Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 16
16 9. september 2006 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Umræðan Leiðir úr viðjum fátæktar William Easterly, prófessor við Háskól-ann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóða- bankanum, hefur bent á, að á árunum 1970- 1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrett- án þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tek- ist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efna- hagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnu- markaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opin- berum styrkjum, fjárfestingum og skýrslu- gerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá mið- stýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heima- fólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunn- áttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarf- semi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunar- búskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opin- ber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært. Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsókn- armiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Þróunaraðstoð á villigötum Það vantar: Starfsfólk í sal. - Kvöldvinna Kokk - Dag- og kvöldvinna Starfsmann í útkeyrslu á eiginn bíl Góð Laun í boði Banthai Uppl. 896 3536 Ekki er nema öld síðan að samtíminn kom til Íslands. Það gerðist í einni andrá þegar fréttir af andláti Kristjáns IX bárust hingað í janúar 1906. Kristján hafði þá verið konungur Íslands í rúm 42 ár. Hann tók við þeirri tign haustið 1863 en Íslendingar fréttu ekki af því fyrr en vorið eftir – þegar póstskipið kom loksins til Íslands. Þegar gamli kóngurinn dó eftir langa ævi fréttu landsmenn hins vegar af því samdægurs því að ritsíma- tæknin var þá nýkomin til landsins. Sama ár kom önnur ný uppfinning til Íslands, kvikmynd- irnar. Danskur maður að nafni Pedersen (oft kallaður Bíó- Pedersen) hóf kvikmyndasýning- ar í Fjalakettinum við Aðalstræti. Nú gátu Íslendingar séð kvik- myndir af fólki og atburðum úti í löndum. Samtíminn var ekki einungis kominn til Íslands. Hann var á stöðugri hreyfingu. „Fréttir dagsins“ eru því tiltölulega nýtt sögulegt fyrir- bæri. Þær hafa einungis verið til í öld eða svo. Þegar í upphafi kom hins vegar í ljós að hið nýja fyrirbæri hafði ekki einungis kosti heldur einnig galla. Frétt- irnar sem bárust með ritsímanum voru yfirborðskenndari en gömlu fréttirnar. Þær höfðu ritstjórar blaðanna fengið með póstinum, lagst yfir þær, myndað sér skoðun og rituðu svo um þær ítarlegar skýringar. Í afar skemmtilegri bók eftir sagnfræð- inginn Þórunni Valdimarsdóttur, Horfinn heimur, segir t.d. frá því hvernig íslenskir ritstjórar skrifuðu um stórviðburði ársins 1900, Búastríðið og Boxaraupp- reisnina. Skoðanirnar voru margar og misjafnar, í samræmi við viðhorf og bakgrunn ritstjór- anna. Sannleikurinn var ekki einn heldur margfaldur. Frá upphafi báru fréttaskeytin í för með sér þá hættu að veruleikinn utan landsteinanna yrði hraðsoðnari og einfaldari. Þar með er ekki sagt að íslensk fjölmiðlun hafi endilega borið þess merki á 20. öld. Sjónarhornin héldu áfram að vera mörg, en þau voru í einstefnufarvegi. Menn voru með eða á móti sósíalisma, frjálshyggju, byggðastefnu, her, heimsvaldastefnu, vestrænni samvinnu og svo framvegis. Oft var kvartað yfir „flokkspólitísk- um viðjum“ umræðunnar og með nokkrum rétti, en þegar þær viðjar losnuðu urðu sjónarhornin ekki fjölbreyttari. Þvert á móti. Núna segja allir fjölmiðlar á Íslandi sömu fréttirnar. Fréttirn- ar sem eru lesnar eftir erlendu fréttaskeytunum eru raunar oft engar fréttir. Eins