Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 8
8 16. september 2006 LAUGARDAGUR
TRÚMÁL Næstu sex þriðjudags-
kvöld verður boðið upp á sam-
veru í Laugarneskirkju undir
yfirskriftinni: Af hverju lækkar
trúin kvíða?
Bjarni Karlsson sóknarprest-
ur kirkjunnar segir hugmyndina
að þessum samverustundum hafa
sprottið af þeirri staðreynd að
kvíði sé orðinn „norm“ í vest-
rænu samfélagi. „Hin undirliggj-
andi sannfæring okkar er sú að
þegar öllu er á botninn hvolft er
manneskjan ein og að hver sé
sjálfum sér næstur.“
Fyrir skömmu heyrði Bjarni
fjármálaráðgjafa leggja til að
fólk fjárfesti ekki með maka
sínum vegna þess í hve skamman
tíma hjónabönd vara almennt.
„Með þessu er verið að boða van-
traust á hjónabandið og þetta
þýðir einnig að við erum líka ein
í hjónabandinu.“
Bjarni segir kristna trú ganga
út á að við séum aldrei ein og til
að sýna þetta hafi guð fæðst sem
einn af okkur.
„Við vitum að ekkert er öruggt
í þessum heimi en það er jafn-
framt gott að vita að örlög okkar
eru í hendi guðs sem elskar
okkur. Guðsþekking er hagnýt og
boðskapur kristninnar á erindi
við aðstæður okkar í samtíman-
um.“
Samveran byrjar kl. átta á
þriðjudagkvöldum með söng og
klukkan 20.30 býður séra Bjarni
upp á trúfræðslu. - hs
Séra Bjarni býður upp á samveru undir yfirskriftinni af hverju lækkar trú kvíða:
Guðsþekking er hagnýt
BJARNI KARLS-
SON Segir
guðsþekkingu
hagnýta og
að boðskapur
kristninnar
eigi erindi við
aðstæður okkar
í samtímanum.
BANDARÍKIN Djúpur ágreiningur er
í bandaríska Repúblikanaflokkn-
um, flokki Bush forseta, um her-
dómstólana sem eiga að fjalla um
mál fanganna í Guantanamo á
Kúbu.
Meðal þeirra repúblikana sem
stigið hafa fram gegn forsetanum í
þessu máli eru þungavigtarmenn á
borð við John McCain, sem talinn
er líklegur til að verða forseta-
frambjðandi flokksins árið 2008,
og Colin Powell, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra í stjórn Bush.
Deilurnar snúast einkum um
ákvæði í frumvarpi um herdóm-
stólana, sem Bush lagði fram fyrr í
mánuðinum, þar sem meðal annars
bann Genfarsamninganna við pynt-
ingum og annarri slæmri meðferð
á föngum er túlkað sem svo að
heimilt verði að niðurlægja og van-
virða fanga án þess að það teljist
brot gegn Genfarsamningunum.
Þessi „endurskilgreining“ myndi
meðal annars gera herdómstólun-
um heimilt að nota vitnisburð frá
föngum sem fenginn er með slík-
um aðferðum.
Einnig er deilt um það hvort
skylt verði að sýna föngum þau
gögn sem notuð yrðu gegn þeim
við réttarhöldin. Forsetinn vill að
heimilt verði að halda gögnum
leyndum fyrir föngunum sjálfum,
en í mildari útgáfu frumvarpsins
er það ekki heimilað.
Hermálanefndir þingsins, bæði
hermálanefnd fulltrúadeildarinnar
og hermálanefnd öldungadeildar-
innar, afgreiddu frumvarpið nú í
vikunni.
Fulltrúadeildarnefndin féllst á
þá útgáfu frumvarpsins sem Bush
lagði fram en Öldungadeildar-
nefndin hafnaði henni og sam-
þykkti þess í stað aðra og mildari
útgáfu af frumvarpinu þar sem
réttindi fanganna eru tryggð í fullu
samræmi við Genfarsáttmálana.
Bush forseti segist ætla að beita
neitunarvaldi sínu, fari svo að
þingið samþykki á endanum þessa
mildari útgáfu af frumvarpinu.
Hann segir að verði frumvarpið að
lögum verði Bandaríkjamönnum
ekki lengur stætt á því að halda
áfram yfirheyrslum á vegum CIA
yfir grunuðum hryðjuverkamönn-
um.
Powell segir hins vegar að allar
hugmyndir um að „endurskil-
greina“ Genfarsamningana geri
ekki annað en að grafa undan „sið-
ferðilegum grundvelli baráttu
okkar gegn hryðjuverkum“ og
„stofna okkar eigin hermönnum í
hættu“. gudsteinn@frettabladid.is
STANDA SAMAN GEGN LEIÐTOGA SÍNUM John Warner, formaður hermálanefndar
öldungadeildar Bandaríkjaþings, og John McCain, sem þykir líklegur forsetaframbjóð-
andi repúblikana árið 2008, ásamt fleiri nefndarmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Repúblikanar deila
hart við forsetann
Ósætti er um herdómstólana. Colin Powell skerst í leikinn og snýst gegn fyrrum
samherjum sínum. Bush vill nýja bandaríska túlkun á Genfarsamningnum.
STJÓRNMÁL Mikil sókn er í viðtöl
við borgarstjóra, Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson. Samkvæmt upplýs-
ingum úr Ráðhúsinu áttu 97 pantað
viðtal við borgarstjóra síðdegis í
gær.
