Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 70
 16. september 2006 LAUGARDAGUR34 Mikil umræða fór fram hérlendis í ágúst um ofur-laun og ríkidæmi einstakra manna. Íslenskir ein-staklingar eru þó ekki efnamiklir menn samanbor- ið við efnuðustu menn heims. Aðeins einn telst meðal 750 ríkustu, Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er í 350. sætinu á nýjasta lista tímaritsins Forbes, sem reglulega tekur saman lista yfir efnuðustu menn heims. Ríkidæmi Björgólfs Thors er þar metið á 2,2 milljarða Bandaríkjadala, sem svara til um 160 milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi dollarans. Þetta eru þó smáaurar einir í samanburði við eignir þeirra ríkustu, eins og sjá má af listanum yfir þá fimmtán efnuðustu. Eins og mörg undanfarin ár leiðir tölvugúrúinn Bill Gates listann með eignir upp á ca 3.560 milljarða króna en til samanburðar er landsframleiðsla á Íslandi nálægt 900 milljarðar króna á ári. Ýmislegt vekur athygli þegar listinn yfir þá fimmtán ríkustu er skoðaður. Fyrir það fyrsta eru þetta nánast ein- göngu karlar og það gamlir karlar mestanpart. Reyndar er einn þeirra látinn síðan listinn birtist, Kenneth Thomson, fjölmiðlamógúll frá Kanada. Aðeins ein kona er meðal fimmtán efstu, franska snyrtivörudrottningin Lilliane Bet- tencourt, og hún er fjörgömul sömuleiðis. Annað sem vekur athygli er að fæst af þessu fólki er mjög þekkt, hér á landi að minnsta kosti. Flestir kannast við Bill Gates og Roman Abramóvitsj Chelsea-eiganda og kannski IKEA-stofnandann Ingvar Kamprad, en aðrir á list- anum eru tiltölulega lítt þekktir einstaklingar. Fleiri eru efnaðir en Bill Gates RÍKUSTU MENN HEIMS - samkvæmt lista tímaritsins Forbes Eignir í milljörðum króna 1. William Gates III - Bandaríkjunum, 50 ára 3.560 2. Warren Buffett - Bandaríkjunum, 76 ára 2.990 3. Carlos Slim Helu - Mexíkó, 66 ára 2.135 4. Ingvar Kamprad - Svíþjóð, 79 ára 1.993 5. Lakshmi Mittal - Indlandi, 55 ára 1.778 6. Paul Allen - Bandaríkjunum, 53 ára 1.566 7. Bernard Arnault - Frakklandi, 57 ára 1.530 8. Prince Al-waleed Bin Talal Al-Saud Sádi-Arabíu, 49 ára 1.423 9. Kenneth Thomson - Kanada, 82 ára 1.395 10. Li Ka Shing - Hong Kong, 77 ára 1.338 11. Roman Abramóvitsj - Rússlandi, 39 ára 1.295 12. Michael Dell - Bandaríkjunum, 41 árs 1.217 13. Karl Albrecht - Þýskalandi, 86 ára 1.210 14. Sheldon Adelson - Bandaríkjunum, 72 ára 1.146 15. Liliane Bettencourt - Frakklandi, 83 ára 1.139 Warren Buffett Ætlar að gefa 85% auðæfanna Warren Buffett er 76 ára gamall Bandaríkjamaður, frá Omaha í Nebraska. Hann hefur auðgast upp á eigin spýtur, einkum á fjárfest- ingum gegnum fyrirtæki sitt Berkshire Hathaway en það á stóra hluti í fyrirtækjum á borð við Coca-Cola og Dairy Queen. Buffett er þekktur fyrir að berast lítt á og býr til að mynda enn í húsi sem hann keypti árið 1958 og ekur um á bíl af gerðinni Lincoln Town Car árgerð 2001. Hann hefur heitið því að 85 prósent auðæfa sinna muni renna til styrktarsjóðs Bill og Melindu Gates eftir sinn dag en sjóðurinn styrkir heilbrigðisþjónustu í fátækustu löndum heims og stuðlar að aukinni tækniþróun á heilbrigðissviði. Carlos Slim Helú Langríkastur í Rómönsku-Ameríku Carlos Slim Helú er 66 ára gamall Mexíkói, frá Mexíkóborg og langríkasti maður Rómönsku-Ameríku. Hann erfði mikið auðæfi eftir föður sinn og hefur ávaxtað sitt pund vel, eink- um í viðskiptum á sviði fjarskipta. Má segja að hann eigi meirihluta í öllum helstu farsíma- og jarðsímafyrirtækj- um Suður-Amer- íku. Slim Helú er þekkt- ur sem ástríðufullur listaverkasafnari og hann á og rekur mikið listasafn í Mexíóborg sem heitir Museo Soumaya eftir konu hans heit- inni. Slim Helú hefur tilkynnt að hann muni láta auðæfi sín að mestu renna til góðgerðarmála í Mexíkó eftir