Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 52
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12 Steinsmiðjan Rein sérhæfir sig meðal annars í sölu og framleiðslu á legsteinum, borðplötum, utan- og innanhússklæðningum, hellum og gólfflísum. „Ef hægt er að gera það úr steini, þá getum við það,“ segir Stefán Örn Magnússon hjá Rein. „Við erum helst að vinna með til dæmis granít í borðplötum og kvars, sem er frek- ar nýtt efni á markaðnum. Það er sallað niður og steypt í einingar með lími til að ná tærum litum sem eru ekki til í náttúrunni. Það er mjög að ryðja sér til rúms núna, ekki síst í stíliseruðum húsum. Íslensku efnin eru líka vin- sæl, grágrýti og stuðlaberg, sem er rosalega vinsælt núna í legsteina og gólfflísar, og líparít sem er til dæmis rauði liturinn á nýja hlut- anum á flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nýi alþingisskálinn er klæddur með grágrýti frá okkur og svo erum við líka með gabbró, eins og Tollgæslu- húsið er klætt með að miklu leyti,“ segir Stefán Örn, sem er greinilega á heimavelli þegar steinn er annars vegar. Allt sem er gert í Steinsmiðj- unni Rein er sérsmíði. „Við komum til dæmis heim til fólks og tökum nákvæmt skapalón af eldhús- inu, smíðum það svo hjá okkur og komum með það aftur og setjum upp. Einu takmörkin eru þyngdin í mjög stórum stykkjum og svo að borðplötur eru yfirleitt ekki fram- leiddar meira en þriggja metra lang- ar, en það er hægt að nota steinlím og ýmis ráð til að samskeyti verði nánast ósýnileg.“ Helstu kostir við að nota stein- inn í eldhús segir Stefán Örn vera að steinninn sé hitaþolinn og svo hversu glæsilegur hann er. „Það er hægt að taka hvað sem er út úr ofninum og skella því beint á borð- ið. Þess vegna er líka svo sniðugt að nota stein í eldhúsborð. Svo er hægt að fella vaska undir plötuna og þá er eldhúsið orðið frábært í umgengni. Þá er hægt að strjúka af og dragadregur bara beint í vaskinn í stað þess að fara yfir kant. Svo getur hundrað þúsund króna inn- rétting litið út fyrir að vera miklu vandaðri með steinplötu.“ Stefán Örn segir steininn ekki mjög dýran ef hann er borinn saman við önnur vönduð efni. „Ef við berum stein til dæmis saman við flottar límtrésplötur er verðið mjög samkeppnishæft. Ódýr útfærsla af graníti kostar um 17.000 krón- ur lengdarmetrann og þá er komið varanlegt efni á góðu verði,“ segir Stefán Örn að lokum. - elí Hitaþolið og glæsilegt efni Steinn hefur verið að ryðja sér mikið til rúms í innrétt- ingum að undanförnu. Stefán segir steininn á samkeppnishæfu verði miðað við önnur vönduð efni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Rein er með fimmtán afbrigði af stein á lager og hægt er að sérpanta um fimmtíu önnur.Í sýningasalnum er hægt að skoða sýnishorn af því sem hægt er að gera úr steini. Aðalflutningar Öryggi alla leið OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 17.00 Föst. til kl. 16.00 Skútuvogi 8 S. 581 3030 Fax: 471 2564 adaleg@simnet.is Nú geta enn fleiri nýtt sér frábæra þjónustu Aðalflutninga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.