Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������� ��������������� Allt bendir til þess að baráttan fyrir alþingiskosningarnar í vor sé þegar hafin af fullum krafti. Ég sé ekki betur en að stjórnmála- foringjar séu þegar farnir að munda vopn sín og haga málflutningi sínum talsvert öðruvísi en áður. Þetta gild- ir einkum og sér í lagi um Sjálf- stæðisflokkinn, að mínu viti. ÉG giska á að Sjálfstæðisflokkur- inn sé þegar búinn að ráða sér aug- lýsingastofu og almannatengsla- skrifstofu. Uppleggið er greinilega að sýna flokkinn sem einhvers konar einarða heild undir traustri forystu - ekki frumlegt, en getur virkað - og í þessu skyni birtast nú myndir og fréttir af þingflokknum saman í hestaferðum og af fram- varðarsveitinni á ferð um Kára- hnjúka. Allir eru í útivistarfötum og alþýðlegir. FLOKKURINN ætlar greinilega á málefnalega sviðinu, í takti við hina nýju ímynd, að hrifsa til sín umhverfismálin og klína að sama skapi allri umhverfiseyðileggingu sem hér hefur farið fram á Fram- sóknarflokkinn annars vegar og Samfylkingu hins vegar. Opnur um umhverfismál fylla nú annað hvert helgarblað Moggans, svo gamal- grónir náttúruverndarsinnar klóra sér í kollinum af undrun. Hér er kominn óvæntur bandamaður, en plottið er augljóst: Flokkurinn var hægri bleikur í borgarstjórnar- kosningunum og talaði um velferðar- mál eins og honum væri borgað fyrir það. Í alþingiskosningunum verður flokkurinn hægri grænn. ÞETTA er skynsamlegt hjá Sjálf- stæðisflokknum út frá taktísku sjónarmiði, en að sama skapi nokk- uð óskammfeilið. Auðvitað bera þingmenn flokksins jafnmikla ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun og aðrir þingmenn, utan Rannveigar Guðmunds, Þórunnar Sveinbjarn- ar, Sverris Hermannssonar og Vinstri grænna, og færi betur á því að flokkurinn legði ekki á flótta undan beljandi Hálsalóni - þeim drullupytti - á síðustu metrunum. Hins vegar er ekkert ólíklegt að kjósendur gleypi við þessu. „Við leyfðum framsókn að hlaupa af sér hornin,“ munu sjálfstæðismenn segja á göngum vinnustaðanna. „Þeir vildu þessa virkjun. Við vorum ekkert að mótmæla því. Og svo var Samfylkingin líka fylgjandi þessu, þannig að þetta varð auðvit- að ekki stoppað.“ MEÐ þessari aðferð, ef vel er gert, mun Sjálfstæðisflokknum hugsan- lega takast að fá atkvæði bæði þeirra sem eru með og á móti virkj- uninni. Og þar er einmitt komið eitt grundvallarlögmál stjórnmálanna: Ef flokkur ætlar að verða stór mun hann alltaf leitast við að fá atkvæði bæði þeirra sem eru með og á móti í stórum deilumálum. Þetta lögmál er hið sama og gerir kjósendur alla jafna ákaflega ruglaða í ríminu um það hver stefna stórra flokka er í raun og veru. SAMFYLKINGIN kom með sitt útspil í þessari glímu á dögunum, með nýrri umhverfisverndar- stefnu. Hún var góðra gjalda verð. Nú þarf bara að drífa í að taka góða mynd af þingflokknum við Kára- hnjúka, í goretexgöllum með Ómari. Kosningagír BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR GÓÐUR VINUR Á GÓÐRI STUND 50 02 .V .B s met sy S AE KI re tn I © Njóttu þess að leika SÖT taudýr ýmsar tegundir KOJA tjald 120x120x95 cm 595,- MAMMUT náttborð 48x39x39 cm 2.490,-KORALL REV sængurverasett 150x200/50x60 cm 1.690,- MAMMUT rúmgrind 89x170x70 cm 16.950,- Dýna seld sér KORALL spiladós rautt/appelsínugult 695,- ATOLL SPORT himnasæng B105 cm marglituð KORALL KRABBA sessa Ø30 cm appelsínugult 495,- MAMMUT fataskápur 84x50x186 cm 16.950,- MAMMUT kommóða m/3 skúffum 77x45x73 cm 9.950,-695,- Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 20:00 | www.IKEA.is MINNEN DRAKE rúmteppi 110x80 cm MINNEN fjársjóðskista 62x40x29 cm 1.490,- KORALL SKÖLDPADDA geymslukarfa 75,- 1.490,- 995,- SMILA BAGGE veggljós 32x23x6,5 cm 795,- 290,- Grænmetisbuff Með kúskús, grænmeti og graslaukssósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.