Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 44
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Lilja Nótt hljómar þreytuleg. Það stafar líklegast af framkvæmdum utan við íbúðina hennar að Lindar- götu, sem hún flutti inn í fyrir einu og hálfu ári eftir víðtæka leit að hentugu húsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Nánar tiltekið 101. Gagnstætt því sem flestu fólki þætti var hún fyrst óánægð með að íbúðin skyldi vera nýuppgerð þegar hún tók við henni. Hún er nefnilega vön því að búa í göml- um húsum og fannst sálina vanta alveg í íbúðina fyrst hún lét ekki á sjá. Lilja lagði sig því fram við að endurvekja sál hennar, meðal annars með því að fylla hana af gömlum hlutum, en af þeim á hún nóg. „Mér finnst gaman að safna gömlu dóti og hef til allrar ham- ingju fengið mikið gefins, enda hafa íslenskir nemar ekki mikið fé á milli handanna,“ útskýrir Lilja Nótt, sem er á öðru ári í leik- list við Listaháskóla Íslands Hún hefur leikið töluvert bæði á sviði og í kvikmyndum, síðast í franskri mynd sem frumsýnd verður á næsta ári. „Frænka mín stóð til dæmis í flutningi um daginn úr húsi sem hún hefur búið í alla ævi og bauð mér að kíkja í heimsókn til að athuga hvort mig langaði í eitt- hvað,“ heldur Lilja áfram. „Hún á svo mikið af skemmtilegum hlutum að helst hefði ég þurft að dvelja hjá henni í nokkra mánuði til að kom- ast yfir að skoða þetta allt saman.“ Lilja segist loks vera orðin nokk- uð ánægð með þá mynd sem íbúðin hefur tekið á sig eftir að hún flutti inn og ætlar sér að vera um kyrrt þótt það hafi í fyrstu hvarflað að henni að flytja. Hún er líka komin með yfir sig nóg af flutningi enda skipt sautján sinnum um íverustað á síðastliðnum sjö árum. Spurð hvort hún eigi sér ein- hvern uppáhaldsstað í íbúðinni segist Lilju líða sérlega vel á svöl- unum, sem eru mikið nýttar á sumrin. „Þá er ég með allt opið út en við það stækkar íbúðin um tíu fermetra,“ segir hún. „Ég hef átt mikið af góðum stundum þarna með vinum mínum og oft setið að skrafi langt fram eftir nóttu.“ Lilja bætir við að einnig sé gott að tæma hugann úti á svölunum, sérstaklega eftir strembinn dag í skólanum þar sem hún er alltaf að kanna nýjar hliðar á sjálfri sér. „Stærsta áskorunin í ár verður að ögra sjálfri mér í náminu með því að njóta þess að klúðra málunum og læra af reynslunni. Maður verð- ur að sprengja utan af sér tiltekin höft,“ segir hún full af eldmóði og þreytan sem greina mátti í upphafi samtalsins er auðheyrilega liðin úr röddinni. - rve Sóttist eftir húsi með sál Lilja Nótt Þórarinsdóttir safnar fágætum munum og finnst fólk hafa allt of ríka til- hneigingu til að henda hlutum sem hafa safnaragildi. Kisulampi sem Lilja fékk í afmælisgjöf frá vini sínum, en hún telur hann hafa verið keyptan í versluninni Kisunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þennan skemmtilega síma, sem lítur út eins og leikfangaflugvél, fékk Lilja í gjöf frá vini sínum eftir að hún týndi símanum sínum, en hún segir vini og vandamenn duglega við að færa sér skemmtilega hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Handmáluð mynd frá Kúbu af Che Guevara sem Lilja fékk frá foreldrum sínum. Hún hrífst af þessum uppreisnarmanni og er þess fullviss að þau hafi verið gift í síðasta lífi. Lilju finnst ekki aðeins gaman að safna gömlum hlutum heldur líka eyrnalokkum. Hún átti sér engan sérstakan geymslustað fyrir þá og fannst því tilvalið að hengja þá í gluggatjöldin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íbúð Lilju er uppfull af alls kyns skemmtilegum hlutum, bæði nýjum og gömlum. Lilja býr í íbúð á annarri hæð á Lindargötu en hún vill helst búa í 101 Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lilju líður vel á svölunum heima hjá sér, sérstaklega á sumrin þegar hún getur haft svalargluggana opna upp á gátt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lilja er landsmönnum að góðu kunn fyrir leik og fór til að mynda með stórt hlutverk í kvikmyndinni Strákarnir okkar í leikstjórn Róberts Douglas. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.