Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 88

Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 88
52 9. september 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. „Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreytt- ur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að,“ sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. „Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri.“ Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. „Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni.“ Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. „Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér,“ segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltan- um. „Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leik- menn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum.“ ALLAN BORGVARDT: SLEIT KROSSBÖND Á ÆFINGU MEÐ BRYNE Í NOREGI Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni FÓTBOLTI Í dag fer fram stórleikur í VISA-bikarkeppni kvenna í knatt- spyrnu þegar Valur og Breiðablik mætast á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að þessi tvö lið séu risarnir í íslenskri kvennaknatt- spyrnu um þessar mundir, Breiða- blik vann tvöfalt í fyrra og Valur bar höfuð og herðar yfir önnur lið í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem Breiðablik endaði í öðru sæti. Þetta er 26. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna og Valur og Breiðablik hafa bæði unnið bikar- inn níu sinnum, oftast allra liða. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvellinum í dag en leik- urinn hefst kl. 16.30. Liðin mættust tvisvar í Lands- bankadeildinni í sumar, Valur vann fyrri leikinn 4-1 á sínum heimavelli en Breiðablik náði fram hefndum í síðari leiknum í Kópavogi og sigraði 2-1. Mar- grét Lára Viðarsdóttir, sóknar- maður Vals, hefur verið mjög iðin við markaskorun í sumar og skoraði 34 mörk í 14 leikjum fyrir Val í Landsbankadeildinni, auk þess að hafa skorað 1 mark í VISA-bikarkeppninni til þessa, og ljóst er að Breiðabliksstúlkur þurfa að hafa góðar gætur á henni í dag. En markahæsti leik- maður Breiðabliks í sumar er hin fjölhæfa Erna B. Sigurðar- dóttir sem skorað hefur 17 mörk í 13 deildarleikjum í sumar en hún hefur einnig skorað eitt mark í VISA-bikarkeppninni. Bæði liðin mæta með sín sterk- ustu lið þar sem enginn leikmað- ur er í banni og allir heilir. „Markmiðið er auðvitað að vinna þennan leik og fá tvo bikara í hús. Það er alltaf svolítið sér- stakt að spila bikarleiki,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Katrín lék á sínum tíma en yfirgaf herbúðir þeirra árið 1999 þegar hún fluttist til Noregs. „Mér hefur alltaf fundist skrítið að mæta Breiðabliki og þar verður engin breyting á. En nú er það bara þessi leikur og allt annað verður lagt til hliðar,“ sagði Katrín. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálf- ari Vals, sagðist vera full tilhlökk- unar fyrir leikinn. „Við spiluðum engan leik í síðustu umferð deildarinnar þannig að við hlökk- um bara til að spila þennan leik og gera tilraun til að fagna öðrum titli,“ sagði Elísabet. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sagði að ekk- ert annað en sigur kæmi til greina í þessum leik. „Það er mikil spenna í okkar hóp. Við ætlum okkur að taka annan bikarinn. Bæði liðin hafa unnið eina innbyrðisviður- eign þannig að þetta verður mjög spennandi,“ sagði Ólína. Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks, hafði ekki áhyggjur af því að Evrópukeppn- in myndi hafa einhver áhrif á sitt lið. „Við einblínum bara á þennan leik og svo er Evrópu- keppnin næsta verkefni þar á eftir. Við horfum bara á þennan leik og það er bikar í boði og við ætlum okkur að vinna hann,“ sagði Guðmundur. Breiðablik fer utan á mánudaginn og leikur gegn Helsinki í Evrópukeppn- inni á þriðjudaginn. Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hittast við íþróttahúsið Smárann og gera sér glaðan dag en rútuferðir verða þaðan kl. 16.00. Valsmenn ætla hins vegar að hittast á hverfahátíð á Mikla- túni í dag og vera með rútuferðir þaðan. dagur@frettabladid.is Risaslagur í úrslitum VISA-bikarsins Valur og Breiðablik mætast í dag í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í knattspyrnu. Liðin hafa haft þó nokkra yfirburði í Landsbankadeildinni í sumar og bæði liðin hafa unnið bikarinn níu sinnum í gegnum tíðina. HART BARIST Dóra María Lárusdóttir, Val og Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir eigast við í leik liðanna fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STÓRSLAGUR FRAMUNDAN Fyrirliðar liðanna, þær Katrín Jónsdóttir Val og Ólína G. Viðarsdóttir Breiðabliki, berjast um bikarinn. Það verður fróðlegt að sjá þessi hörku- lið mætast. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Svissneski miðvörðurinn Stephane Henchoz er aftur kominn í raðir Blackburn. Henchoz gekk á sínum tíma í raðir Blackburn frá Hamburg árið 1997 fyrir þrjár milljónir punda. Hann var leystur undan samningi hjá Wigan í sumar og því þarf Blackburn ekkert að borga fyrir kappann að þessu sinni. Ryan Nelsen, miðvörður Blackburn, er meiddur aftan í læri og þarf að gangast undir aðgerð vegna þess en Henchoz er ætlað að fylla hans skarð. Samningur Henchoz gildir út yfirstandandi leiktíð. - dsd Enska úrvalsdeildin: Henchoz aftur til Blackburn FÓTBOLTI Fylkismenn hafa boðið stuðningsmönnum félagsins til pylsuveislu fyrir utan veitinga- staðinn Blástein í Árbæ á morgun kl. 11. Þremur tímum síðar mætir Fylkir Keflavík á útivelli í 16. umferð Landsbankadeildar karla en fyrrnefnda liðið er í 6. sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. - esá Keflavík-Fylkir: Pylsupartí á Blásteini FÓTBOLTI Þórhildur Stefánsdóttir, fimmtán ára leikmaður með HK, mun síðar í mánuðinum halda til Svíþjóðar þar sem hún mun æfa með unglingaliði Malmö í eina viku en aðallið félagsins leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Tvær íslenskar knattspyrnukonur leika með því, landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir og Valsar- inn Dóra Stefánsdóttir. - esá Fimmtán ára stúlka: Æfir með Malmö í viku FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hótað því að dæma portúgalska landsliðið í bann auk þess að dæma portú- gölsk félagslið úr leik í Evrópu- keppnum. Aðdragandi málsins er sá að portúgalska liðið Gil Vicente var dæmt niður í 2. deild fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann á síðustu leiktíð. Hefur félagið nú farið með mál sitt fyrir almennan dómstól og það er nokkuð sem UEFA líkar ekki við. Portúgalska knattspyrnusam- bandið hefur frest til fimmtu- dagsins 14. september til að finna lausn á þessu máli, annars verður portúgalska landsliðið dæmt úr leik í undankeppni EM og félagslið þjóðarinnar fá ekki að taka þátt í keppnum á vegum UEFA. - dsd Knattspyrnusamband Evrópu: Portúgal í bann? STÓRI FELIPE Portúgalska knattspyrnu- sambandið er undir smásjá UEFA. > Akureyri - handboltafélag prófar Litháa Í gær kom til Akureyrar litháíska skyttan Dmitrij Afanasjev en hann mun vera til reynslu hjá félaginu næstu daga og einnig mun hann leika með liðinu á Sjallamótinu um helgina. Afanasjev er 22 ára gamall og er örvhent skytta. Hann er rúmir 190 sentimetrar á hæð. Hann skoraði rúmlega fimm mörk í leik í litháísku deildinni síðasta vetur og kom ekkert þeirra af vítalín- unni. Lið hans endaði í fjórða sæti deildarinnar. Afanasjev ætti að vita nokkurn veginn hvað bíður hans hér á landi því hann lék með Gilkauskas Gintas, fyrrum leikmanni Aftureldingar, og Dmitrij Bezuyeskui, fyrrum leikmanni Þórs, á síðasta ári. KÖRFUBOLTI Sú skondna staða er komin upp að Njarðvík mun leika heimaleiki sína í Evrópukeppn- inni á heimavelli erkifjendanna í Keflavík. Körfuknattleikssam- band Evrópu neitaði að sam- þykkja litlu ljónagryfjuna í Njarðvík sem völl fyrir Evrópu- keppni og því varð Njarðvík að kyngja stoltinu og sætta sig við að spila hjá „stóra“ bróður. „Við eigum ekki annarra kosta völ en að gera þetta,“ sagði Valþór Jónsson, formaður körfu- knattleiksdeildar Njarðvíkur, við Fréttablaðið. „Þetta er samt í heimabyggð og það er stutt að fara. Það er vissulega kostur en fúlt fyrir strákana að þurfa að spila á velli höfuðandstæðing- anna.“ Ein ástæðan fyrir þessu vali á íþróttahúsi er að félagið sparar nokkuð. „Annars staðar hefðum við þurft að borga leigu og svo erum við í þessu með Keflavík. Við spilum sinn daginn hvort lið og fáum því sömu dómara og með því sparast peningur. Það er dýrt að taka þátt í Evrópukeppni og menn verða að spara þar sem það er hægt,“ sagði Valþór en játti því að vissulega verði þetta skrítið. „Auðvitað verður þetta skrítið en við verðum að setja okkur í annan gír og annað hlut- verk. Það hefur enginn neitað að spila og ég á ekki von á því að það gerist.“ - hbg Njarðvík fær ekki að leika heimaleiki sína í Evrópu í Ljónagryfjunni: Njarðvík spilar heimaleikina í Keflavík ERKIFJENDUR Á SAMA VELLI Jeb Ivey og félagar í Njarðvík munu spila heimaleiki sína í Evrópukeppninni í Sláturhúsinu í Keflavík. FÓTBOLTI Manchester United var langbesta liðið í ensku úrvals- deildinni í ágúst og því þarf ekki að koma á óvart að Sir Alex Ferguson hafi verið kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins og Ryan Giggs leikmaður mánaðarins. Ryan Giggs er búinn að leika yfir 600 leiki með Man. Utd en þrátt fyrir það hafði hann aldrei unnið þessi verðlaun áður. - hbg Leikmenn mánaðarins: Ferguson og Giggs bestir GIGGSY Bestur í ágúst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.