Fréttablaðið - 09.09.2006, Side 33
LAUGARDAGUR 9. september 2006
Þegar rignt hefur viðstöðulaust
í Reykjavík í þrjá daga kemur
eiginlega aðeins tvennt til
greina; það er kominn vetur.
Eða sumar. Eða haust eða vor.
Allt í lagi, það kemur þá fernt
til greina. Það borgar sig sem
sagt ekki að pakka niður polla-
gallanum hér fyrir sunnan bara
þó að maður fletti dagatalinu
framhjá hinum eða þessum
mánuðinum.
Rigningin getur verið bæði
góð og slæm. Mér finnst hún til
dæmis fín afsökun fyrir því að
þrífa ekki bílaflotann. Líka í sól
því þá finnst mér ekki taka því,
það verður örugglega rigning á
morgun. Svo getur hún líka
verið ágætis áminning um að
það sé kominn tími til að skipta
um þurrkublöð, og enginn vill
nú vera tekinn með rúðu-
þurrkubuxurnar niður um sig!
En það versta við rigning-
una, fyrir utan að þurfa að vera
í pollagallanum, er kannski
hvað göturnar verða hættuleg-
ar. Eitt af lykilatriðum þess að
hægt sé að keyra bíl er að hann
hafi einhverja tengingu við
veginn, helst meiri en minni,
og hún getur minnkað eða horf-
ið alveg í rigningu.
Blautt malbik er hált malbik
og getur í verstu tilfellum haft
sömu áhrif á akstursstefnu bíls
og ísing. Trúið mér, ég á brotna
felgu og vinnufélaga sem þorir
ekki upp í bíl með mér aftur,
máli mínu til sönnunar.
Enn hættulegra er þegar
pollar ná að myndast, til dæmis
í hjólförum. Flestir hafa örugg-
lega lent í því að keyra í smá
poll á malbiki, heyrt vélina
byrja að snúast hraðar en detta
aftur niður þegar dekkin finna
malbikið aftur. Kannski kemur
þá líka pínu hnykkur á bílinn,
því hann hefur verið byrjaður
að breyta um stefnu.
Þetta gerist af því að bíllinn
planar vatnið, það er að segja
hann flýtur ofan á því. Öfga-
kenndustu dæmin um slíkt
þekkjum við úr torfærunni og
vélsleðasportinu, þegar fólk
keyrir bókstaflega ofan á
vatni, frekar en að sökkva í
það, sökum hraða. Gallinn við
að plana polla á vegum úti er
að maður missir í raun tíma-
bundið stjórn á bílnum, að
minnsta kosti að hluta því þau
dekk sem fljóta ofan á vatns-
púðanum hvorki beygja né
bremsa eins og til er ætlast.
Góð rigningardekk eru
hönnuð til þess að hleypa vatni
hratt í gegnum raufar á
mynstrinu, þannig að vatns-
púðinn nái síður að myndast.
Engu að síður er í raun bara
eitt hægt að gera til að forða
bílnum frá því að fljóta. Munið
þið eftir því hvað gerðist ef
torfærubílarnir fóru ekki nógu
hratt yfir vatnið? Mikið rétt,
það besta í stöðunni er að
hægja á sér og taka því
rólega.
Rólegheit í rigningunni
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
– Mest lesið
Þetta gæti tekið tíma
Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu?
Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa
á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á
aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss
um að eignin þín nái athygli sem flestra!
*Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006
F
í
t
o
n
/
S
Í
A