Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 81
LAUGARDAGUR 9. september 2006 45
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
SEPTEMBER
6 7 8 9 10 11 12
Laugardagur
■ ■ TÓNLEIKAR
18.00 Bentína Tryggvadóttir
heldur tónleika í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði. Á efnisskrá eru bæði
sígild- og nútímaverk og mun fjöldi
annarra listamanna koma fram á
tónleikunum Bentínu til stuðnings,
meðal annars Bjarni Jónatansson
píanóleikari, Sigurður Steinsson
gítarleikari, Alda Ingibergsdóttir
sópran, Ásgeir Páll Ásgeirsson
barítón, Bjarni Snæbjörnsson leik-
ari og María Jónsdóttir sópran.
18.00 Hljómsveitin Los
Heartbreakers spilar á Q-bar.
■ ■ ÚTIVIST
11.00 Fræðsluganga um forn-
leifar við Elliðavatn í boði
Skógræktarfélags Reykjavíkur. Sjá
nánar á www.heidmork.is
■ ■ SAMKOMUR
13.00 Dagskrá til minningar um
Björn J. Blöndal laxveiðimann
og rithöfund verður flutt á vegum
Snorrastofu í Reykholti og
Safnahúss Borgarfjarðar. Fyrirlesarar
verða Elín Blöndal, Björn Blöndal,
Jóhannes Nordal, Guðrún
Nordal, Gunnar Hersveinn,
Össur Skarphéðinsson, Snorri
Jóhannesson á Augastöðum og
Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti. Þá
verður lesið upp úr bók Björns,
Hamingjudagar, auk þess sem
Silfurrefirnir verða með tónlist-
aratriði. Dagskránni stýrir Bjarni
Guðmundsson á Hvanneyri, en
hún er opin öllum og er aðgangur
ókeypis.
■ ■ SÝNINGAR
08.30 Guðmundur Karl
Ásgeirsson sýnir landslagsmálverk í
sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur
að Bæjarháls. Sýningin stendur
fram í miðjan október.
09.00 Haustsýning Listvinafélags
Hallgrímskirkju á myndverk-
um Hafliða Hallgrímssonar
er í forkirkju Hallgrímskirkju.
Þetta er önnur sýning Hafliða í
Hallgrímskirkju og sýnir hann 12 verk
með trúarlegu ívafi. Sýningin stendur
til 23. október
10.00 Sýningin Ef þú giftist, um
íslenska brúðarsiði fyrr og nú, stend-
ur yfir í Minjasafni Akureyrar.
Sýningin er opin milli 10-17 alla daga
en henni lýkur 15. september.
11.00 Halla Gunnarsdóttir mynd-
listarkona sýnir verk sín í Galleríi
Turpentine við Ingólfstorg.
Sýningin er opin til kl. 16.
13.00 Aleksandra Signer og Tumi
Magnússon sýna myndbandsverk
og innsetningar í Listasafni ASÍ
við Freyjugötu. Sýningunni lýkur á
morgun sunnudag.
11.00 Samsýningin Mega
vott stendur yfir í Hafnarborg.
Myndlistarmennirnir Ragnhildur
Stefánsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir,
Þórdís Alda Sigurðardóttir, Rúrí
og Jessica Stockholder eiga verk
á sýningunni. Sýningin er opin alla
daga milli kl. 11-17 nema á þriðju-
dögum.
14.00 Í galleríi Kling & bang við
Laugaveg stendur yfir samsýning-
in Guðs útvalda þjóð. Á þriðja
tug listafólks, bæði myndlistar- og
tónlistarfólks, tekur þátt í sýn-
ingunni. Sýningarstjóri er Snorri
Ásmundsson. Sýningin er opin
fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18.
Sýning Nínu Gautadóttur í
Galdrasafninu á Hólmavík sem
helguð er rauðhærðum konum
stendur til 15. september.
■ ■ UPPÁKOMUR
14.00 Menningar- og listafélagið
Beinlaus biti efnir til útgáfuhátíðar
í tilefni af útkomu hljómskífunn-
ar Sjómannasöngvar í salthúsi
Sigvalda Þorleifssonar í Ólafsfirði.
Kórar, hljómsveitir, myndlistarmenn
og söngvarar leika og sýna kúnstir
sínar.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Rakel Pétursdóttir listfræðingur
leiðir gesti Listasafns Íslands um
sýninguna „Landslagið og þjóð-
sagan“ kl. 14 á morgun.
Á sýningunni er fjallað um
íslenska landslagslist frá upphafi
20. aldar og sýnd verk sem byggja
á túlkun þjóðsagna, meðal annars
úr Safni Ásgríms Jónssonar. Mörg
af öndvegisverkum íslenskrar
myndlistar frá fyrri hluta 20. aldar
eru á sýningunni, svo sem eftir
Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím
Jónsson, Jóhannes Kjarval, Guð-
mund Thorsteinsson og Júlíönu
Sveinsdóttur. Þá eru verk eftir
yngri listamenn sem takast á við
landslagið og þjóðsöguna, eins og
Sigurð Guðmundsson, Magnús
Pálsson, Helga Þorgils, Georg
Guðna, Halldór Ásgeirsson, Ólaf
Elíasson, Eggert Pétursson og
Ólöfu Nordal.
Leiðsögnin verður miðuð við
virka þátttöku gesta eftir áhuga
þeirra og frumkvæði. Farið verð-
ur í gegnum alla sýninguna þar
sem spurningum um merkingu
hugtaksins íslensk myndlist og
hlutverk hennar í sjálfsmynd
þjóðar er velt upp með hliðsjón af
verkum frá fyrrihluta 20. aldar og
samtímalistinni. Aðgangur að
Listasafni Íslands er ókeypis. - khh
Leiðsögn um
landslagslist
RAKEL PÉTURSDÓTTIR LISTFRÆÐINGUR
Ræðir um merkingu hugtaksins íslensk
myndlist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI