Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 34

Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 34
 9. september 2006 LAUGARDAGUR Nýr flugvöllur Flugmódelfélags Suðurnesja var vígður form- lega við Seltjörn á Ljósanótt. Björn Ingi Knútsson, flugvallar- stjóri Keflavíkurflugvallar, og Árni Sigfússon opnuðu völlinn en hann er sá stærsti sinnar tegund- ar á landinu. Félagið hefur síð- ustu áratugina haft aðstöðu í Grófinni í Keflavík en þurfti að víkja þaðan vegna breytinga sem gera þurfti á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. „Gamli völlurinn var grasvöll- ur og var orðinn einn sá besti á landinu. Þar voru þrjár brautir og sú lengsta um 200 metra löng. Það stóð til að við flyttum völlinn 1993 þangað sem hann er kominn núna, enda vorum við mjög nálægt Keflavík á gamla staðnum,“ segir Magnús Kristinsson, formaður Flugmódelfélags Suðurnesja. Þau áform gengu þó ekki eftir og segir Magnús að sambúðin við félagið sem fékk aðliggjandi svæði úthlutað hafi ekki gengið upp. „Í vor var hins vegar ákveð- ið að svæðið þar sem gamli völl- urinn var yrði tekið undir iðnað- arhverfi og þá þurftum við að fá nýjan völl. Bæjarstjórinn setti nefnd í málið sem vann hratt og vel og afhenti okkur aftur gamla svæðið og svæðið sem nágrann- arnir voru með að auki.“ RR verktakar sáu um fram- kvæmdina á nýja flugvellinum og styrktu hana jafnframt. Völlurinn var svo tekinn í gagnið, sem fyrr segir, á Ljósanótt hinn 2. sept- ember síðastliðinn. „Á vellinum eru tvær tíu metra breiðar mal- bikaðar brautir, önnur 116 metra löng og hin 104 metra. Þær stand- ast báðar staðla til að halda heims- meistarakeppni í módelflugi og svo er 115 metra grasbraut í framhaldi af þeirri lengri, þannig að við erum með 230 metra braut í það heila,“ segir Magnús. „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að hafa völl áfram. Í dag eru um 25 meðlimir í klúbbnum og þeim fer fjölgandi, vonandi hratt eftir að við fengum svona flotta aðstöðu. Ég er búinn að vera í módelflugi sjálfur síðan 1992 og það er ekki langt síðan ég átti rúm- lega þrjátíu vélar. Nú er ég með rúmlega tuttugu en það eru rúm- lega hundrað vélar í klúbbnum,“ segir Magnús og bætir við að uppáhaldsvélar hans séu F-15 orrustuþota og B-25 vél úr seinna stríði sem hann er að smíða með félaga sínum. einareli@frettabladid.is Stenst staðla fyrir heims- meistarakeppni í módelflugi Nýi völlurinn séður úr lofti. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri, Árni Sigfússon bæjarstjóri, Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri menningar-, íþrótta- og tóm- stundasviðs (MÍT), og Magnús Kristinsson, formaður Flugmódelfélags Suðurnesja, við opnun flugvallarins. Þýsk blöð segja að hann muni gefa yfirlýsingu á morgun á Monza. Formúluofurhetjan Michael Schumacher er hugsan- lega að hætta keppni, að sögn dagblaðsins Bild og fleiri þýskra fjölmiðla. Fjölmiðlafulltrúi Schu- machers vill hvorki játa þessu né neita en segir við Der Spiegel að Schumacher sjálfur muni svara spurn- ingunni á sunnudaginn eftir ítölsku Formúlukeppn- ina á Monzabrautinni. Talsvert hefur verið spáð í framtíð Schumachers síðan keppnistímabili síðasta árs lauk, en úrslitin þá voru Ferrari-liðinu nokkur vonbrigði. Michael Schumacher er öflugasti Formúlu eitt ökumaður allra tíma. Hann er nú 37 ára gamall og hefur keppt í Formúlu eitt í fimmtán ár og sjö sinn- um sigrað, oftar en nokkur annar. Nú eru fjórar lotur eftir af keppnistímabilinu og Schumacher gæti vissulega enn staðið uppi sem sigur- vegari þegar tímabilinu lýkur. Til þess þarf hann þó að ná Fernando Alonso, sem hefur forystuna eins og er með tólf stiga forskot á Schumacher. (www.fib.is) Schumacher að hætta? Michael Schumacher, sjöfaldur sigurvegari í Formúlu 1. EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.