Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 66
16. september 2006 LAUGARDAGUR20
Hengifoss er þriðji hæsti foss landsins, 118 metra hár. Fossinn er í Hengifossá, sem á upptök sín í Hengifossárvatni á Fljótsdalsheiði. Áin fellur í Lagarfljót innanvert.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
... að Bandaríkjamaðurinnn Mitch
Cohen hefur fyllt flest brauðform
á einni mínútu? Hann fyllti 18
brauðform af ís á einni mínútu á
Times Square í New York í sjónvarps-
þættinum Good Morning America á
ABC-sjónvarpsstöðinni hinn 22. júlí
2004.
... að hæstu eyjar í heimi er að finna
við Orba-vatn í Tíbet? Vatnið er í
5.029 metra hæð yfir sjávarmáli.
Flatarmál þess er 100 ferkílómetrar
og eru fjölmargar eyjar á vatninu.
... að Titanic frá árinu 1997 er tekju-
hæsta kvikmynd sögunnar? Hún er
fyrsta mynd sögunnar sem miðar
seldust á fyrir meira enn einn millj-
arð Bandaríkjadala (um 65 milljarða
króna), en alls námu tekjur af henni
119 milljörðum króna. Fyrstu tíu
vikurnar halaði hún inn tekjur upp á
59,7 milljarða króna.
... að ródeókappinn Ty Murray hefur
haft mestar tekjur í bransanum á
starfsferlinum? Hann halaði inn
190.529.755 krónur á árunum 1989-
2002.
... að skemmtigarðurinn Landið
helga er stærsti skemmtigarður
veraldar með trúarlegu ívafi? Hann er
á 6,07 hektara landsvæði í Orlando
í Flórída. Garðurinn var opnaður 5.
febrúar 2001 en hann er eftirlíking
af Jerúsalem á tímabilinu frá 1450-
1466 e. Kr.
... að viðarfroskurinn (Rana sylvatica)
er kulþolnasta dýr veraldar? Hann er
eina dýrið í heimi sem lifir fryst-
ingu, sem kemur sér vel þar sem
heimkynni hans eru fyrir norðan
heimskautsbaug. Hann getur lifað í
nokkrar vikur þótt hann sé frosinn.
Glúkósi í blóðinu safnast fyrir eins og
frostlögur í helstu líffærum dýrsins
og ver þau skemmdum á meðan
aðrir líkamshlutar eru gaddfreðnir.
... að Bandaríkjamaðurinn Neil Arms-
trong steig manna fyrstur á tunglið?
Armstrong, sem var leiðangursstjóri
Apollo 11, tók hin frægu skref á
Kyrrðarhafinu klukkan 02:56:15 á
Greenwich-tíma hinn 21. júlí 1969.
Bandaríkjamaðurinn Edwin „Buzz“
Aldrin fylgdi í humátt á eftir honum
út úr tunglhylkinu Erninum. Á meðan
sveimaði Michael Collins yfir þeim í
stjórnhylkinu Kólumbíu.
... að fyrsti hreyfimyndaleikur sem
fékkst á geisladisk er Dragon´s Lair?
Leikurinn er frá árinu 1983.
... að stærsti eggjabúðingstertuslag-
ur átti sér stað í Þúsaldarhöllinni
í Lundúnum 11. apríl árið 2000?
Tuttugu manns þeyttu eggjabúðings-
tertum í allar áttir á þremur mínút-
um. Hálfu tonni af eggjabúðingsdufti
var hrært saman við þúsund lítra af
vatni í sex steypuhrærivélum til að
búa til terturnar.
... að norður-afríski strúturinn (Strut-
hio camelus camelus) er stærsti fugl
í heimi? Karlfuglar af þessari ófleygu
undirtegund hafa mælst 2,75 m á
hæð og 156,5 kg að þyngd.
... að The Incredibles er tekjuhæsta
teiknimynd á frumsýningardegi?
Þegar frumsýningardagur The
Incredibles, 5. nóvember árið 2004,
var að kveldi kominn hafði hún
halað inn 1.333 milljónir króna en
hún var sýnd í 3.933 bíóum um öll
Bandaríkin. Þar með sló hún met
Shrek 2 frá 19. maí á sama ári.
VISSIR ÞÚ..SJÓNARHORN
H
úsgagna
Lagersala Krókhálsi 10simi: 557-951030 ágú-09 sep09-18 virka daga10-16 laugardag
Eldhúsinnréttingar NuddstólarSpeglarRúm og margt margt fleira...Sófasett
Allt að 90%
afsláttur