, sem er aðaleigandi,
forstjóri og ritstjóri viðskipta-
tímaritsins Forbes, mun halda
fyrirlestur þann 6. febrúar næst-
komandi. Einar Bárðarson,
umboðsmaður og tónleikahaldari,
stendur fyrir komu hans til lands-
ins.
Fyrirlesturinn er liður í fyrir-
lestraröðinni „Stefnumót við leið-
toga“. Meðal annarra fyrirlesara í
þeirri röð er Mikhail Gorbachev
sem mun tala í Háskólabíói þann
12. október.
Steve Forbes er forstjóri og
stjórnarformaður útgáfurisans
Forbes Inc. en það gefur út eitt
útbreiddasta viðskiptatímarit í
heimi, Forbes. Samanlagt selst
það að jafnaði í níu hundruð þús-
und eintökum í Bandaríkjunum
og nær til um fimm milljóna les-
enda á heimsvísu á átta tungumál-
um.
Forbes sóttist eftir útnefningu
Repúblikanaflokksins til forseta-
framboðs árin 1996 og 2000 án
árangurs. Í fyrra skiptið tapaði
hann fyrir Bob Dole en í það
seinna fyrir George W. Bush,
núverandi Bandaríkjaforseta.
Forbes hefur einnig verið einn
helsti ráðgjafi bandarískra stjórn-
valda í málefnum fjölmiðla. - sþs
Fyrirlestraröðin „Stefnumót við leiðtoga“ heldur áfram:
Steve Forbes til landsins
STEVE FORBES Forbes hefur tvisvar sóst
eftir útnefningu Repúblikanaflokksins
til forsetaframboðs í Bandaríkjunum. Í
bæði skiptin tapaði hann, í það seinna
fyrir núverandi Bandaríkjaforseta,
George W. Bush.
VINNUMARKAÐUR Gylfi Arnbjörns-
son, framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambands Íslands, segir að
málflutningur ASÍ
sé í raun efnislega
samhljóða
formönnum
sautján aðildarfé-
laga Starfsgreina-
sambands Íslands.
Formennirnir
lýstu því yfir í
síðustu viku að
málflutningur ASÍ
um afnám tolla og
frjálsan innflutning landbúnaðar-
afurða væri ekki í anda þessara
aðildarfélaga. Gylfi bendir á að
ASÍ hafi lagt til öflugar mótvæg-
isaðgerðir sem nemi sex milljörð-
um króna.Formennirnir hafi hins
vegar ekki aflað upplýsinga um
það sem starfsmenn í Reykjavík
séu að gera. - ghs
Framkvæmdastjóri ASÍ:
Erum efnislega
sammála
GYLFI ARN-
BJÖRNSSON
SAMGÖNGUR Nýr ferðakostur
hefur verið tekinn í notkun innan
Reykjavíkur og binda eigendur
vonir við að hann verði til þess að
milljarðar sparist í vegafram-
kvæmdum.
Fyrirtækið nefnist Skutlan og
er markmið þess að bjóða ferðir
innan Reykjavíkur fyrir aldraða
og öryrkja, virka daga frá
klukkan tíu á morgnana til
hádegis á 500 krónur.
Einar Ágústsson, starfsmaður
fyrirtækisins, segir að með þessu
léttist verulega á álagi á gatna-
kerfinu þar sem fleiri en einum
farþega verði ekið í hverri ferð.
-kdk
Nýr ferðakostur fyrir aldraða:
Gæti sparað
milljarða króna