og vélar endursegja fréttamennirnir hvernig Bush segir eitt, Ahmadinejad annað, Evrópu- sambandið fordæmir lýðræðis- skort í Hvíta-Rússlandi en gefur kosningasvindlurum í Mexíkó hreint sakavottorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna gefa út skýrslur og stundum koma léttar fréttir um það hvaða þjóð sé nú ríkust, bjartsýnust og langlífust. Allt felur þetta í sér mötun að meira eða minna leyti. En við getum ekki kennt alþjóðlegum fréttaskeytum um þetta: Íslensku fréttirnar eru eins: Davíð Oddsson gagnrýnir efnahags- stjórnina, Ingibjörg Sólrún hneykslast á Davíð, Steingrímur J. gagnrýnir Kárahnjúkavirkjun, Geir Haarde hneykslast á Steingrími. Framsóknarmenn líkja öllum sem gagnrýna flokkinn við stríðsglæpamenn nasista, hneykslast á skrifum 11 ára gamalla barna og þjóðinni almennt fyrir að vera „á lægra þekkingarstigi“. Það eru auðvitað engar fréttir að Bush hatist við Ahmadinejad eða Ingibjörg Sólrún við Davíð. Þar með er ekki sagt að við fréttum aldrei neitt í fjölmiðlum en þó eru þeir misjafnlega gagnlegir. Sjálfur frétti ég margt af netsíðum fjölmiðla úti í heimi og stundum frétti ég eitthvað í Útvarpinu. Sjónvarpsfréttir eru hins vegar löngu hættar að vera annað en „frekar slappur veruleikasjónvarpsþáttur“ (svo vitnað sé í nýjasta hefti Skírnis). Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna þess að þeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun að þeir telja að sannleik- urinn sé aðeins einn og að hann megi finna með dulspekiaðferð sem kallast „fréttamat“. Í sjónvarpsfréttum er einungis eitt sjónarhorn, í Útvarpinu eru þau sárafá eða jafnvel aðeins það sama og í sjónvarpsfréttum og það þarf meira að segja að leita af töluverðum dugnaði á netinu til þess að finna þau, en þau finnast samt sem áður einkum þar. Þarf þetta að vera svona? Auðvitað ekki og ritstjórarnir á fréttastofum samtímans mættu margt læra af kollegum sínum sem voru uppi fyrir 100 árum. Þeir skildu mun betur að veru- leikinn snýst um ólík sjónarhorn þó að Guð væri nýlátinn og Nietzsche í andarslitrunum. Það er veruleikinn sem „fréttamatið“ kæfir þannig að allir fréttamenn festast í sama farinu í ímyndaðri fagmennsku sem er ekki annað en ófrumleg endurtekning á vanahugsun. Fréttamatið hefur ekki tryggt okkur betri fréttir, einungis staðlaðri og leiðinlegri fréttir. Hvaða tilgang hafa fréttir? Til hamingju með nýja kjör- dæmið Árni M. Mathiesen kynnti þá ákvörð- un sína að hann myndi færa sig úr Suðvesturkjördæmi í Suðurkjördæmi. Gaf hann þá skýringu að mörg spenn- andi verkefni væru framundan þar og sem fyrrum þingmanni hins gamla Reykjaneskjördæmis rynni sér blóð- ið til skyldunnar að takast á við þau. Þetta er ný nálgun í þessum efnum þar sem skipan manna í kjördæmi ræðst af þeim verkefnum sem þar finnast. Íbúar kjördæmanna geta þá væntanlega reynt að brydda upp á spennandi verk- efnum til að laða að góða fram- bjóðendur. Reglur og börn Sú ákvörðun skólayfirvalda í Ísafjarð- arbæ að meina þremur börnum af pólskum ættum að sækja skóla, þar sem þau voru ekki með kennitölu, hefur vakið hörð viðbrögð margra. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, for- stöðukona skóla- og fjölskylduskrif- stofu Ísafjarðarbæjar, segir að ekki hafi verið stætt á öðru vegna þeirra reglna sem þau verða að lúta. Fyrir Baldri Kristjánssyni, sóknarpresti í Þorlákshöfn, horfir þetta öðru vísi við en hann segir á vef sínum: „Andi barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og allra annarra barna- sáttmála á heims- og Evr- ópuvísu er að nota börn aldrei til þess að koma skikki á veraldarvafstur fullorðinna.