Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 20

Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 20
20 9. september 2006 LAUGARDAGUR ■ FÖSTUDAGUR, 1. SEPTEMBER Dularfull hækkun Í Lyfju við Lágmúla keypti ég nik- ótíntyggjó. Pakkinn hafði hækkað um 500 kall frá því síðast. Ég spurði af hverju? Afgreiðslustúlkan sagðist halda að hækkunin stafaði af lækkun á gengi íslensku krónunnar. Ég rifjaði upp að á síðustu vikum hefði krónan hækkað heil- mikið gagnvart evru og dollara. Þá sagðist hún ekki kunna neina skýringu, enda væri verðlagning ekki hennar deild. Hátíðisdagur. Við Sólveig erum orðin tómstundabændur á ný. Fórum út að borða í Bændahöllina til að fagna því tilefni. Finnur og Fanney, Líney og Óli, Sólveig og Þráinn. Bolholtsbændur. Við munum gefa orðinu samyrkjubú nýja merkingu. Austur á Rangárvöllum stend- ur ofurlítið kot á bakka Ytri-Rang- ár, miðja vegu milli Hellu og Heklu og heitir Bolholt. Þar á hugurinn heima. ■ LAUGARDAGUR, 2. SEPTEMBER Óopinber opinber þjónusta Hugsaði um pólitík. Niðurstaðan er sú að ég er sennilega anarkisti, stjórnleysingi. Óháð því hvernig kosningar fara er ég í stjórnar- andstöðu. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyri síendurtekið að við þurfum „mið- læga leyniþjónustu“ - aðallega til að vera á verði gegn fíkniefnasöl- um. Ég hélt við værum með „mið- læga“ fíkniefnalögreglu og „mið- læga“ rannsóknarlögreglu sem þarf ekki að ganga í löggubúning- um fyrir utan „miðlægan“ ríkis- lögreglustjóra, það er nógu leyni- leg lögregla fyrir mig. Ég get alls ekki séð að það þurfi meiri leyniþjónustu eða meira pukur á vegum ríkisins. Ráðherr- ar og þingmenn ættu þvert á móti að beita sér gegn leynimakki, gera upplýsingar aðgengilegar og temja sér sannsögli og hreinskilni. Burt með pukrið og leynimakkið. Það þarf ekki nema gripsvit til að sjá að „leyni“-þjónusta getur aldrei flokkast sem „opinber“ þjónusta. Þetta hlýtur að vera hugsað sem „óopinber“ „opinber“ þjón- usta. Vald er áfengt, það svíf- ur á þá sem með valdið fara, og menn þola vímuna misvel - en víman breytir öllum. Ég er reyndar búinn að fá leið á því að vera í and- stöðu við sömu stjórnina öll þessi ár og hlakka til að fá nýja stjórn til að fá til- breytingu í andstöð- una. ■ SUNNUDAGUR, 3. SEPTEMBER Tvöfaldur sunnudagur Okkur var boðið í sunnudagssteik til vinafólks. Þessa sunnudags- steik verður erfitt að toppa, því að á borðum var bæði hryggur og læri eins og tveimur sunnudögum hefði slegið saman á matborðinu. ■ MÁNUDAGUR, 4. SEPTEMBER Byssur sem skjóta sjálfar KB-banki og fyrirtæki sem heit- ir Eskimo Group ehf. hafa tekið sig saman um að ofsækja mig með því að senda mér aftur og aftur innheimtubréf og krefjast þess að ég borgi þeim ákveðna fjárupphæð ásamt vöxtum og vanskila- kostnaði svo að ekki þurfi að koma til frekari innheimtuað- gerða. Gallinn á þessu er sá að ég hef aldrei stofnað til þeirrar skuldar sem þessir aðilar leggja svo hart að sér - og mér - við að innheimta. Ég hef aldrei á ævi minni verslað með eða við Eskimóa. (Skrýtið nafn „Eskimo Group“. Væri „Inuit Group“ ekki nútímalegra?). Ég hef haft samband við bæði KB-banka og forsvarsmanneskju hjá Eskimo Group og beðist undan þessum rukkunum. Ég hef prófað að biðja mjúklega um frið og ég hef líka prófað að gera mig ljótan í röddinni og hótað að vekja upp lögfræðing og senda hann á KB- banka og Eskimo Group og draga fyrir dómstóla vegna tilrauna til að kúga fé af saklausum manni. Manneskjurnar sem ég tala við í síma biðjast afsökunar og lofa öllu fögru, en svo líða nokkrir dagar ný innheimtubréf halda áfram að bera og hótanirnar verða skuggalegri og skuggalegri. Hér í eina tíð hefði þetta verið hlægilegur misskilningur sem hefði verið leiðréttur með einu símtali. En eftir að tölvur komu til sögunnar geta einföldustu mál orðið ákaflega snúin. Einhvern tímann var sagt: Byssurnar skjóta ekki sjálfar. Og þá var