Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 30
 16. september 2006 LAUGARDAGUR30 Mami Ohdori er tvítugur skiptistúd- ent frá Japan. Hún segir áhuga sinn á Íslandi hafa kviknað þegar íslensk stelpa var með henni í bekk í grunn- skóla í Japan. „Ég fattaði nú ekkert að spyrja hana neitt um Ísland þá en þegar ég fór að leita mér að landi til að læra í sá ég að hægt var að verða skiptistúdent á Íslandi. Ég varð strax mjög spennt fyrir því enda langaði mig til að fara til lands sem væri öðruvísi,“ segir Mami. Hún fór þá að afla sér heimilda um Ísland og íslenska náttúru og þá jókst áhugi hennar á landi og þjóð enn frekar. „Ég er nýbyrjuð að læra íslensku í skólanum og mér finnst hún mjög erfið. Við erum enn bara búin að fara í grunnatriði tungu- málsins en samt er ég þegar farin að eiga í erfiðleikum með það.“ Mami ætlar að vera hér á landi fram í maí og sér fram á erfiðan vetur. „Ég hef heyrt að það sé mjög dimmt hér yfir vetrartímann og verulega kalt. Það finnst mér ekki hljóma vel,“ segir hún og bætir því við að henni finnist Ísland allt öðru- vísi en Japan. Fjölskylda Mami og vinir vissu ekki neitt um Ísland þegar hún ákvað að koma hingað. „Þau vissu varla einu sinni að það væri til og margir rugluðu því saman við Írland. Það voru allir voðalega hissa þegar ég sagðist vera að fara til Íslands og foreldrar mínir urðu mjög áhyggjufullir. Þær áhyggjur byggjast aðallega á vanþekkingu. Þau töldu að það væri rosalega kalt á Íslandi og voru hrædd um mig aleina hér. Meira að segja reyndu þau að banna mér að fara,“ segir Mami, sem lét allar viðvaranir sem vind um eyru þjóta og ætlar að vera hér á landi í tæpt ár. Karen Stevens kom frá Belgíu í lok ágúst til þess að læra íslensku. „Ég hef lengi verið heilluð af Íslandi og ákvað þess vegna að koma hingað,“ segir Karen, sem hlakkar mikið til að búa í Reykjavík í vetur. „Ég hef aldrei komið hingað áður en las sögur um Ísland sem barn og hef alltaf fylgst með heimildarþátt- um um landið í sjónvarpi. Þar sést að það er verulega fallegt.“ Karen stefnir að því að vera við nám í Háskóla Íslands í eitt ár en ef henni líkar vel getur hún hugsað sér að framlengja dvölina og vera í þrjú ár. „Mér líkar vel hér enn sem komið er en hef reyndar ekkert komist út úr borginni. Mér finnst borgin sjálf reyndar frekar lítil og miðbærinn líka en það er allt í lagi. Það var sér- staklega náttúran sem heillaði mig við landið og það verður spennandi að skoða hana betur,“ segir Karen og tekur fram að hún sé afar hrifin af því að borgin sé svo nálægt sjón- um. Karen segir heilmikinn mun á Íslandi og Belgíu: „Ég bý í stórri borg í Belgíu og þar getur maður farið hvenær sem maður vill á kaffi- hús og fengið mjög ódýrt kaffi og bjór en hér er þetta alveg ótrúlega dýrt. Ég vissi að það yrði dýrt að kaupa bjór hér en ég hélt aldrei að það yrði alveg svona dýrt,“ segir hún og heldur áfram: „Íslendingar virðast samt vera mjög vinalegir en það er alls ekki þannig í Belgíu. Ef þú rekst utan í einhvern á skemmti- stað í Belgíu færðu mjög illilegt augnaráð en hér virðist fólk ekkert kippa sér upp við það,“ segir hin belgíska Karen Stevens. Paul Langeslag er 24 ára Hollending- ur. Hann er með mastersgráðu í ensk- um fornbókmenntum og kom hingað til lands til að læra íslensku. „Það eru tengsl á milli enskra fornbókmennta og íslenskra bók- mennta frá miðöldum þannig að ég kom hingað til að læra miðaldaís- lensku,“ segir Paul en hann er mjög hrifinn af íslenskri bókmenntahefð. „Ókosturinn við að leggja áherslu á gömlu íslenskuna er að maður fær ekki tækifæri til að tala hana af því hún er ekki lifandi tunga.“ Paul finnst augljós munur á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. „Það sem ég tók fyrst eftir var að hér virðast allir ferðast um á einkabílum, meira að segja háskólanemar.“ Paul viðurkennir að í Hollandi séu miklir fordómar gagnvart Íslandi. „Fjölskyldu minni og vinum leist ekk- ert á að ég ætlaði til Íslands. Það er hins vegar alls ekki eins kalt hér og ég átti von á, þó að vindurinn sé almennt meiri en ég bjóst við.