“ Svona gera bankastjórar ekki! Það kann að vera að við séum of föst í forminu á kostnað hins mannlega, líkt og skólayfirvöld í Ísafjarðarbæ eru sökuð um að vera. Fulltrúar Samfylk- ingarinnar í bankaráði Seðlabankans, Jón Þór Sturluson og Sigríður Stef- ánsdóttir, segja til dæmis að nokkr- ar af þeim yfirlýsingum sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur viðhaft í fjölmiðlum að undan- förnu samræmist ekki störfum bankastjóra. Þjóðin þekkir hætti Davíðs og veit því að það sem fulltrúarnir eru að segja er að Davíð samræmist ekki stöðu bankastjóra. Það samræmist nú varla störf- um bankaráðsmanna að láta svona. jse@frettabladid.is SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Fréttir BIRGIR TJÖRVI PÉTURSSON E inhver undarlegasta hugmynd sem komið hefur frá stjórnmálaflokki í seinni tíð leit dagsins ljós í vikunni þegar borgarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar − græns framboðs lögðu til að kvenfrelsissjónarmið yrðu höfð til hliðsjónar við veitingu vínveitinga- og veitingahúsa- leyfa. Þessi tillaga er að sjálfsögðu lögð fram til höfuðs stöðum sem bjóða upp á sýningar kvenna sem tína af sér spjarirnar, og sumir vilja kalla klámbúllur en aðrir erótíska dansstaði, allt eftir því hvernig smekkur viðkomandi er í laginu. Nú er ekki sérstaklega eftirsóknarvert að hætta sér inn í umræðu um hvað er klám og hvað er ekki klám, enda loðið og teygjanlegt hugtak eins og vís lagaprófessor komst einu sinni að orði. En engu að síður er erfitt að sneiða hjá því ef maður vill reyna að átta sig á því hvað það er sem rekur fulltrúa vinstri grænna til þess að gangast á hólm við nektardansstaðina með því að tengja kvenfrelsissjónarmið því hvort þeir fái þau starfsleyfi eins og aðrir skemmtistaðir og veitingahús. Femínistar halda því gjarnan fram að klám sé ofbeldi gegn konum og að sívaxandi klámvæðing á okkar tímum sé viðbrögð karlveldisins við auknu frelsi kvenna. Væntanlega er ætlun vinstri grænna að stöðva þetta ofbeldi með því að sjá til þess að nektardansstaðirnir í miðbænum fái ekki endurnýjuð starfs- leyfi sín. Það er hins vegar erfitt að sjá hvaða ofbeldi felst í því að karl horfi á konu afklæðast á sviði ef hún gerir það af fúsum og frjáls- um vilja? Auðvitað er það þekkt að kynlífsiðnaðurinn á sér marg- ar skuggahliðar á heimsvísu þar sem stúlkur eru jafnvel fluttar nauðugar milli landa og neyddar í vændi. Lögreglan hefur það hlutverk að fylgjast með að slíkt viðgangist ekki hér. En ofbeldi er ekki sjálfkrafa fylgifiskur kynlífsiðnaðarins. Þar eru margir viljugir þátttakendur drifnir áfram af ólíkum hvötum. Í viðtölum við dansmeyjar, sem hafa starfað á stöðunum hér á landi, kemur yfirleitt fram að þetta séu útlenskar konur sem koma hingað í stuttan tíma í leit að góðum tekjum. Oftast bera þær sig ágætlega, segjast þéna vel en sakna gjarnan heimahag- anna. Helstu umkvörtunarefnin hafa verið sviksemi atvinnurek- enda þegar kemur að launagreiðslum og að híbýlin sem þeim hefur verið boðið upp á hafi verið ófullnægjandi, eða svipaðar kvartanir og við höfum heyrt frá karlkyns erlendum farand- verkamönnum, sem starfa í íslenskum byggingariðnaði. Vinstri græn hafa augsýnilega ekki smekk fyrir því að konur dansi berar fyrir karla og það er nákvæmlega ekkert að því að þau láti þá skoðun sína hátt og skýrt í ljós. Allt annað mál er þegar þau vilja gera sinn smekk að reglum eða lögum fyrir allt samfélagið og þannig þrengja að þeim sem hafa annan smekk og lífsskoðanir. Ekki skal dregið í efa að vinstri græn vilja vel en það eru gamal- kunn sannindi að leiðin til glötunar er vörðuð góðum ásetningi. Smekkur er ekki góð leið til að ákveða hverjir eigi að fá veitingaleyfi: Nekt og vinstri græn JÓN KALDAL SKRIFAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.