Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 74
 16. september 2006 LAUGARDAGUR38 Heitt í haust Tekið saman af Önnu Margréti Björnsson. HEIT VERSLUN: Liborius Jón Sæmundur Auðarsson rís upp frá dauða Dead búðar- innar á Klapparstíg með glæsilegri nýrri búð á Mýrargöt- unni. Sannkallaður ævintýraheimur þar sem hægt er að finna hans eigin hönnun, föt eftir Aftur-systurnar og klæðn- að eftir 25 erlenda stórhönnuði. Opnar í lok mánaðarins. HEITAR BÍÓMYNDIR The Departed, frábær glæpamynd eftir Mart- in Scorsese, með Matt Damon og Leonardo Di Caprio í hlutverkum leynilögreglumanns og bófa. The Black Dahlia. Josh Hartnett og Aaron Eckhart elta uppi glæpamann í þessari film- noir kvikmynd. Með hinni ægifögru Scarlett Johansson. Flags of Our Fathers. Leikstýrð af Clint East- wood og fjallar um innrás Bandaríkjanna í Japan. Tekin upp á Íslandi, sem ætti að vera nóg til að fá alla til að sjá hana. CIDER Ásamt heimil- islega matnum kemur þetta forna eplavín sterkt inn. Hvernig væri að ÁTVR færi nú að flytja inn alvöru Cider frá Bretlandi eða Frakklandi? ROCKABILLY Áhrif rockabilly tískunnar gætir enn sterkt í tísku og tónlist. Támjóir, lágbotna skór, svört/hvít föt, Buddy Holly og Brian Setzer. HEITAR PLÖTUR Pétur Ben - Wine for my Weakness. Frábær fyrsta plata frá þessum unga trúbador. Beyoncé - B-Day. Önnur plata hennar setur hana á stall sem drottningu R&B tónlistarinnar. Bob Dylan - Modern Times. Meist- araverk frá meistaranum. Ógnvekj- andi, fyndin og falleg allt í senn. The Rapture - Pieces of the People We Love. Pönk-fönk rokkararnir frá New York koma með stóra, stóra smelli. HUGGUNARMATUR (COMFORT FOOD) Við nennum ekki að fá fagurlega skreytta diska með næstum því engu á lengur. Hefðbundin frönsk matargerð, kássur, lambahryggur, þjóðlegir réttir, fiskur og franskar, Bíðum eftir því að steikt blóðmör verði í tísku eins og á Ritz hótelinu í London. FYLGSTU MEÐ: Þórdísi Aðalsteinsdóttur Þessa unga listakona býr í New York og sýnir reglulega í hinu virta STUX Gallery þar í borg. Naíf, tvívíð, draumkennd og ögn krípí verk hennar verða til sýnis á Kjarvalsstöðum, 1. október til 3. desember. NINETIES „GRUNGE“ TÍSKAN Manstu eftir byrjun tíunda áratugarins þegar allir hlustuðu á Nirvana og Pearl Jam? Nú eru hönnuðir eins og Prada og Marc Jacobs að kafa aftur í tískuna þegar allir voru í Doc Martens skóm, köflóttum skyrtum og parka úlpum og hlustuðu á Smells Like Teen Spirit. VALDIÐ TIL FÓLKSINS OG INTERNETIÐ RÚLAR Tónlistarbransinn vaknar til lífsins með net- fyrirbærum eins og MySpace og YouTube sem eru allsráðandi. Tónlistarmenn verða vinsælir á MySpace þar sem allir geta hlustað á lögin þeirra áður en plötufyrir- tækin taka við sér. Áður réði MTV hvaða myndbönd færu í spilun en núna fara myndbönd sigurför um YouTube áður en MTV neyðist til að sýna þau. Sköpunargleði tónlistarmanna fær að njóta sín og fólkið ákveður hvað er vinsælt. Rokk on! FYLGSTU MEÐ: Lay Low Lovísa Elísabet, öðru nafni Lay Low, syngur og semur seiðandi blöndu af blús, kántrí og þjóðlaga- tónlist. Plötufyrirtækið Cod Music gefur út hennar fyrstu plötu núna í haust. Þegar Lovísa er ekki að taka upp tónlist þá spilar hún með rokkhljómsveit- inni Benny Crespo‘s Gang. „ Ég sit helst heima hjá mér með gítarinn og sem tónlist. Þessa nýju hlið á mér kalla ég Lay Low. Nafnið passar betur við tónlistina sem ég bý til.“ Tískan, tónlistin, maturinn, myndirnar og andlitin. Fréttablaðið fer á stúfana. NÓG PLÁSS Víðar skálmar, víðar skyrtur, blöðrupils. Allt sem undirstrikar hinar kvenlegu línur á öfgafullan hátt. FYLGSTU MEÐ: Hafþóri Yngvasyni Maðurinn sem færði íslenska brautryðjendalist úr jaðrinum og inn í Hafnarhúsið. Með sýningunni Pakkhúsi Postulanna, sem Daníel Björnsson úr Kling og Bang klíkunni setti upp, hefur Hafþór rækilega sýnt að hann ætlar að færa ferska strauma inn í Listasafn Reykjavíkur. HAUSTLITIRNIR Svart, svart, svart í bland við ljós- grátt, ljósbrúnt og rautt, alla tóna af fjólubláum og smá klípu af karrígulum og rjómahvítum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.