Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 84
 16. september 2006 LAUGARDAGUR48 utlit@frettabladid.is Ný yfirhöfn er oftast efst á óskalistanum hjá okkur dömunum fyrir haustið. Kápan eða úlpan sem við keyptum síðasta haust dugar ekki lengur og er því mikið „must“ að endurnýja enda yfirhöfn sú flík sem við notum mest í vetrarhörkunum. Nauðsynlegt er að eiga eina góða úlpu eða kápu sem skýlir okkur, en auðvitað verður hún að vera í tískunni og fæstar konur fara í Kraft-gallann gamla góða þótt eigi skuli efast um ágæti hans, enda hann ansi vel hannaður til að hylja líkamann frá toppi til táar þrátt fyrir ákveðin útlitslýti. Núna eru víð snið allsráðandi og úlpur sem eru síðar og víðar með belti í mittið feykivinsælar, bæði úr glansandi efnum og möttum bómullarefnum. Girnilegar, þykkar og helst með hettu til að skýla hárinu. Loðkragar og pelsar halda áfram þennan veturinn. Keipar („capes“), víðar slár með götum fyrir hendurnar eru einnig nýjung í yfirhafnaflórunni og henta íslensku veðurfari vel og fara vel við niðurmjóu buxurnar sem eru svo vinsælar. Stuttar ermar og víð snið í kápum eru einnig kærkomin viðbót og því nauðsynlegt að fara að finna háa leður- hanska til að skýla höndunum. Kvenlegar kápur með belti halda einnig áfram inn í haustið og nú er hið köflótta munstur alls- ráðandi í þess konar yfirhöfnum. alfrun@frettabladid.is Víð snið og stuttar ermar KÖFLÓTT Stuttur ullarjakki með víðu sniði frá Spútnikk. > Við mælum með... ...höttum. Hvort sem hatter eru litlir eða stórir setja þeir skemmtilegan svip og lífga upp á hvaða fatnað sem er. Svo eru þeir oft góðir til að skýla hárinu á votum og vindasömum vetrardögum. MIUMIU Köflótt kápa með kvenlegu sniði og loðkraga frá MiuMiu. RÚSKINN Slá úr rúskinni í mörgum litum frá MiuMiu. DIANE VON FURSTENBERG Stuttur jakki með köflóttu munstri og stuttum ermum. Glæsilegt. SLÁ Víð slá með götum fyrir hend- urnar frá Spúttnikk. Þægilegt og í senn glæsilegt. VERO MODA Steingrá ullarkápa með stórum svört tölum. PELSAR Þeir halda áfram inn í veturinn og nú með víðu sniði. Fæst í Spúttnikk. VÍÐ OG SÍÐ Úlpa frá Warehouse sem sómir sér vel í vetrarhörkunum með bandi í mittið til að gera hana kvenlegri. BRÚNT MUNST- UR „Tweed“ kápa sem setur skemmtilegan brag á heildar- svipinn, frá Warehouse. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA- ALL SAINTS Töffaraleg kápa í súkkulaðibrúnum lit með renni- lás og belti í mittið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SVART OG RAUÐKÖFLÓTT Jakki frá Furstenberg sem passar vel við pils og kjóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES KVENLEGT Kápa frá MiuMiu sem gæti verið tekin beint frá stríðsáratímabilinu. CENTRUM Leðurjakki með hettu er kærkomin viðbót í þennan flokk og þessi er frá sænska fatamerkinu Tiger of Sweden. WAREHOUSE Stutt kápa í rjómahvítum lit með kvenlegu sniði. Konur hafa margt fram yfir karlpening þessa heims. Nútímasamfélagið býður upp á svo margar nýjungar sem virðast þó sérstaklega beinast að konum. Fyrir okkur konur sem höfum áhuga á útliti og tísku eru sífelld- ar nýjungar að bætast á markaðinn á meðan karlarnir „eiga“ bara að hafa áhuga á tækjum og íþróttum. Þrátt fyrir að við lifum á 21. öldinni hefur þessi hugsunarháttur lítið breyst síðan í gamla daga. Í kvennabar- áttu síðustu ár finnst mér hafa gleymst að stikla á þeim skemmtilegu kostum sem fylgja því að vera kona. Við höfum miklu meira fjölbreytileika og fleiri valmöguleika en strák- arnir nokkurn tímann og þá kannski sérstaklega varðandi útlit og tísku. Stelpur geta klippt hárið stutt, klæðst gallabuxum, skyrtum og verið í strigaskóm. Alveg eins og strákar, af því að það er allt í lagi þegar stelpa klæðir sig eins og strákur, þá er hún bara töffari. Sama gildir ef stelpa á nýjastu tæknina en ef strákur veit eitthvað um nýjasta dagkremið á markaðnum er