Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 94

Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 94
 9. september 2006 LAUGARDAGUR58 HRÓSIÐ FÆR … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 hróss 6 bogi 8 skaut 9 þrot 11 slá 12 duglegur 14 skaga upp 16 drykkur 17 galdrastafur 18 struns 20 vörumerki 21 maður. LÓÐRÉTT 1 rúm 3 gat 4 hjálpsamur 5 rá 7 plana 10 málmur 13 nálægar 15 svari 16 hald 19 íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2 lofs, 6 ýr, 8 pól, 9 mát, 11 rá, 12 iðinn, 14 gnæfa, 16 te, 17 rún, 18 ark, 20 ss, 21 karl. LÓÐRÉTT: 1 rými, 3 op, 4 fórnfús, 5 slá, 7 ráðgera, 10 tin, 13 nær, 15 ansi, 16 tak, 19 kr. FRÉTTIR AF FÓLKI Íslenska landsliðið í knattspyrnu skellti sér út á lífið á miðviku- dagskvöldið eftir tapleikinn gegn Dönum. Velflestir landsliðs- mennirnir voru samankomnir á Vegamótum og tóku undir sig efri hæð staðarins. Meðal gesta voru fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohn- sen, Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingimarsson, Indriði Sigurðsson og Brynjar Björn Gunnarsson, auk sjónvarpsmannanna Sverr- is Sverrissonar og Auðuns Blöndal. Landsliðsmennirnir skemmtu sér hið besta og hafa eflaust náð að þjappa sér vel saman fyrir næsta leik. Ekkert útlit er fyrir að Tvíhöfði snúi aftur á öldur ljósvakans. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu áttu þeir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr í við- ræðum við Sigrúnu Stefánsdóttur og hennar fólk á Rás 2 um að stjórna vikulegum þætti á stöðinni. Tvíhöfðamönnum þótti tilboð Rásar 2 skammarlegt og síðan þeir höfnuðu því hefur ekkert gerst. Aðdáendur Tvíhöfða verða því að bíða enn um sinn eftir að þeir félagar snúi aftur. Aðdáendur stórsöngvarans Björg- vins Halldórssonar ýta nú á um að bætt verði við þriðju stórtón- leikunum með kappanum síðar í mánuðinum. Eins og kunnugt er seldist upp á hvora tveggja tónleika hans í Laugardalshöllinni hinn 23. september, á nokkrum klukkutímum. Enn er þó mikil eft- irspurn eftir miðum og í DV í gær var haft eftir Björgvin að ákvörðunin um þriðju tónleikana yrði tekin fljótlega. Ekki stendur á Bó sjálfum, það eru hinir 130 listamenn- irnir sem fram koma sem eiga eftir að staðfesta giggið. - hdm ... Jónsi og félagar hans í Sigur Rós sem ætla að dveljast í viku í Svasílandi og hjálpa börnum sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. „Já það er rétt við ákváðum að loka í gær vegna veðurs,“ segir Óttarr Hrafnkelsson, forstöðumaður ylstrandarinnar í Nauthólsvík, sem var lokuð í gær vegna veðurs, enda mikil rigning og rok á Suður- landi í gær. Óttarr segist ekki vita til þess að þurft hafi að loka yls- tröndinni áður vegna veðurs en þetta er í það minnsta í fyrsta skiptið sem hann lokar síðan hann tók við fyrir tveimur árum. „Við getum náttúrlega ekki lokað allri ströndinni en við læst- um okkar húsi og skrúfuðum fyrir heita vatnið þannig að ekki var hægt að fara í sturtu eða pottana,“ segir Óttarr en að hans sögn eru erlendir bakpokaferðalangar helstu gestir strandarinnar þessa dagana sem nota ókeypis sturtu- aðstöðuna óspart. Ylströndin er opin frá 15. maí til 15. september á hverju ári og er aðsóknin ávallt góð enda er þetta útivistarsvæði fyir unga sem aldna. Um átta manns vinna á ströndinni sem er opin alla daga frá tíu á morgnana til átta á kvöld- in. „Aðsóknin í sumar var ágæt miðað við tiltölulega sólarlaust sumar,“ segir Óttarr en hann býst við að opna ströndina aftur í dag. - áp Nauthólsvík lokuð vegna veðurs NAUTHÓLSVÍK Ekki var útlitið svona gott í