átt við að áhöld bera ekki siðferðislega ábyrgð heldur þeir sem beita þeim. Sem minnir mig á sprenghlægi- lega grein sem ég las nýverið í Fréttablaðinu eftir Ragnar Hall hæstaréttarlögmann sem vildi meina að olíuforstjórarnir bæru ekki ábyrgð stórþjófnaði olíufyrir- tækjanna með ólöglegu verð- samráði - heldur væri glæpur- inn einvörðungu á ábyrgð fyrirtækjanna; forstjór- arnar væru bara í vinnu þarna eins og afgreiðslu- stúlkan í Lyfju. Nú bíð ég spenntur eftir því að sjá hvaða fyrir- tæki á Íslandi verður fyrst dæmt í fang- elsi. Skyldu Solla og Kiddi fá að heimsækja Shell í tugthúsið? Skyldu handhafar forseta- valds veita Esso uppreist æru? Vísindamaður og hvít mús Loforð sem gefin eru í léttúð koma manni í koll þegar þau kalla eftir efndum. Suður í Afríku í 40 stiga hita í vetur sagði ég Jóni Ársæli að honum væri velkomið að taka upp viðtal við mig - seinna. Nú vill Jón Ársæll meina að „seinna“ sé runn- ið upp og hann mætti hjá mér í dag ásamt Bjarna Fel jr. myndatöku- manni. Ég er farinn að líta á sjálfan mig sem sam- bland af hvítri mús og vísinda- manni. Vísinda- maðurinn í mér rannsak- ar músina og músin vísindamanninn. Þessar rannsóknir fara fram fyrir opnum tjöldum. Manneskja að skoða sjálfa sig og sálina í sér. Ég hef ekki upp á neitt að bjóða nema sjálfan mig. Allir velkomn- ir. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 5. SEPTEMBER Afafélag - ekki foreldrafélag Enn var haldið áfram upptökum. Ég var eiginlega lúinn þegar þessu loksins lauk. Fór og sótti Andra og Sollu og eldaði hakkabuff. Síðan var námsefniskynning í Ísaksskóla fyrir forráðamenn barnanna. Það var eins og færa ætti blóð- fórn þegar minnst var á að ein- hver gæfi kost á sér í stjórn for- eldrafélagsins. Einhver leit bænaraugum á mig, en ég setti upp steinandlitið. Ég myndi hugsanlega gefa kost á mér í stjórn afafélags. Foreldra- félagsvaktina verða foreldrar sjálfir að standa - eins og þeirra foreldrar á undan þeim. ■ MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER Virðing fyrir Dönum Horfði á landsleikinn. Ég hef býsna oft séð Íslendinga tapa fyrir Dönum og lét það ekki fara í taugarnar á mér. Leikaðferðin var svipuð og í gamla: Allir í vörn og ef einhver fær boltann á hann að gefa strax á Rikka (Ríkarð Jónsson). Nema hvað nú er Eiður Guðjohnsen kominn í stað Rikka. Það var ekki að sjá að íslensku landsliðsmenn- irnir vissu að Íslendingar eru að verða búnir að kaupa alla skapaða hluti í Damörku nema einn pylsuvagn á Ráðhústorg- inu og Litlu hafmeyjuna. Þeir virtust bera ótta- blandna virðingu fyrir andstæðingunum, nema Jóhannes Karl sem var kominn með gult spjald upp á vasann eftir þrjár mínútur. ■ FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER Að koma fram nakinn Ég held það hafi verið Egill vinur minn Stuðmaður sem söng hérna um árið að allt væri til vinnandi fyrir frægðina - nema að koma fram nakinn. Þessa skynsamlegu reglu braut ég í dag. Jón Ársæll hefur ótrú- lega fortöluhæfileika. Guði sé lof að hann er ekki í pólitík. Miðlægt pukur og leynimakk Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá dularfullri verðhækkun, opinberu pukri, tvöföldum sunnudegi og byssum sem skjóta sjálfar. Einnig er minnst á fyrirtækjafangelsi, hakkabuff og foreldrafélög. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Tímastjórnun og skipulagning hefst 12. sept. Greining ársreikninga hefst 18. sept. Excel 2000 II –- fjármál og rekstur hefst 26. sept. STJÓRNUN OG FJÁRMÁL www.endurmenntun.is sími 525 4444 Sæktu þér þekkingu – sæktu þér aukinn styrk Nánari upplýsingar og skráning í síma 525 4444 og á endurmenntun.is AÐ VAXA OG DAFNA Endurmenntun uppfyllir þarfir fólks hvort sem það vill auka möguleika sína á vinnu- markaði, styrkja sig í starfi, svala forvitninni eða einfald lega skemmta sér konunglega. AUKA NÁMSKEIÐvegna mikillaraðsóknar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.