Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 12
 9. september 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.095 +1,03% Fjöldi viðskipta: 431 Velta: 5.186 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,00 +0,00% ... Alfesca 4,76 +1,71% ... Atlantic Petroleum 572,00 +0,35% ... Atorka 6,30 +1,61% ... Avion 33,20 -0,90% ... Bakkavör 54,80 +1,67% ... Dagsbrún 4,95 +0,00% ... FL Group 20,50 +11,41% ... Glitnir 19,80 +0,51% ... KB banki 834,00 +0,48% ... Landsbankinn 25,60 +1,19% ... Marel 78,00 +0,65% ... Mosaic Fashions 17,80 +1,14% ... Straumur-Burðarás 16,70 +1,21% ... Össur 120,00 -0,83% MESTA HÆKKUN Tryggingamiðstöðin +12,16% FL Group +11,41% Alfesca +1,71% MESTA LÆKKUN Avion -0,90% Össur -0,83% Flaga -0,76% Ójöfnuður í stúkunni Stóru fyrirtækin, sem styðja KSÍ, fá slatta af miðum á landsleiki en þetta er alþekkt aðferð. Þetta er einnig algengt þegar haldnir eru tónleikar og ann- ars konar menningarviðburðir. Miðunum er útbýtt til starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækjanna en þar með er ekki sagt að þessir aðgöngumiðar séu nýttir til fulls. Ónefndur viðskiptabanki fékk um sex hundruð miða á Danmerkurleikinn í fótbolta, sem gekk illa að koma út því á leikdag sátu bankamenn uppi með eitt hundrað stykki og fengu gestir og gangandi miða fyrir ekki neitt. Þá heyrast sögur af því að forríkir kúnnar hringi í bankana sína og heimti frímiða á fótboltaleiki, tónleika og aðra atburði sem bankarnir láta þá hafa með glöðu geði, enda greinilega fjandanum erfiðara að koma hnossgætinu út. Á sama tíma slæst sauðsvartur almúginn um hvern lausan miða sem í boði er á stórleiki og borgar fullt verð fyrir. Heimur versnandi fer kynni einhver að segja. Norður og niður „Við teljum að virði VÍS liggi norðan megin við 53 milljarða... „ Greinandi hjá Landsbankanum grípur til höfuðáttanna í lýsingu sinni á verðmæti VÍS sem er í eigu fjármálaþjónustufyrirtækisins Existu. Hér er sennilega átt við að virði VÍS sé ekki undir 53 milljörðum króna. Hins vegar er því ekki að neita að greining Lands- bankans hefur unnið mjög þarft verk við að gefa út jafn ítarlega greiningu á Existu og raun ber vitni. Landsbankinn kemst að þeirri niðurstöðu að útboðsgengi Existu sé hátt og þurfi félagið að sýna góða arð- semi til að standa undir því. Peningaskápurinn ... Mjólka hefur brugðist við óskum um að aðgreina betur framleiðslu sína frá vörum annarra framleið- enda. Á næstunni munu því feta- ostar frá Mjólku sem seldir eru í glerkrukkum vera seldir með breyttum merkingum. Osta- og smjörsalan hafði gert athuga- semdir við umbúðirnar og sagði þær gerðar til að villa um fyrir neytendum. Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, segir það þekkt í viðskiptum að vörur séu boðnar í svipuðum umbúðum og samkeppnisaðilanna, enda stjórn- ist kauphegðun neytenda að miklu leyti af vana. Mjólka hafi þó fallist á að það hafi verið ákveðin hætta á ruglingi í þessu tilfelli og því hafi verið tekin ákvörðun um að breyta umbúðunum. „Það er í þágu neyt- enda að það fari ekki á milli mála hvenær þeir eru að kaupa feta frá Mjólku og hvenær þeir eru með innflutta eða ríkisstyrkta vöru í höndunum,“ segir Ólafur. „Við höfum fundið fyrir miklum vel- vilja frá neytendum og það er ekki okkar vilji að rugla þá.“ - hhs NÝJAR OG GAMLAR MERKINGAR Mjólka breytir Feta Ísland er í 9. sæti á lista yfir efna- hagslegt frelsi þjóða. Í árlegri skýrslu um efnahagsfrelsi í heimin- um, sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál (RSE) gaf út í gær, kemur fram að frelsi af þessum toga er mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum úr fátækt. Þá kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem fylgir skýrslunni að þróunaraðstoð hafi ekki jákvæð áhrif á hagvöxt meðal fátækustu þjóða heims. Efnahagslegt frelsi hafi aukist síðastliðin 25 ár og hafi það haft mikil áhrif á velmegun almennt. Sé litið til efnahagslegs frelsis komi í ljós að hagur fátæk- ari þjóða vaxi mun hraðar en ríkra og við slíkar aðstæður fari því fjarri að þær séu fastar í vítahring fátæktar. Hong Kong er í efsta sæti listans með mesta efnahagslega frelsið og 8,7 af 10 í einkunn. Singapúr er í 2. sæti með 8,5 stig en Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með einkunnina 8,2. Flestar þeirra þjóða sem fengu lægsta einkunn eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjunum. Ísland, sem var í 13. sæti á list- anum í fyrra, fékk einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar um 0,2 stig á milli ára. - jab BÖRN AÐ LEIK Ísland er í níunda sæti á lista RSE yfir efnahagslegt frelsi í heimin- um, sem birtur var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Efnahagslegt frelsi eykst hér Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, skilaði á fyrri hluta árs- ins 22,8 prósenta nafnávöxtun á ársgrundvelli. Þetta samsvarar raunávöxtun upp á 10,2 prósent. Raunávöxtun A-deildar