sinn dag. Lakshmi Mittal Græddi á stáli Lakshmi Mittal er 56 ára gamall Indverji, fæddur í borginni Sadulpur í Norðvest- ur-Indlandi. Hann ólst upp í sárri fátækt en faðir hans eignað- ist síðar hlut í stálverksmiðju og varð vellauðugur. Lakshmi Mittal er forstjóri Mittal Steel Company, sem er stærsti fram- leiðandi stáls í heiminum. Hann býr í Lundúnum og berst talsvert á; keypti til að mynda einbýlishús í Kensington-hverfinu árið 2003 fyrir 126 millj- ónir dala, sem er hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir eitt hús. Þá eyddi hann um 65 milljónum dala í brúðkaup dóttur sinnar, sem fyrir vikið er dýrasta brúðkaup sögunnar til þessa. Bernard Arnault Tískupáfinn frá Roubaix Bernard Arnault er ríkasti maður Frakklands og stundum kallað- ur tískupáfinn. Hann er 57 ára gamall, fæddur í bænum Rouba- ix skammt frá Lille en býr í París. Arnault byrjaði með tvær hendur tómar en hefur auðgast gífur- lega á viðskiptum með tísku- og snyrtivörur og vín. Hann er forstjóri fyrirtækisins LVMH sem stendur fyrir Louis Vuitton Moët Hennessy auk þess að vera forstjóri Christian Dior-tískufyrirtæksins. Arnault á jafnframt stórt uppboðsfyrirtæki í Lúxemborg sem sérhæfir sig í listaverkauppboðum. Hann berst ekki mikið á og sá til að mynda sjálfur um allan undirbúning fyrir brúð- kaup dóttur sinnar, sem haldið var í sumar án mikillar við- hafnar. Li Ka Shing Auðgaðist á plastblómum Li Ka Shing er auðugasti maður Asíu og talinn valdamesti einstakl- ingur álfunnar. Hann er 78 ára gamall, fæddur í borginni Chaoz- hou í Suður-Kína en býr í Hong Kong þar sem hann reisti við- skiptaveldi sitt af eigin rammleik. Hann auðgaðist upphaflega á að framleiða plastblóm en hefur síðan fjárfest í margs konar viðskiptum og sem dæmi um umsvif hans er sagt að af hverjum dollara sem eytt er í Hong Kong renni fimm sent í vasa Li. Hann hætti skólagöngu á unglingsaldri en metur þó gildi menntunar mikils og gaf í sumar 180 milljónir dala til Háskól- ans í Hong Kong og 40 milljónir dala til Berkeley-háskólans í Kaliforníu. Michael Dell Tölvudellan borgaði sig Michael Dell er enn einn tölvugúrúinn í hópi ríkustu manna heims. Hann er 41 árs, fæddur í Houston í Texas en er búsettur í Austin þar sem hann rekur risavaxið tölvuveldi sitt, Dell Incorporated. Dell fékk tölvudellu ungur að aldri og hætti háskólanámi til að geta einbeitt sér að þróun og framleiðslu tölvubúnaðar. Það borgaði sig heldur betur því fyrirtæki hans er í dag einn stærsti tölvuframleiðandi heims og eigandinn vellauðugur. Hann hefur á síðari árum fjárfest á ýmsum sviðum og á sem dæmi risavaxið hótel á Hawaii og veitingahúsakeðju í Indi- ana. Þá veitti hann 50 milljóna dala styrk úr sjóð í sínu nafni og konu sinnar til Háskólans í Austin. Prins Al-Waleed Bin Talal Al-Saud Gaf Louvre-safninu 1,5 milljarða Prins Al-Waleed Bin Talal Al-Saud er konungborinn og barn- fæddur í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, og býr þar enn. Hann er 51 árs að aldri og telst hafa auðgast af eigin ramm- leik þó svo að ættmenni hans viti ekki aura sinna tal. Prinsinn hefur aðallega auðg- ast á fasteignaviðskiptum og fjárfestingum í bygging- ariðnaði. Hann á og rekur öflugt fjárfestingarfyrirtæki sem heitir ekkert minna en Kingdom Holding Company eða Konunglega hlutafélagið, sem fjárfestir í margs konar viðskiptum um heim allan. Hann er gjafmildur á fé sitt og skenkti Louvre-safninu í Frakk- landi 1,5 milljarða króna fyrir nokkrum árum og hefur safnið ekki í aðra tíð hlotið jafn rausnarlega gjöf. Fimmtán ríkustu menn í heimi eru nánast allt karlar en koma þó úr mörgum áttum. Fæst af þessu fólki eru mjög þekktir einstaklingar. Sigurður Þór Salvarsson kynnir sér þetta efnafólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.