Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 18
 9. september 2006 LAUGARDAGUR18 „Tobba er mikil fagmanneskja, hörkudugleg og afkastamikil svo mörgum finnst nóg um - er góð að hrista upp í kerfum sem hafa á stundum verið í of miklum hæga- gangi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra, um mann vikunnar að þessu sinni, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Í vik- unni var hún kjörin formað- ur nýstofnaðs leikskólaráðs, sem var mikið gagnrýnt af minnihluta borgarfulltrúa í borgarstjórn. Þá hefur hún gagnrýnt hvern- ig R-listinn hélt utan um fjár- mál Strætó bs. Ókunnugir gætu haldið að Þorbjörg Helga hefði fetað sín fyrstu fótspor í stjórnmálum fyrir mörgum árum. Hún er fim í átökum við pólitíska andstæðinga og hefur skýra pólitíska sýn, sem byggir á hugmynda- fræðilegum grunni. En svo er nú alls ekki. Það var ekki fyrr en Þor- björg flutti heim frá Frakklandi árið 2001, þá tveggja barna móðir, að hún fór að líta í kringum sig og máta skoð- anir sínar við stefnur stjórn- málaflokkanna á Íslandi. Hún er með meistarapróf í menntunar- sálfræði og hafði mikinn áhuga á skólamálum. Þar sem sá mála- flokkur er nánast allur á hendi ríkis og sveitarfélaga lá beinast við hjá Þorbjörgu að taka þátt í stjórnmálum til að koma hug- myndum sínum á framfæri. Og frami hennar hefur verið undraskjótur. Eftir heimkomuna starfaði hún sem verkefnastjóri átaksverkefnisins Auður í krafti kvenna við Háskólann í Reykja- vík. Samhliða kenndi hún við stjórnendaskóla sama háskóla og í viðskiptadeild. Fljótlega komst hún að því að hugmyndir hennar færu best saman við stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Henni var stillt upp í 19. sæti á framboðslista flokks- ins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar vorið 2002 þegar Björn Bjarnason var þar í forystu. Tók hún virkan þátt í baráttunni sam- hliða störfum í Háskólanum í Reykjavík. Þetta var fyrsta skrefið í átt að því að Þorbjörg helgaði sig alfarið stjórnmálum. Hún varð pólitískur ráðgjafi Þorgerðar Katrínar í menntamálaráðuneyt- inu sumarið 2003, bauð sig fram í stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna um haustið og varð aðalmaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stuttu síðar. Í SUS naut hún trausts til að gegna stöðu fyrsta varaformanns, sem er óvenjulegt fyrir einstakling sem ekki hefur tekið þátt í ung- liðastarfinu formlega áður. Þá var hún einn af stofnendum vef- ritsins Tíkin.is og hefur skrifað mikið á þann vef. „Ég mundi segja að hún væri hófsamur frjálshyggjumaður,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sem gegndi starfi annars varafor- manns á sama tíma og Þorbjörg í SUS. „Hún er ekki á móti öllum ríkisafskiptum. En hún telur að einkaaðilar geti leyst flest verk- efni betur en hið opinbera. Því nálgast hún öll pólitísk álitamál á þeim grunni.“ Úr Hvassaleitisskóla lá leið Þorbjargar í Verzlunarskóla Íslands. Hún var í stórum vina- hópi en gaf sér ekki mikinn tíma til að sinna stjórnarstörfum á vegum nemendafélagsins. Hún var ásamt vinunum í klúbbnum Hjemmelavet, sem sá til þess að félagsmenn nærðu sig á heima- löguðu nesti. „Hún er skemmtileg, hlátur- mild og heiðarleg,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og var samtíða Þor- björgu í Verzló. „Hún er með allra duglegustu manneskjum sem ég þekki. Alls staðar þar sem hún hefur látið að sér kveða, hefur munað verulega um hana. Samstarfsfólk ber virðingu fyrir henni og þeir sem hún stjórnar líka.