nam 11,3 prósentum en 10,6 prósentum í B-deild, sem var lokað fyrir nýjum sjóðfélögum í árslok 1996 og er stærri deildin í eignum talið. Heildareignir LSR námu tæpum 258 milljörðum króna í lok júní og hækkuðu um 13,3 prósent frá ára- mótum eða um þrjátíu milljarða króna. - eþa LSR skilaði 23% nafnávöxtun Hlutabréf í FL Group og Lands- bankanum hafa hækkað mest allra hlutabréfa frá því í byrjun ágúst, um það leyti er innlendur hlutabréfamarkaður náði lægsta gildi á árinu. Hafa bréf FL hækk- að um tæpan þriðjung en bréf Landsbankans hækkað um 24 pró- sent á þeim tíma. Brét FL Group hækkuðu um tæp tólf prósent í gær í yfir 2,2 milljarða veltu og endaði gengið í 20,5 krónum á hlut. Þessi gríðar- lega hækkun jók markaðsvirði félagsins um tæpa sautján millj- arða króna. Bréf allra Úrvalsvísitölu- félaga hafa hækkað á tímabilinu frá byrjun ágúst nema í Dags- brún þar sem þau hafa lækkað um sjö prósent. Gengi í KB banka og Glitni hefur hækkað um tæp átján prósent og um sextán pró- sent í Alfesca og Bakkavör. Sjálf Úrvalsvísitalan hefur stigið upp um fimmtán prósent frá því í byrjun ágúst en það jafngild- ir yfir átta hundruð stiga hækkun. Stóð hún við lokun markaða á föstudaginn í 6.095 stigum. Ýmislegt kann að skýra þessa miklu stemningu á markaði. Bank- arnir skiluðu mjög góðum upp- gjörum á fyrri hluta ársins og þá eru þeir komnir langt á veg með endurfjármögnun á lánum sem koma til greiðslu árið 2007. - eþa Landsbankinn og FL Group hækka mest Gengi FL Group hækkaði um 11,4 prósent í gær. BREYTING Á GENGI ÚRVALS- VÍSITÖLUFÉLAGA FRÁ 1. ÁGÚST FL Group 32,3% Landsbankinn 24,2% KB banki 18,8% Glitnir 18,6% Alfesca 16,1% Bakkavör 15,9% Össur 11,6% Straumur 6,3% Actavis 5,7% Mosaic Fashions 5,3% Marel 4,8% Atorka Group 4,1% Avion Group 2,5% Atlantic Petroleum 2,0% Dagsbrún -7,0% Mikil eftirspurn var eftir bréfum í Exista í gær þegar fyrsti áfangi í skráningu félagsins á markað fór fram að því er fram kemur í Veg- vísi Landsbankans. Fyrirfram var gefið út að verð hlutanna yrði á bilinu 19,5 til 21,5 krónur og í boði voru 1,38 til 2,76 prósent í félaginu. Vegna mikils áhuga fór svo að allir hlutirnir sem voru í boði voru seldir á 21,5 krón- ur, alls 300 milljón hlutir. Söluand- virðið nam því 6,45 milljörðum króna. Sala til almennings og starfsmanna Exista mun fara fram á sama verði eða 21,5 krónur á hlut og verða samtals 1,2 prósent í félaginu seld á 2,8 milljarða króna. Alls innleysir Kaupþing banki því 10,6 milljarða króna á þriðja árs- fjórðungi með sölu bréfa í Exista, þegar með er talin sala á 6,1 pró- sents eignarhluta í Exista til níu lífeyrissjóða í byrjun ágúst. - hhs Exista-bréf ruku út MARKAÐSPUNKTAR Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,2 milljörðum króna í ágúst. Þetta er tals- verður samdráttur frá júlí en þá námu heildarútlán sjóðsins 5,1 milljarði króna. Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,25 prósentum. Almennt var búist við þessari ákvörðun en stýrivextir í landinu voru hækkaði um 25 punkta í júlí eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu. Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur lækkað lánshæfismat norska tryggingafélagsins NEMI úr BBB í BBB-. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbank- ans segir að ekki sé ólíklegt að lægri lánshæfiseinkunn dragi úr möguleikum NEMI til vaxtar þar sem einhverjir við- skiptavinir vilji síður tryggja sig hjá félagi með lágt lánshæfi. HANFA, króatíska fjár- málaeftirlitið, fer nú yfir nýtt tilboð banda- ríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfja- fyrirtækið PLIVA. Með tilboði sínu svarar Barr hækkuðu tilboði Acta- vis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en HANFA, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeft- irlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrir- tækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síð- asta boð Actavis sem birt var í síð- ustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. „Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup,“ segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr, og áréttar að víst séu mikil samlegð- aráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því „sem keppi- nautur okkar hefur haldið fram“. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri innri og ytri sam- skipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. „En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr,“ segir hann. „En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum.“ Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokk- uð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Act- avis. olikr@frettabladid.is AUGLÝSING ACTAVIS Í KRÓATÍU Svona lítur út heilsíðuauglýsing frá Actavis sem birtist í króatískum dagblöðum fyrir helgi. Barr leggur fram nýtt til- boð í Pliva á móti Actavis Í APÓTEKINU Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.