“ Paul segir greinilegt að mjög strjálbýlt sé á Íslandi, öfugt við Holland, sem er eitt þéttbýlasta land Evrópu. Karítas Kvaran er for-stöðumaður Alþjóða-skrifstofu háskólastigs- ins og hefur því yfirumsjón með þeim nemendum sem koma í Háskólann sem skipti- stúdentar. „Síðasta vetur stunduðu 695 erlendir nem- endur nám við Háskóla Íslands og komu þeir frá 71 landi. Það eru ekki komnar endanlegar tölur yfir hve margir verða hér í vetur af því það koma nýir hópar í janúar en það verða alveg áreiðanlega ekki færri en í fyrravetur,“ segir Karítas og bætir því við að um helmingur erlendra nem- enda komi sem skiptistúdent- ar en hinir séu á eigin vegum. „Skiptistúdentarnir eru ýmist eitt eða tvö misseri en hinir koma flestir hingað til að ljúka við gráður.“ Karítas segir vinsælustu greinarnar meðal erlendra nemenda vera íslensku, jarðfræði og landa- fræði en að sá hópur fari vax- andi sem sæki í verkfræði- og raunvísindadeild. „Það þykir áhugavert að læra jarðfræði á Íslandi þar sem landið hefur upp á svo margt spennandi að bjóða í þeirri grein. Í því námi er farið í vettvangsferðir út á land til að skoða náttúruleg fyrirbrigði sem þekkjast ekki víða annars staðar.“ Karítas segir algengt að stúdentar komi hingað til þess að gera eitthvað öðruvísi og/ eða fyrir einskæra forvitni. „Það er líka fljótt að spyrjast út að hér sé gott að vera, góður skóli og gott nám sem þá vekur áhuga annarra á að koma hingað,“ segir Karítas. Hún bætir því við að Háskóli Íslands sé með samstarfs- samninga við um 400 háskóla um allan heim og það skili sér. REYKJAVÍK ER LÍTIL & DÝR ÁNÆGÐ MEÐ ÞRÓUNINA Karítas Kvaran segir fleiri erlenda stúdenta sækja nám við Háskóla Íslands með hverju árinu en þeir eru nú tæplega tíu prósent af nemendum skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR - falleg & full af bílum Erlendum nemendum við Háskóla Íslands hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og stefnir í að í vetur verði þeir fleiri en nokkru sinni fyrr. Sigríður Hjálmarsdóttir kynnti sér málin. Heillaðist af landinu sem barn Foreldrar mínir urðu mjög áhyggjufullir Christelle Robitaille-Hains er 22 ára kennaranemi frá Montreal í Kan- ada. Hana langaði mikið að fara til útlanda í nám og sá að námskerfi Háskóla Íslands er með svipuðum hætti og er í Kanada. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi en aðrir og vissi að það færu áreið- anlega ekki margir til Íslands,“ segir Christelle. „Mér finnst Ísland vera allt öðruvísi en Kanada. Veðrið er öðruvísi en samt ekkert svo slæmt miðað við heima, enda getur orðið alveg svakalega kalt þar á vet- urna,“ segir hún. Christelle líst mjög vel á Reykja- vík og finnst borgin afskaplega fal- leg en varð undrandi að sjá hversu lítil hún er. „Ég fékk smá menningarsjokk þegar ég kom hingað og það kom mér verulega á óvart að hér tala allir íslensku, sem ég vissi ekki að væri aðaltungumál þjóðarinnar.“ Christelle kvartar undan því að í búðum séu engar þýðingar á ensku og hún viti því sjaldnast hvað hún sé að kaupa. „Síðan er ég vön að búa í stórborg þar sem neðanjarðarlestir og strætisvagnar fara hjá á tveggja mínútna fresti. Svoleiðis er það ekki hér og mér finnst allt ganga frekar hægt fyrir sig í þeim efnum. Samt er ég mjög ánægð.“ Foreldrar Christelle urðu áhyggjufullir þegar hún ákvað að fara til Íslands. „Þeim finnst Ísland vera svo langt í burtu og vita heldur ekkert um landið. Vinir mínir sögðu ýmist að ég væri brjáluð eða mjög hugrökk að þora að fara til Íslands. Sjálf er ég mjög ánægð með að hafa komið hingað,“ segir hún og bætir við: „Maður hefur séð ýmislegt í sjónvarpi frá Evrópu og ímyndar sér að hún sé ekkert öðruvísi en Ameríka. Þegar maður kemur hing- að sér maður að þetta er eins og allt annar heimur, þannig að ég á örugg- lega eftir að læra heilmikið af því að vera hér.“ Christelle segist varla hafa vitað neitt um Ísland þegar hún ákvað að koma hingað. „Það eina sem ég vissi fyrir var að Björk er frá Íslandi, að Ísland er eyja og að það er mjög dimmt hér yfir vetrartímann,“ segir Christelle. Ætlar að lesa Íslendingasögurnar Kom mér verulega á óvart að allir tala íslensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.