Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 90

Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 90
54 9. september 2006 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferð- in fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbanka- deild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið kom- ast upp úr 2. deildinni og þá verð- ur leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinn- ar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deild- inni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síð- arnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglis- verður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir loka- umferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deild- inni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslita- keppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leikn- um um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntan- lega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrika- velli, heimavelli Íslandsmeistara FH. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is ÚR LEIK HK OG ÞÓRS Gunnar Líndal, markvörður Þórs, hefur gripið knöttinn áður en Jón Þorgrímur Stefánsson, leikmaður HK, komst til hans. Bæði lið verða í eldlínunni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HK getur tryggt úrvalsdeildarsætið Tólf þýðingarmiklir leikir fara fram í neðri deildum karla í dag. HK getur tryggt sér úrvalsdeildarsæti ásamt því að leikurinn um þriðja sæti 3. deildarinnar er nú í fyrsta sinn spennuhlaðin viðureign. HVAÐ GERIST Í DAG? 1. deild karla KÓPAVOGSVÖLLUR: HK-VÍKINGUR Ó. 14.00 HK getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild karla en má tapa ef Fjölnir tapar. Víkingur Ó. er í 9. sæti deildarinnar og í bullandi fallhættu. AKUREYRARVÖLLUR: ÞÓR-FRAM 14.00 Fram getur með jafntefli tryggt sér sigur í deild- inni. Þór er í neðsta sæti deildarinnar og þarf nauðsyn- lega á sigri að halda. FJÖLNISVÖLLUR: FJÖLNIR-LEIKNIR 14.00 Fjölnir á enn möguleika á að ná 2. sæti deildar- innar en þarf að vinna í dag til að halda í þá von. Leiknir er enn í fallhættu þó hún sé ekki mikil. VALBJARNARVÖLLUR: ÞRÓTTUR-KA 14.00 KA er tæknilega séð í fallhættu en það er afar fjar- lægur möguleiki. ÁSVELLIR: HAUKAR-STJARNAN 14.00 Haukar eru enn í talsverðri fallhættu og sigur í dag myndi fleyta liðinu afar langt. STAÐAN FRAM 16 12 2 2 31-13 38 HK 16 10 2 4 30-16 32 FJÖLNIR 16 8 4 4 23-14 28 ÞRÓTTUR 16 8 1 7 18-16 25 STJARNAN 16 5 5 6 22-20 20 KA 16 5 3 8 21-24 18 LEIKNIR 16 4 5 7 20-23 17 HAUKAR 16 4 4 8 18-26 16 VÍKINGUR Ó. 16 3 6 7 14-21 15 ÞÓR 16 3 4 9 13-37 13 Tvö lið komast upp, eitt lið fellur. 2. deild karla HÚSAVÍKURV.: VÖLSUNGUR-KS/LEIFT. 14.00 SANDGERÐISV.: REYNIR S.-FJARÐAB. 14.00 SEYÐISFJARARV.: HUGINN-NJARÐVÍK 14.00 Huginn er í næstneðsta sæti deildarinnar og þarf sigur í dag ef Sindri vinnur sinn leik. Ef Sindri gerir jafntefli heldur Huginn sæti sínu þrátt fyrir tap. SINDRAVELLIR: SINDRI-AFTURELDING 14.00 Sindri er í botnsæti deildarinnar og þarf nauðsyn- lega á sigri að halda. ÍR-VÖLLUR: ÍR-SELFOSS 14.00 STAÐAN FJARÐABYGGÐ 17 13 2 2 37-11 41 NJARÐVÍK 17 12 4 1 43-12 40 REYNIR S. 17 9 5 3 36-16 32 SELFOSS 17 7 6 4 26-16 27 ÍR 17 7 3 7 34-32 24 VÖLSUNGUR 17 5 4 8 23-32 19 AFTURELDING 17 5 3 9 27-40 18 KS/LEIFTUR 17 4 4 9 24-33 16 HUGINN 17 2 4 11 24-40 10 SINDRI 17 2 3 12 18-60 9 Þrjú lið komast upp, eitt lið fellur. 3. deild karla Leikur um 1. sætið: VILHJÁLMSVÖLLUR: HÖTTUR-MAGNI 12.00 Bæði lið eru komin upp í 2. deild. Leikur um 3. sætið: KAPLAKRIKAVÖLLUR: ÍH-KÁRI 14.00 Sigurvegari leiksins kemst upp í 2. deild. FÓTBOLTI Ashley Cole hefur nú sagt frá því að hann hafi hafnað því að fara til Real Madrid og valið Chelsea fram yfir spænska félagið. Cole gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag þegar meistararnir fá Charlton í heimsókn. „Arsene Wenger sagði mér að bæði Chelsea og Real Madrid hefðu áhuga á mér og ég er mjög ánægður að vera hér hjá Chel- sea,“ sagði þessi 25 ára bak- vörður. „Liðið hefur unnið deildina tvö ár í röð og er með frábæran fyrirliða, John Terry, ásamt nokkrum enskum leikmönnum. Þetta er metnaðarfullt félag og vonandi á ég eftir að vinna Meistaradeildina og fleiri verðlaun með því,“ sagði Ashley Cole. - dsd Ashley Cole: Hafnaði Real Madrid ASHLEY COLE Segist vera kominn til Chelsea til að vinna til verðlauna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ronaldinho skvetti olíu á eldinn í gær þegar hann lét hafa eftir sér að Chelsea yrði auðveld bráð þegar Barcelona mætir ensku meisturunum í Meistara- deild Evrópu í næsta mánuði. „Þeir verða auðveldir andstæð- ingar vegna þess að nýju leik- mennirnir, Schevchenko, Ballack og Cole, verða ekki búnir að aðlagast leik liðsins,“ sagði Ronaldinho og hann hélt áfram: „Flestir halda að Chelsea verði okkar helsti andstæðingur í þessum riðli en ég ber mikla virðingu fyrir liði Werder Bremen. Það verður mjög erfitt viðureignar.