hann undir eins stimplaður. Ef strákur verður of pjattað- ur, notar ilmvatn og krem, á fleiri gallabuxur en fjórar og fer í klippingu á hálfsmánaðar fresti er hann undir eins stimplaður samkynhneigður. Hugtakið „metrómaður“ náði aldrei að festa sig í sessi og því er ekkert grátt svæði í þessum málum fyrir karlmenn. En við konurnar erum svo heppnar að hafa alls kyns tóna milli svarts og hvíts. Við getum klætt okkur upp fyrir hvers konar tilefni og klæðst öðru en jakkafötum eins og greyið strákarnir verða að sætta sig við að klæð- ast, jafnvel hverjum einasta degi. Úrval kvenfatnaðar hér á landi er mun meira en úrval herrafatnaðar. Í apótekum er snyrtivörudeildin með kvensnyrtivörurnar helmingi stærri en sú fyrir karlana og við getum beitt hinum ýmsu ráðum til að eldast hægar og líta betur út dagsdag- lega. Karlmenn verða bara að bíta í hið súra epli öldrunar og hrukkna og því ekki skrítið að sumir karlmenn virðast fá gráa fiðringinn á vissum aldri til að koma í veg fyrir hrörnunina. Fyrir mér eru ofangreindar staðreyndir nógu sterkar til að gera mig ánægða með mitt hlutskipti í lífinu. Ég er ánægð að vera kvenkyns og hafa óskrifað leyfi til að finnast ekki gaman í íþróttum, slétta á mér hárið á morgnana eða eiga fatalufsur fyrir áhugamál. Ánægjulegt hlutskipti MÓÐUR VIKUNNAR Álfrún fer yfir málin Spáir þú mikið í tískuna? Já, ég geri það og hef gaman af því. Ég vinn að vissu leyti við hönnun. Listin að skapa ákveðið „lúkk“ og mála á andlit. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Einfaldleiki. Ég sæki frekar í klassíska hönnun en nýtískulega með snúningi, það er að segja með skemmtilegu ívafi. Uppáhaldshönnuðir eða fata- merki: Hvar á ég að byrja? A-Ö? Alice Roi, Costume National, Day Birger Et Mikkelsen, Mark Jacobs, Miu Miu, Juicy Coture, Luella, Huss- ein Chaleyan, Heatherettes, Rützou, Stella McCarney, Tuleh, Zag Posen, Flottustu litirnir: Ég á mikið af svörtu enda er það „dresscode“ í Make Up Store versluninni minni. Núna fyrir haustið; svart, hvítt, grátt og rautt. Einnig dumbir litir, antíkbleikur, grár, fjólublár og drapp. Hverju ertu veikust fyrir? Vönduð- um handtöskum, skóm og úrum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Þröngar dökkbláar gallabuxur sem eru háar í mittið. Orðin dálítið þreytt á mjaðmagallabuxunum enda á ég nóg af þeim. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Ég laðast meira að kvenlegri tísku en þó finnst mér flott að sjá hve margir stílar eru í gangi. Tískan er kvenleg en í senn hörð, rokkuð og stundum karlmannleg. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir haustið? Flauelsbuxur, auðvitað háar í mittið, mjótt lakkbelti, satínblússu og háhæluð ökklastígvél. Uppáhaldsverslun: Á Íslandi t.d. Kúltúr, Eva, Zara og Spúttnikk. Hvað eyðir þú miklum pening- um í föt á mánuði? Leyndó! Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? „Casual“-fatnaðar eins og t.d. gallabuxnanna mínar úr BLEND, bolnum frá Birtu í JUNIFORM og ballett- skónum úr GAP. Uppáhaldsflík: Juicy Couture heima-buxurnar mínar. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Fant- asíu verslunarferð og hádegismat með stíl- istanum Patriciu Field sem einhver annar borgar? Án alls gríns þá færi ég til Los Angeles þar sem ég ólst upp. Litlu verslanirn- ar í Santa Monica, síðan yfir til New York í Jill Stuart og Kirna Zabete sem er geggjuð versl- un í SoHo og þaðan yfir till Notting Hill, London Agent Provocateur. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég hef bara aldrei vísvit- andi keypt mér ljóta flík að mínu mati. En svo er annað mál hvort stundar- brjálæði hugar míns standist tímans tönn? SMEKKURINN MARGRÉT R. JÓNASARDÓTTIR FÖRÐUNARMEISTARI OG EIGANDI MAKE UP STORE Á ÍSLANDI Sækir í klassíska hönnun með skemmtilegu ívafi NÝTT BLAÐ KOMIÐ ÚT! ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.