“ Allir viðmælendur Frétta- blaðsins eru sammála um að Þor- björg Helga eigi auðvelt með að umgangast fólk og henni haldist vel á vinum, sem eru mýmargir. Gísli Marteinn segir hana bein- línis reka vinahópana - hún held- ur þeim saman. Hún býður gjarn- an í partí, mat og miðlar málum þegar á þarf að halda. Undir það tekur Hallbjörn Karlsson, verkfræðingur og eigin- maður Þorbjargar. „Hennar vina- hópur er alltaf að stækka en minn minnkar. Og þetta á ekki bara við um vinina heldur stórfjölskyld- una. Hún er dugleg að rækta tengslin.“ Hallbjörn og Þorbjörg Helga eiga strákana Atla, 6 ára, og Karl, sem er að verða ellefu ára. Eiginmaðurinn segir hana mikið fyrir fjölskyldulífið. Árið 1998 héldu þau ásamt eldri stráknum til Bandaríkjanna til frekara náms. Bjuggu þau í Norður- Kaliforníu og Seattle. Síðasta árið fóru þau til Fontainbleau í Frakklandi, rétt sunnan við París, og komu heim 2001 eins og áður sagði. Sinnti Þor- björg drengj- unum í Frakk- landi, en Atli var þá nýfæddur, á meðan Hall- björn bætti við sig frekari menntun. Hallbjörn starfaði fyrst eftir heim- komuna á fyr- irtækjasviði Kaupþings banka. Um miðjan júní 2002 keypti hann ásamt Árna Hauks- syni 55 pró- sent í Húsa- smiðjunni, en Baugur keypti 45 prósent. Um tveimur árum seinna seldu þeir félagar hlut sinn með ágætum hagnaði. Þó að mikið sé að gera hjá Þor- björgu, og kvöldfundirnir oft margir, gefur hún sér alltaf tíma fyrir strákana sína. Hallbjörn segir að hún mætti alveg eiga þess kost oftar að elda á kvöldin, enda sé hún mjög góður kokkur. Undir það taka vinir hennar sem ósjaldan er boðið í veislu, og skiptir þá engu máli hvort um stórsteikur er að ræða eða létt snarl. „Hún Tobba er hlý, skemmti- leg og skarpgreind. Hún er ávallt glöð og er fljót að finna út jákvæð- ar hliðar sem og sóknarfæri í hinum ólíkustu málum. Hún er með einstaka nærveru og er mik- ill vinur vina sinna, í blíðu sem stríðu,“ segir Þorgerður Katrín. Þetta trygglyndi hefur líka reynst henni vel í pólitíkinni. Það vantaði ekki vinina þegar kom að því að Þorbjörg þurfti að kljást við samherja í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir sveitar- stjórnarkosningar í vor. Skipti þá máli að hafa gott fólk í kringum sig. Sóttist hún eftir fjórða sæti á framboðslistanum og hafnaði í því sjötta. Um tíma leit út fyrir að hún næði fimmta sætinu en Júlíus Vífill Ingvarsson tók fram- úr á endasprettinum. Munaði rétt um 200 atkvæðum, sem er ekki mikið af tólf þúsund atkvæðum. Þykir þetta afburðagóð niður- staða eftir ekki lengri tíma í stjórnmálum. Þessi árangur næst ekki nema vegna þess að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir leggur sig alla fram í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Skiptir þá engu máli hvort um sé að ræða fjölskyldu, vini eða pólitísk verkefni. MAÐUR VIKUNNAR Véfengir ríkisrekstur ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI ������������������������ ������������������� �������������������������������������������������������� ������������������������������������������� �������������������������������������������������� ������������ �������������� ����������� ������������������ �������������������������� Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5000 Ekkert blað? - mest lesið Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Starf: Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Menntun: Meistarapróf í menntunarsálfræði Fæðingardagur: 5. september 1972 Maki: Hallbjörn Karlsson Börn: Karl Ólafur fæddur 1995 og Atli Freyr fæddur 2000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.