Nauthólsvíkinni í gær enda þurftu starfs- menn að loka vegna veðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður hefur stundað sundlaugarnar undanfarin tvö ár af miklum dugnaði. „Ég reyni að koma því við eins oft og ég get að skella mér í sund,“ segir þing- maðurinn, sem syndir að meðal- tali tvisvar í hverri viku. „Ég reyni að sleppa aldrei úr viku en það er mjög misjafnt hvað ég syndi mikið í hvert skipti. Það getur verið allt frá 300 metr- um upp í kílómetra. Þegar ég fer í sundlaugina í Mosfellsbæ þá syndi ég 30-40 ferðir. Það er alveg ágætt,“ segir Guðjón og bætir því við að þetta sé nú aðallega heilsu- bót. „Ef einhver kíló fjúka þá er það bara til bóta.“ Guðjón reynir að koma við í sundlaugum þegar hann er á ferð um landið en myndi gjarnan vilja hafa tíma til að komast oftar í sund. „Annars fæ ég ágætis útrás yfir sumartímann þegar ég er að puða í kringum sumarhúsið.“ Hann segist þó ekki vera eins mikill sundgarpur og flokksbróð- ir hans, Sigurjón Þórðarson. „Hann fer létt með að synda einn til tvo kílómetra og syndir mjög oft. Enda held ég að hann eigi enn einhver héraðsmet í Skagafirðin- um,“ segir sundgarpurinn Guð- jón Arnar Kristjánsson. sigridurh@frettabladid.is GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON: SYNDIR SÉR TIL HEILSUBÓTAR Til bóta ef kílóin fjúka Í VARMÁRLAUG Guðjón Arnar er mikill sundkappi og reynir að sleppa aldrei úr heilli viku frá sundiðkun. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR BAKSUND Guðjón Arnar syndir 30-40 ferðir þegar hann fer í sund. Hér syndir hann baksund, en hann er nokkurn veginn jafnvígur á allar sundaðferðirnar. Íþróttakappinn fyrrverandi og rit- höfundurinn Þorgrímur Þráinsson kemur fram sem leynigestur í nýjum íslenskum raun- veruleikaþætti, Frægir í form, sem hefur göngu sína á Skjá einum í nóvember. Þorgrímur mun feta í fótspor hins eina sanna Fabio, sem var leynigestur í upprunalega þættin- um, hinum ástralska Celebrity Over- haul, sem einnig verður sýndur á Skjá einum. Í honum er þekkt- um persónum komið í form á mettíma og er beitt nokkuð óhefðbundnum aðferðum til þess. Í íslensku útgáfunni munu sjö þátttakendur m.a. fara í stífa sex vikna þjálfun hjá Boot Camp. „Hann dettur inn í þetta með þeim og fer í gegnum prógrammið sem hann er með. Hann er svona meira viðmið og hvati fyrir hina,“ segir Björn Þórir Sigurðsson hjá Skjá einum. „Hann fetar í fótspor Fabio enda ljóshærður og síðhærður.“ Upptökur á þættinum hófust um síðustu helgi og hafa þær gengið afar vel. „Fólk er að taka á, þetta eru ekki einhverjar sumarbúðir,“ segir Björn sem bætir því við að læknar og nær- ingarsérfræð- ingar fylgist með hverju spori þátttak- endanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum verður Árni Johnsen á meðal þátttakenda ásamt Idol-stjörnunni Ragnheiði Söru og leikaranum Ara Matthías- syni. Auk þeirra hafa bæst í hóp- inn Elín Reynisdóttir, fegurðar- drottning og sminka, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fram- kvæmdastjóri Pizza Hut, og Gaui litli, sem reyndar hefur átt við eymsli í baki að stríða. Kynnir þáttarins verður tónlistarmaður- inn Sigurjón Brink. - fb Þorgrímur verður hinn íslenski Fabio ÞORGRÍMUR ÞRÁINS- SON Rithöfundurinn og íþróttakappinn fyrrver- andi tekur þátt í nýjum raunveruleikaþætti. FABIO Kyntröllið Fabio er fyrir- myndin að Þorgrími Þráinssyni í þættinum. 1. Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair 2. CCP 3. Árni M. Mathiesen [ VEISTU SVARIÐ? ] Svör við spurningum á síðu 8 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.