Borgarstjóri hefur viðtalstíma
tvisvar í viku, tvo tíma í senn og
skipta þeir tugum sem þegar hafa
fengið viðtal.
Að sögn Jóns Kristins Snæhólm,
aðstoðarmanns borgarstjóra, eru
erindin sem borgararnir bera upp
við borgarstjóra af margvíslegu
tagi, til dæmis um húsnæðismál,
umhverfismál og umferðarmál. Þá
vilji margir kynna borgarstjóran-
um hugmyndir af ýmsum toga og
jafnvel leita liðsinnis við að hrinda
þeim í framkvæmd. - bþs
Annir í viðtalstímum:
Biðraðir hjá
borgarstjóra
FÉLAGSMÁL „Fíkniefnavandi fer vaxandi meðal ungs
fólks,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, en hann kynnti gær forvarnardaginn sem
halda á 28. september. Ólafur Ragnar benti á að
fíkniefnasalar gerðust sífellt útsjónarsamari í því að
koma efnum sínum til ungmenna. Við því þyrfti að
bregðast og væri forvarnardagurinn liður í því.
Markmiðið er að kynna ráð sem talin eru geta
forðað börnum og unglingum frá því að verða
fórnarlömb fíkniefna. Ráðin eru byggð á niðurstöð-
um rannsókna vísindamanna við Háskólann í
Reykjavík og Háskóla Íslands. Þær hafa sýnt að þeir
unglingar sem verja að minnsta kosti klukkustund á
dag með fjölskyldum sínum, eru virkir í æskulýðs-
starfi og byrja seint að drekka áfengi eru ólíklegri
til að verða fíkniefnum að bráð.
Það var Ólafur Ragnar Grímsson sem átti
frumkvæðið að þessum degi en í samstarfi við hann
eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ung-
mennafélag Íslands, skátahreyfingin, Samband
íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar íþróttahreyfinga ætla að heimsækja
alla 9. bekki landsins og staðið verður fyrir ráð-
stefnu 25. september þar sem fjallað verður um
skipulag og ábyrgð íþrótta- og æskulýðshreyfingar í
forvörnum. Sagðist forsetinn binda vonir við að
þessi dagur yrði að árlegum viðburði og hvatti
foreldra til að kynna sér ráð forvarnardagsins. - kdk
Forvarnardagur gegn vímuefnavanda haldinn að frumkvæði forseta Íslands:
Barist gegn fíkniefnavanda
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Kynnti í gær forvarnardaginn
sem haldinn verður 28. september og forsetinn vonar að verði
haldinn ár hvert. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
A›alfundur 2006
D A G S K R Á
1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi félagsins
á li›nu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir li›i› starfsár
lag›ur fram til samflykktar ásamt
sk‡ringum endursko›anda.
3. fióknun til stjórnar ákve›in.
4. Kosning stjórnar félagsins.
5. Kosning endursko›enda félagsins.
6. Umræ›ur og atkvæ›agrei›slur um
önnur mál sem löglega kunna a› ver›a
lög› fyrir fundinn e›a fundurinn
samflykkir a› taka til me›fer›ar.
A›alfundur 2006
A›alfundur Alfesca hf. ver›ur haldinn
flri›judaginn 19. september 2006 kl. 17.00
í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík.
Fundurinn fer fram á ensku. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á
fram á a›alfundinum, skulu hafa borist stjórninni eigi sí›ar en
sjö dögum fyrir a›alfundinn.
Dagskrá a›alfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar
tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til
s‡nis, sjö dögum fyrir a›alfundinn.
Atkvæ›ase›lar og fundargögn ver›a afhent vi› innganginn og
á skrifstofu félagsins a› Fornubú›um 5, Hafnarfir›i, á
fundardaginn.
Hafnarfir›i 1. september 2006
Stjórn Alfesca hf.
1 Hver er einn í kjöri til emb-
ættis formanns ungra jafnaðar-
manna?
2 Til hvaða borgar er íslenski
tónlistarmaðurinn Hermigervill
að flytja?
3 Hjá hvaða knattspyrnufélagi
í Reykjavík sagði Atli Eðvalds-
son nýlega upp störfum?
Flaggaði röngu skírteini
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði mann
í fyrrinótt við venjubundið eftirlit.
Hann sýndi lögregluþjónum öku-
skírteini sem hann hélt fram að væri
í sinni eigu en svo óheppilega vildi
til að annar lögregluþjónanna sem
stöðvuðu hann þekkti til mannsins
sem ökuskírteinið átti réttilega. Upp
komst um lygar ökumannsins og í ljós
kom að hann hafði áður verið sviptur
sínum ökuréttindum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Mál tekið fyrir
Mál Öryrkjabandalags Íslands gegn
íslenska ríkinu var í gær tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeð-
ferð í málinu fer fram 6.október næst-
komandi. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá
dómi en varakrafan verður tekin til
efnismeðferðar.
DÓMSMÁL
VEISTU SVARIÐ?
STJÓRNMÁL Kristján Pálsson,
fyrrverandi alþingismaður, gefur
kost á sér í annað sæti á
lista Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðurkjördæmi.
Kristján sat á þingi
fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn en sagði sig úr
honum fyrir síðustu
kosningar og bauð fram sér. Hann
náði ekki kjöri en gekk á ný í
flokkinn skömmu síðar.
Drífa Hjartardóttir alþingis-
maður hefur lýst yfir að hún gefi
kost á sér í annað sætið.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra stefnir, enn sem komið er,
einn á fyrsta sætið. - bþs
Kristján Pálsson:
Sækist eftir
öðru sætinu