Fréttablaðið - 09.09.2006, Side 30

Fréttablaðið - 09.09.2006, Side 30
 9. september 2006 LAUGARDAGUR30 Árið 1980 keyptu Íslend-ingar – og drukku lík-lega – 2,6 milljónir lítra af áfengi úr Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Af því magni voru rúmlega 70 prósent sterkt vín, restin léttvín. Í fyrra keyptum við hins vegar tæplega 22 milljónir lítra af áfengi úr vín- búðum landsins. Sem þýðir að áfengisneysla á Íslandi hafi auk- ist um 740 prósent á tímabilinu. Afnám bjórbannsins árið 1989 skýrir að mestu leyti neysluaukn- inguna, en sala á bjór og léttvíni hefur aukist ár frá ári á kostnað sterkari drykkja. Sé hins vegar ein- göngu litið til seldra alkóhóllítra kemur í ljós að á sama tímabili hefur neyslan aukist úr 716 þúsund lítrum árið 1980 upp í 1,6 milljónir lítra í fyrra. Það er rúmlega 130 prósenta aukning á hreinu alkóhóli. Sú tala tekur aftur á móti ekki tillit til mannfjöldaþróunar. Þegar það er gert kemur í ljós að árið 1980 drakk hver landsmaður um þrjá alkóhóllítra á ári. Aldarfjórðungi síðar drakk hver landsmaður að 5,2 alkóhóllítra að meðaltali, sem segir okkur að hrein áfengisneysla miðað við íbúafjölda hefur aukist um 75 prósent hér á landi. Til samanburð- ar má nefna að árið 1980 drakk hver Íslendingur 228 lítra af mjólk á ári en árið 2004 drukkum við um 180 lítra að meðaltali. Bjórinn ber höfuð og herðar yfir aðrar áfengistegundir, bæði hvað hreina alkóhóllítra snertir, hvað þá heildarmagn. Í fyrra seld- ust um 17 milljón lítrar af bjór í vínbúðum landsins, sem er um 80 prósent af heildarmagni. Bjórinn hafði lítil áhrif á sölu sterkra vína fyrstu árin eftir að hann var leyfð- ur en heldur dró úr sölu léttvína í kjölfar þess. Upp úr 1992 varð hins vegar breyting þegar léttvínið fór að sækja í sig veðrið á kostnað þess sterka. Síðan þá hefur sala á bjór og léttvíni aukist ár frá ári en sala á sterku víni að sama skapi dregist saman. Rauðvínið er vín vínanna í rík- inu. Í fyrra seldust rúmlega tvær milljónir lítra af því í vínbúðum hér á landi sem, er um 70 prósenta aukning frá árinu 2000. Þótt sala á hvítvíni hafi á sama tíma aukist um tæp 80 prósent, er það ekki hálfdrættingur á við það rauða og seldist í rúmlega 934 þúsund lítrum í fyrra. Á hæla hvítvínsins koma rósavín og freyðivín. Af sterku vínunum dregur vodkinn vagninn með tæplega 314 þúsund seldum lítrum í fyrra. Það er þó af sem áður var því fyrir ekki nema áratug keyptu lands- menn 435 þúsund lítra af vodka. Á meðan sala á flestum sterkum víntegundum dregst saman vekur athygli að sala á gini var meiri í fyrra en fyrir fimm árum. Þá sækja koníak og brandí líka í sig veðrið; um 70 þúsund lítrar runnu niður hálsa Íslendinga í fyrra, sem er um 20 þúsund lítrum meira en í fyrra. bergsteinn@frettabladid.is Góðglaðir Íslendingar Kamapakát þjóð Ef til vill er það til marks um góðæri undanfarinna ára að síðan á aldamót- um hefur sala á freyðivíni dregist saman á meðan æ fleiri kaupa hið eina sanna - og dýrara - kampavín. Í fyrra drukku Íslendingar rúmlega 136 þúsund lítra af freyðvíni, sem er um ellefu þúsund lítrum minna en árið 2000. Á sama tímabili hefur kampavínsdrykkja aukist um rúm- lega átta þúsund lítra, úr þrettán þúsund lítrum árið upp í rúmlega 21 þúsund í fyrra. Stórsókn púrtvínsins Púrtvín verður seint kallað drykkur unga fólksins. Engu að síður hefur sala á því aukist um nærri því 40 prósent á aðeins áratug. Í fyrra drukkum við rúmlega 23 þúsund lítra af púrtvíni en árið 1993 voru það tæpir 17 þúsund lítrar. Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna Lýðheilsustöðvar, segir að áfengisneysla hér á landi sé komin yfir heilbrigðismarkmið ríkisstjórnarinnar. Í ljósi aukins kaupmáttar og framboðs af áfengi kemur honum þessi aukning á vín- drykkju ekki á óvart. „Hins vegar höfum við meiri áhyggjur af drykkjumynstri en lítrafjöldanum. Íslendingar eru þekktir fyrir að drekka mikið í einu, þannig að afleiðingar drykkju birtast frekar í slysum en beinum sjúk- dómum.“ Í löndum á borð við Spán og Ítalíu, sem margir vínáhugamenn líta á sem fyrirmynd betri drykkjusiða, segir Rafn að heilbrigðisstéttir séu uggandi yfir þróun mála. „Þar sjá menn fram á að ofan á dagdrykkjuna eru menn farnir að þjóra líka um helgar og það veldur áhyggjum.