Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 24
16. september 2006 LAUGARDAGUR24
Rúmlega 25 þúsund manns
létust þegar öflugur jarðskjálfti
reið yfir Íran þennan dag fyrir
réttum 28 árum. Skjálftinn
mældist 7,7 stig á Richters-
kvarða og reið yfir norður-
austurhluta landsins, þar sem
skjálftavirkni hefur verið mikil í
gegnum tíðina.
Tíu árum fyrr létust tíu þúsund
manns í jarðskjálfta sem átti
upptök sín í norðurhluta lands-
ins, í grennd við landamæri
Afganistans, og mældist 6,5 stig
á Richters-kvarða. Skjálftinn
1978 var hins vegar enn öflugri
og hafði hræðilegri afleiðing-
ar; flest húsin á svæðinu voru
byggð úr leir og hrundu eins og
spilaborgir. Flestum íbúanna var
yfirvofandi hætta ljós en fæstir
höfðu efni á að byggja sér
stöndugri híbýli.
Bærinn Tabas varð verst úti í
skjálftanum, sem var svo öflug-
ur að hans varð vart í Teheran
í um 650 kílómetra fjarlægð.
Af þeim sautján þúsund sálum
sem byggðu Tabas komust
aðeins tvö þúsund lífs af. Einu
mannvirkin sem stóðu af sér
hamfarirnar voru skólinn og
bankinn, sem höfðu stálgrindur.
Tugir bæja og þorpa til viðbótar
jöfnuðust við jörðu. Auk þeirra
sem létust fóru milljónir manna
á vergang og tjaldborgir risu
víðs vegar í strjábýlinu.
ÞETTA GERÐIST: 16. SEPTEMBER 1978
Jarðskjálfti skekur Íran
BB KING ER 81 EINS ÁRS Í DAG
Það fallega við lærdóminn
er að enginn getur hann
tekið frá þér.
BB King er oft blúsaður en finnur sér
líka stundum tóm til að gleðjast.
Elskulegur faðir okkar , tengdafaðir, afi og
langafi,
Egill Hjartarson
leigubifreiðastjóri frá Knarrarhöfn, áður
til heimilis í Skaftahlíð 32,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
18. september kl. 13.00.
Hjörtur Egilsson Erna Hannesdóttir
Kristín Egilsdóttir Þorsteinn Aðalsteinsson
Finnur Egilsson Guðbjörg Einarsdóttir
Ingunn Egilsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, tengdafaðir, bróðir og afi,
Sigurjón G. Þorkelsson
Jórsölum 14, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, mánudaginn
18. september kl. 15.00.
Þóra Björg Ólafsdóttir
Anna Kristín Sigurjónsdóttir Örn Svavarsson
Guðrún Björk Sigurjónsdóttir Ólafur Guðlaugsson
Linda Guðríður Sigurjónsdóttir Ingvar Guðjónsson
Sigurjón Þorkell Sigurjónsson Lína Björk Ívarsdóttir
Hilmar Þór Sigurjónsson
Kristín Jóna Guðmundsdóttir
Hilmar Þorkelsson
og barnabörn.
50 ára afmæli
Þessi ungi maður,
Sverrir Garðarsson,
verður fi mmtugur þann 22. september nk.
Hann mun taka á móti gestum í
félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal
laugardaginn 23. september kl. 20.00.
Allir sem vilja fagna með honum eru
hjartanlega velkomnir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Tryggvi Ingvarsson
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 10. september. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Óskar Tryggvason Sigurrós Ríkharðsdóttir
Elínborg Tryggvadóttir
Guðrún Tryggvadóttir Gunnar Guðnason
Jóhanna Tryggvadóttir Ferdinand Hansen
Ingveldur Tryggvadóttir Guðmundur H. Valtýsson
Guðmundur Tryggvason
Ingvar Júlíus Tryggvason Magnea Guðrún Karlsdóttir
Ragnhildur Tryggvadóttir Sigurjón Mikael Badeur
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, systur, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Þórdísar Gísladóttur
Klapparstíg 5, Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækningadeildar
F.S.A. fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Andrés Bergsson
Steinunn Gísladóttir
Arnar Andrésson Hrefna Kristín Hannesdóttir
Gísli Andrésson Ingibjörg Jónsdóttir
Jón Andrésson Margrét Pálsdóttir
Guðrún Andrésdóttir Jakob Tryggvason
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir, dóttir og amma,
Anna Hafsteinsdóttir
Brekkuskógum 1, Álftanesi,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju 18. september kl. 13.
