Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 33
LAUGARDAGUR 9. september 2006 Þegar rignt hefur viðstöðulaust í Reykjavík í þrjá daga kemur eiginlega aðeins tvennt til greina; það er kominn vetur. Eða sumar. Eða haust eða vor. Allt í lagi, það kemur þá fernt til greina. Það borgar sig sem sagt ekki að pakka niður polla- gallanum hér fyrir sunnan bara þó að maður fletti dagatalinu framhjá hinum eða þessum mánuðinum. Rigningin getur verið bæði góð og slæm. Mér finnst hún til dæmis fín afsökun fyrir því að þrífa ekki bílaflotann. Líka í sól því þá finnst mér ekki taka því, það verður örugglega rigning á morgun. Svo getur hún líka verið ágætis áminning um að það sé kominn tími til að skipta um þurrkublöð, og enginn vill nú vera tekinn með rúðu- þurrkubuxurnar niður um sig! En það versta við rigning- una, fyrir utan að þurfa að vera í pollagallanum, er kannski hvað göturnar verða hættuleg- ar. Eitt af lykilatriðum þess að hægt sé að keyra bíl er að hann hafi einhverja tengingu við veginn, helst meiri en minni, og hún getur minnkað eða horf- ið alveg í rigningu. Blautt malbik er hált malbik og getur í verstu tilfellum haft sömu áhrif á akstursstefnu bíls og ísing. Trúið mér, ég á brotna felgu og vinnufélaga sem þorir ekki upp í bíl með mér aftur, máli mínu til sönnunar. Enn hættulegra er þegar pollar ná að myndast, til dæmis í hjólförum. Flestir hafa örugg- lega lent í því að keyra í smá poll á malbiki, heyrt vélina byrja að snúast hraðar en detta aftur niður þegar dekkin finna malbikið aftur. Kannski kemur þá líka pínu hnykkur á bílinn, því hann hefur verið byrjaður að breyta um stefnu. Þetta gerist af því að bíllinn planar vatnið, það er að segja hann flýtur ofan á því. Öfga- kenndustu dæmin um slíkt þekkjum við úr torfærunni og vélsleðasportinu, þegar fólk keyrir bókstaflega ofan á vatni, frekar en að sökkva í það, sökum hraða. Gallinn við að plana polla á vegum úti er að maður missir í raun tíma- bundið stjórn á bílnum, að minnsta kosti að hluta því þau dekk sem fljóta ofan á vatns- púðanum hvorki beygja né bremsa eins og til er ætlast. Góð rigningardekk eru hönnuð til þess að hleypa vatni hratt í gegnum raufar á mynstrinu, þannig að vatns- púðinn nái síður að myndast. Engu að síður er í raun bara eitt hægt að gera til að forða bílnum frá því að fljóta. Munið þið eftir því hvað gerðist ef torfærubílarnir fóru ekki nógu hratt yfir vatnið? Mikið rétt, það besta í stöðunni er að hægja á sér og taka því rólega. Rólegheit í rigningunni Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.