“ Rafn bendir á að í neyslukönnun sem Lýðheilsustöð gerði árið 2004 komi fram að hin klassíska helgardrykkja Íslendinga sé enn til stað- ar. „Við dettum ennþá í það um helgar og ég held það séu ekki sérlega margir sem fá sér aðeins stöku sinnum léttvínsglas þegar þeir eru á veitingastað. Rafn telur að umræðan um áfengi sé ekki jafn langt á veg komin hér á landi og umræðan um tóbak. „Ólíkt tóbakinu eru skaðleg áhrif áfengis ekki viðurkennd, sem birtist til dæmis í því að hvað það er erfitt að sporna við áfengisauglýsingum.“ Dettum enn þá í það um helgar RAFN M. JÓNSSON Íslendingar detta enn í það um helgar og telur hann fáa drekka eingöngu þegar þeir eru úti að borða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Betri vínmenning Hildur Petersen, stjórnarformaður ÁTVR, telur að þrátt fyrir 75 prósenta aukningu á neyslu áfengis undanfarin 25 ár, hafi drykkjusiðir Íslendinga batnað. „Á sínum tíma voru margir hræddir við að ef bjór yrði leyfður myndi dagdrykkja stóraukast og fólk myndi jafnvel byrja að drekka í vinnunni. Í dag sjá allir að þær hrakspár hafa ekki ræst. Fyrir 25-20 árum fjölgaði veitingastöðum í borginni verulega, sem hafði mikil áhrif á þróun mála. Áður var það litið hornauga ef ein- hver leyfði sér svo mikið að fá sér létt- vínsglas með hádegismatnum. Í dag þykir það ekki tiltökumál, enda tel ég að fólk geri svo sem ekki mikið af því almennt.“ Hildur telur að með fræðslu og jákvæðri kynningu megi stýra áfengis- neyslu þjóðarinnar í góðan farveg. „Það hefur ÁTVR til dæmis reynt að gera undir slagorðinu: Lifum, lærum og njótum. Þar er fólk hvatt til að drekka áfengi í hófi og sér til ánægju.“ Hildur játar að hún verði vissulega fyrir vonbrigðum með hvern- ig sumir meðhöndla vín, til dæmis ungt fólk sem er að byrja að drekka. „Ungt fólk er meira fyrir sætt bragð og drekkur gjarnan sterkt vín blandað út í gos. Því getur verið laus höndin þegar það blandar drykkinn, með þeim afleiðingum að hann verður of sterkur. Þess vegna fannst mér það jákvæð þróun þegar áfengir gosdrykkir komu á markað hér á landi, því þar er búið að blanda drykkinn í ákveðnum hlutföllum,“ segir Hildur sem býst við því að sala á sterku víni muni halda áfram að dragast saman á næstu misserum. HILDUR PETERSEN Telur að hægt sé að beina vínneyslu í réttan farveg með fræðslu og jákvæðri kynningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óljós mörk hóf- drykkju og ofdrykkju Einar Thoroddsen, læknir og vínáhuga- maður, telur að drykkjusiðir hér á landi hafi verið að skána. „Ég hef tekið þátt í þessu að mestu leyti sjálfur,“ segir hann í gamni. „Ég held að drykkjan hafi verið að jafnast út vikuna þannig að þetta eru ekki hreinar helgardrykkjur eins og áður fyrr. Hin svokallaða vínmenningarbylgja hefur verið í gangi öll þessi ár og hefur haft sín áhrif, til dæmis hjá ungu fólki sem fyrir vikið hefur skipt út sterka víninu fyrir léttvín og bjór.“ Hvort 75 prósenta aukning á áfengis- neyslu sé áhyggjuefni segir Einar það velta á lifrinni. „Hún annar sjö grömmum af alkóhóli á klukkustund en sé henni ofgert koma fram lifrarsjúk- dómar. Þeir voru aldrei algengir á Íslandi, að minnsta kosti ekki vegna alkóhóls, og eru það ekki ennþá eftir því sem ég best veit. Ég býst heldur ekki við að neyslan eigi eftir að aukast í sama hlutfalli, frekar en ævilengd manna.“ Einar segir erfitt að segja til um hvar mörk hófdrykkju og ofdrykkju liggi; það fari eftir hverjum og einum. „Sumir þola lítið og hætta ávallt snemma heilsunnar vegna meðan aðrir þola mikið. Þetta er tvíbent því sumir segja að mikið þol búi til alkóhólista vegna þess að þeir bremsa sig ekki af. Eins og líkamann vanti viðvörunarbjöllu. Ég man eftir gömlu rónunum í Bankastræti sem fóru með ljóð. Þeir gátu þambað sleitulaust dögum saman en kunnu samt sem áður sinn Einar Ben.“ EINAR THORODDSEN LÆKNIR OG VÍNSMAKKARI Áfengisneysla á Íslandi hefur aukist um 75 prósent á undanförnum aldarfjórðungi. Frétta- blaðið rýndi í hvernig drykkjumynstur þjóð- arinnar hefur þróast undanfarin ár. Léttvín Heimild: Hagstofa Íslands 1980 1985 1989 1994 2000 2005 Hluffall bjórs, léttvíns og sterkra drykkja af heildarneyslu miðað við selda alkóhóllítra á hvern íbúa 28,9% Sterk vín Bjór 71.1% 13,9% 34,4% 51.7% 19,3% 52.1% 28,4% Danmörk Færeyjar Græn- land* Finnland Álands- eyjar Ísland Noregur Svíþjóð Alkóhóllítrar á mann, 15 ára og eldri, á Norðurlöndunum árið 2004 * tölur frá 2003 Heimild: Hagstofa Íslands 11.4 6.7 12.7 9.9 6.7 6.7 6.2 6.5 M YN D /A FP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.