Ársæll Karl Gunnarsson
Gunnar Karl Ársælsson Sigurlaug Sverrisdóttir
Sólrún Ársælsdóttir Ingólfur V. Ævarsson
Ingibjörg Birna Ársælsdóttir
Rakel Ársælsdóttir Rúnar Snæland Jósepsson
Ingibjörg B. Þorláksdóttir Hafsteinn Sigurþórsson
og barnabörn.
Í dag eru rétt 70 ár liðin
síðan franska rannsókna-
skipið Pourquoi pas? fórst í
fárviðri út af Álftanesi á
Mýrum í Borgarfirði. Alls
fórust 40 menn en einn
komst lífs af. Meðal þeirra
sem týndu lífinu var leið-
angursstjórinn Jean Bapt-
iste Charcot, vísindamaður
og heimskautafari.
Í tilefni af 70 ára ártíð
Charcots kom út bók um
landkönnuðinn mikla í
heimalandi hans í maí. Bókin
er eftir Serge Kahn, forseta
hollvinasamtaka Charcots
skipherra og Pourquoi Pas?.
Bókin er nú komin út hér á
landi á vegum JPV útgáfu, í
þýðingu Friðriks Rafnsson-
ar, en Ísland er fyrsta landið
utan Frakklands þar sem
bókin kemur út. „Í sögu sigl-
inga, vísinda og landkönn-
unar er Charcot tvímæla-
laust í fremstu röð með
mönnum á borð við Roald
Amundsen og Robert F.
Scott,“ segir Friðrik. „Hann
er talinn til stórmenna
franskrar sögu og Frakkar
hafa sýnt honum mikinn
sóma í gegnum árin. Núna
stendur til dæmis yfir mikil
sýning í Sjóminjasafninu í
París. Hér heima viljum við
líka minnast hans á okkar
hátt og gerum það meðal
annars með þessari bók og
málþingi í Háskóla Íslands á
dögunum.“
Charcot lét smíða Pour-
quoi pas? árið 1908 og réð
nafni þess, en það þýðir
Hvers vegna ekki? Hinn 15.
september lagði skipið úr
höfn í Reykjavík og hélt
áleiðis til Frakklands en
Charcot hafði verið við rann-
sóknastörf á Grænlandi og
áði á Íslandi sökum vélarbil-
unar. Blíðskaparveður var
þegar skipið hélt af stað en
um kvöldið myndaðist kröpp
lægð úti af suðvesturströnd-
inni og stefndi beint á land-
ið. Pourquoi pas? sneri við
til Reykjavíkur eftir að
stormviðvörun hafði verið
gefin út en steytti á skeyri
úti af Álftanesi á Mýrum.
Með árunum hefur sá mis-
skilningur fest sig í sessi að
39 skipverjar hafi farist
þetta kvöld og einn bjargast.
„Þessi tala virðist hafa kom-
ist á kreik því að oft var
talað um að 39 hefðu týnt líf-
inu auk Charcots, það er
hann virðist ekki hafa verið
talinn til áhafnarinnar. En
staðreyndin er sú að 40
manns létust þessa örlaga-
ríku nótt.“
Friðrik segir að skipbrot-
ið hafi markað djúp spor í
þjóðarsál Íslendinga á sínum
tíma. „Charcot átti marga
góða vini hér á Íslandi og
hér ríkti mikil sorg. Öllum
fyrirtækjum og stofnunum í
Reykjavík var lokað í einn
dag til að votta þessum höfð-
ingjum samúð en það mun
hafa verið í eina skipti sem
slíkt hefur verið gert.“
Í gær fór fram minning-
arathöfn um þá sem fórust á
Mýrum í Borgarfirði og
klukkan tíu í dag fer fram
minningarstund í kaþólsku
kirkjunni við Hávallagötu.
bergsteinn@frettabladid.is
FRIÐRIK RAFNSSON: ÞÝÐIR BÓK UM POURQUOI PAS?
Skipbrot sem markaði djúp
spor í íslenska þjóðarsál
FRIÐRIK RAFNSSON SEGIR CHARCOT HAFA ÁTT MARGA GÓÐA VINI Á ÍSLANDI SEM SYRGÐU HANN MJÖG. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.