“ - dsd Ronaldinho egnir Chelsea: Chelsea verður auðveld bráð RONALDINHO OG LAMPARD Skiptast hér á treyjum. Þeir mætast í næsta mánuði í Meistaradeild Evrópu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Á laugardaginn síðasta fór Wayne Rooney út að borða með unnustu sinni, Coleen McLoug- hlin, og þremur öðrum pörum. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir að það að Michael Gray, leikmaður Blackburn, vatt sér upp að borðinu þeirra, undir áhrifum áfengis og byrj- aði að móðga kvenfólkið sem þar var. Þetta á að hafa endað með því að Rooney kýldi Gray með þeim afleiðingum að Gray fékk glóðurauga. „Wayne og Coleen fóru ásamt vinum sínum út að borða þegar Michael Gray kemur að borðinu óboðinn og byrjaði að móðgaði Coleen og hinar stelpurnar. Wayne bað hann oft um að fara og láta þau í friði. Hvað Wayne varðar þá var þetta minni- háttar mál og hann ber engan kala til Michael Gray,“ sagði talsmaður Wayne Rooney. Lögreglan í Manchester staðfesti við fréttastofu BBC að ekk- ert atvik sem tengdist þessu máli hefði verið til- kynnt. Rooney er að taka út leikbann þessa dagana bæði með félagi sínu, Manchester United, og með enska landsliðinu eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Portúgal á HM. Neikvæð umræða er því ekki efst á óskalista hans þessa dagana. Til að bæta gráu á svart hefur hans gamli stjóri hjá Everton, David Moyes, ákveðið að kæra Rooney vegna fyrsta hluta ævisögu kappans sem kom út í sumar. Í henni ásakar Rooney Moyes um að hafa útskúfað honum úr liði Everton, sem hafi síðan orðið til þess að hann var seldur til Manchester United. - dsd Wayne Rooney í útistöðum við Michael Gray, leikmann Blackburn: Wayne Rooney á að hafa kýlt Michael Gray á veitingastað MICHAEL GRAY OG WAYNE ROONEY Berjast hér um boltann. Þeir eiga víst að hafa barist á öðrum vígstöðum um síðustu helgi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI The Sun greinir frá því í gær að BBC, breska ríkissjón- varpið, muni á næstunni sýna heimildarmynd sem muni sýna að mútugreiðslur séu algengar hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Í þættinum var viðtal við umboðs- maður knattspyrnumanna tekið upp með faldri myndavél þar sem hann nefnir tíu úrvalsdeildarfé- lög og sex knattspyrnustjóra sem áttu að hafa tekið þátt í víðtæku hneykslismáli sem tengist mútu- greiðslum í kringum félagaskipti leikmanna. „Þetta er frekar magnað efni,“ sagði innherji á BBC í viðtali við The Sun. „Ég viss um að það eru nokkrir einstaklingar sem kvíða mjög sýningu þáttarins. Þetta gæti haft meiriháttar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi aðila.“ Þátturinn sem um ræðir heitir Panorama og er sýndur á BBC. Útsendari þáttarins dulbjó sig sem erlendan kaupsýslumann sem snæddi kvöldverð með þekktum umboðsmanni sem ræddi opin- skátt um þessi mútumál. Sérstak- lega var rætt um félagaskiptamál eins félags og segir téður umboðs- maður að keppinautar hans hafi fengið viðskipti félagsins gegn því að greiða háttsettum starfsmönn- um félagsins undir borðið. Þá mun umboðsmaðurinn einnig hafa sagt frá því að hann hafi farið með efnilegan átján ára ungling til tveggja félaga þó svo að hann hafi verið samningsbund- inn öðru félagi. Áætlað er að þátt- urinn verði sýndur hinn 18. sept- ember næstkomandi en lögfræðingar BBC eru þó enn að fara yfir innihald þáttarins. Ef staðhæfingar umboðs- mannsins reynast sannar verður málið hið stærsta sinnar tegundar í Englandi síðan að George Graham var rekinn frá Arsenal eftir að upp komst að hann hafi þegið 425 þúsund pund í mútu- greiðslur frá Rune Hauge, umboðsmanni frá Noregi. Tals- maður BBC vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann The Sun. - esá GRAHAM ÓVINSÆLL George Graham er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal eftir að hann var rekinn frá félaginu eftir mútuhneyksli árið 1995 og tók síðar við Tottenham, erkifjendum liðsins. NORDIC PHOTOS/GETTY Ný heimildarmynd frá BBC mun valda miklu uppþoti hjá enskum félögum: Nýtt mútuhneyksli væntanlegt hjá enskum úrvalsdeildarfélögum FÓTBOLTI Enska knattspyrnufélag- ið Liverpool hefur fengið leyfi frá borgaryfirvöldum til að reisa nýja leikvang. Völlurinn mun taka 60 þúsund áhorfendur og heildarkostnaður fyrsta hluta verkefnisins er um 215 milljónir punda. Borgaryfirvöld sam- þykktu í gær leigusamning fyrir næstu 999 árin á svæði sem heitir Stanley Park og er eingöngu um 300 metra frá Anfield. „Ef Liverpool getur fjármagn- að verkefnið er félaginu frjálst að byrja byggingu strax í janúar,“ sagði talsmaður borgarinnar. - dsd Liverpool FC: Liverpool bygg- ir nýjan völl ANFIELD ROAD Liverpool hefur leikið á vellinum í 114 ár en hyggst nú færa sig um set. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.