Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 94
 16. september 2006 LAUGARDAGUR58 HRÓSIÐ FÆR … Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvað gamanleikarinn Pétur Jóhann Sigfússon ætli að taka sér fyrir hendur en eftir að hafa verið á útopnu í Stelpunum og Strákunum tók gamanleikarinn sér góða hvíld. Nú virðast línurnar hins vegar vera farnar að skýrast. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Pétur Jóhann og Jón Gnarr hafi sýnt nýju verk- efni Ragnars Bragasonar mikinn áhuga og allt stefni í að því verði komið á koppinn. Heimildir blaðs- ins herma jafnframt að þetta sé draumaverkefnið þeirra beggja. Um er að ræða gamanþætti sem gerast á bensínstöð í miðborg Reykjavíkur og fjallar um tvo „sérstaka“ náunga sem takast á við lífið, afgreiðsluna og við- skiptavinina á sinn hátt og hefur þátturinn hlotið nafnið Næturvaktin. Ekki hefur verið ráðið í önnur hlut- verk en Fréttablaðið hefur af því fréttir að stórvinur Péturs og Jóns, ljóðskáldið Þorsteinn Guð- mundsson, komi sterklega til greina í stórt hlutverk. Ragnar hefur verið allt í öllu í leiknu efni hjá Stöð 2 að undanförnu og væntanlega skemmir ekki fyrir að kvik- mynd hans, Börn, hefur fengið frábæra dóma að und- anförnu. Næt- urvaktin verð- ur ekki „sketsa-þátt- ur“ líkt og Fóstbræður eða Stelpurn- ar heldur fá áhorfendur að fylgjast með „þroska persónanna í gegnum þættina,“ eins og einn heimildar- maður blaðsins orðaði það. Heimildir blaðsins herma að Ragnar hafi mætt á fund hjá stjórn- endum Stöðvar 2 í síðustu viku og kynnt fyrir þeim þetta verkefni. Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, vildi hvorki játa né neita að Næturvaktin væri í burðarliðn- um en staðfesti að hafa átt fund með Ragnari. Heimildir blaðsins herma þó að stjórnendur stöðvar- innar séu mjög spenntir fyrir þess- um þáttum og er reiknað með að þetta verði eitt af stóru trompun- um í vetrardagskránni. Þegar hefur verið tilkynnt um skemmtiþátt Hemma Gunn, Í sjöunda himni, sem búist er við miklu af, auk X- Factor en þeir taka við af hinni vinsælu Idol-keppni. freyrgigja@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 gól 6 skammstöfun 8 fugl 9 matjurt 11 samanburðartenging 12 lítið barn 14 trimm 16 tveir eins 17 móðuþykkni 18 forsögn 20 bor 21 bannhelgi. LÓÐRÉTT 1 hjólbarði 3 samtök 4 hraða 5 kjaftur 7 sjampó 10 nár 13 umrót 15 slá 16 kærleikur 19 í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2 gagg, 6 eh, 8 ari, 9 kál, 11 en, 12 kríli, 14 skokk, 16 áá, 17 ský, 18 spá, 20 al, 21 tabú. LÓÐRÉTT: 1 dekk, 3 aa, 4 greikka, 5 gin, 7 hársápa, 10 lík, 13 los, 15 kýla, 16 ást, 19 áb. FRÉTTIR AF FÓLKI Trommuleikarinn Birgir Nielsen úr Landi og sonum hefur síðustu misserin verið að færa út kvíarnar og hasla sér völl í viðskiptum ýmiss konar. Ekki alls fyrir löngu rak hann pylsuvagn við Sundhöllina í Reykjavík en nú er hann fluttur á Selfoss og farinn að skipuleggja alls konar viðburði. Birgir ætlar að vera með risasýningu í Laugardalshöll 18. nóvember næstkomandi þar sem meðal annars kemur fram körfuboltaliðið Minihoops. Liðið er skipað dvergum og í viðtali við DV í gær sagði Birgir að það væri mjög hentugt. „Það er hægt að ná mjög sveigjan- legum dílum við svona dverga og það geta tveir verið saman í einum stól á Saga Class,“ sagði Birgir. Það var þétt setinn bekkurinn á Ölstofu Kormáks og Skjaldar á fimmtudagskvöldið. Þar var pól- itíkin rædd af krafti af þeim Árna Páli Árnasyni lögfræðingi og Helga Hjörvar alþingismanni og ekki langt frá sátu ungskáldin Guðrún Eva Mínervudóttir og Kristín Eiríksdóttir. Hræringar á fjölmiðlamarkaði voru fjölmiðlafólki á staðnum næg upp- spretta umræðuefna og þar tóku meðal annars til máls þau Helgi Seljan og Eyrún Magnúsdóttir, sem bæði hafa söðlað um nýverið. Auk þeirra mátti sjá til pistlahöfundsins Hörpu Pétursdóttur og kvikmyndafram- leiðendanna Þóris Snæs Sigurjóns- sonar og Júlíusar Kemp. Útvarpskonan Ragnhildur Magnúsdóttir er kjarna- kvendi og fellur sjaldnast verk úr hendi. Nýjasta uppátæki Ragnhildar er sagt vera gerð heimildarmyndar um plötusnúðinn Illuga Magnússon sem býr í Kaliforníu en er væntan- legur hingað til lands. Ragnhildi ætti ekki að verða skotaskuld úr því að varpa ljósi á plötusnúðinn og útlegð hans því hún er systir Illuga. -hdm Vasa línan Fer vel í veski „So far, so good,“ svarar Örn Árna- son leikari spurður hvernig honum líki lífið í Sviss, en þar hafði hann dvalið í heilar þrjár klukkustundir þegar blaðamaður sló á þráðinn. Örn flaug til Zürich í gær og ætlar að hjálpa Landsbankanum að gleðja starfsmenn Kepler-banka þar í borg í kvöld. „Það er ekki ofmælt að kalla þetta útrás íslenskra skemmtikrafta því Paparnir eru hér líka. Við ætlum að skemmta fólkinu fram á rauða nótt.“ Örn flaug út um leið og síðustu tökum fyrsta þáttar Spaugstofunn- ar í vetur sleppti en hann verður sýndur í Sjónvarpinu kvöld. „Það er af nógu að taka þar; við ætlum meðal annars að rýna í kínverska sjálfsáverkalist sem er víst að ryðja sjálfsvarnarlist úr vegi. Þá koma einhverjar jarðfræðiskýrsl- ur sem eru að fara í endurvinnslu við sögu og ætli það verði ekki minnst eitthvað á lekar skýrslur.“ Eiginkonan er í för með Erni, sem vonast til að geta gefið sér örlítinn tíma til að kynna sér hvað Svisslendingar hafa upp á að bjóða áður en þau koma aftur heim annað kvöld. „Hér er af ýmsu að taka. Ætli ég snúi ekki heim með fangið fullt af ostum, gauksklukkum og týrölsku jóðli,“ klykkir spéfuglinn út. -bs Útrás skemmtikrafta í Sviss ÖRN ÁRNASON Býst við að snúa heim með fangið fullt af osti og gauksklukkum. Uppi hafa verið kenningar undanfarið um að líkams- ræktarfrömuðurinn og metrómaðurinn Egill Gillzenegger Einarsson stefni ótrauður á þing. Sjálfur segir Egill þessa kenningu mjög góða og áhugaverða enda geti hann alls ekki neitað þessu. „Ég er búinn að vera í smá pásu undanfarna mánuði eftir að hafa verið frægasti maður á Íslandi í langan tíma en nú er ég með ýmislegt á prjónunum. Ég er ekkert hættur heldur bara rétt að byrja,“ segir Gillz, hress í bragði en hann hefur sett sér stór mark- mið. „Það sem ég er að vinna í núna er að koma Íslandi í form eins og það leggur sig. Ef allt gengur upp mun hver einasti Íslendingur verða kominn undir 10 prósent í fitu eftir svona fimm til sex ár. Ég hef áhyggjur af þjóðinni í dag en offita er orðin heimsfaraldur og ég er bara ekkert að fíla þetta lúkk,“ segir hann og tekur sem dæmi að hér sé annar hver maður með hamborgara- rass en það þykir ekki smart. „Þetta er stórt verk- efni og ef ég þarf að fara á þing til að ná þessum markmiðum mínum þá geri ég það. Mér tekst allt sem ég tek mér fyrir hendur þannig að ég hef engar áhyggjur af þessu verkefni.“ Egill segist ekki alveg vera búinn að ákveða fyrir hvaða flokk hann mun bjóða sig fram því hann sé aðeins á milli flokka í augnablikinu. „Ég hef alla tíð verið harður framsóknarmaður þannig að sá flokkur er líklegastur, enda veitir auðvitað ekki af til þess að bjarga þeim. Ég er að sjálfsögðu eini maðurinn sem mögu- lega gæti það. Gillz á þing! Hljómar bara vel, er það ekki?“ - sig Gillzenegger til bjargar Framsóknarflokknum STÓR MARKMIÐ Gillz er ekkert að skafa utan af því frekar en fyrri dag- inn og er ákveðinn í því að bjarga Íslend- ingum frá offitu og Framsóknarflokkn- um frá hruni. MIKILL LIÐSSTYRKUR Siv Friðleifsdóttir mun án efa kætast mikið við að fá svo góðan liðsstyrk í Framsóknarflokkinn. PÉTUR JÓHANN OG JÓN GNARR: SAMAN Á NÆTURVAKT Bensínkarlar undir stjórn Ragnars Bragasonar JÓN GNARR Verður að öllum líkindum bensínkarl á nætur- vakt í miðborg Reykjavíkur. RAGNAR BRAGASON Hefur verið allt í öllu í leiknu efni hjá Stðð 2 að undanförnu og mun væntanlega leikstýra nýrri þáttaröð sem heitir Næturvaktin. PÉTUR JÓHANN SIGFÚS- SON Hefur legið undir feldi að undanförnu en leikur að öllum líkindum í nýrri gamanþáttaröð eftir Ragnar Bragason. ... Jón William Sewell sem hleypur 14 kílómetra á hverjum degi þótt hann sé orðinn 77 ára gamall. Fiskbúðin Hafberg vantar öflugan starfsmann til að sjá um undirbúning fiskrétta og afgreiðslu í búðinni. Viðkomandi þarf að vera samviskusamur, góður í mannlegum samskiptum, sjálfstæður og vandvirkur. Góð laun i boði, allar nánari uppl, veitir Geir s. 820-3413. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Magnús Már Guðmundsson 2 Amsterdam 3 Atli Eðvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.